A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1222 - 5. maí 2014

Fundur nr.  1222 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 5. maí  2014 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson oddviti sveitarstjórnar, bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Viðar Guðmundsson og Bryndís Sveinsdóttir. Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. 

 

Jón Gísli leitar afbrigða við dagskrá og óskar eftir að taka fyrir endurnýjun á samningi  við Café Riis um skólamáltíðir og var það samþykkt sem liður 8.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Ársreikningur Strandabyggðar 2013 – síðari umræða
  2. Styrkumsókn frá Skíðafélagi Strandamanna vegna byggingar skíðaskála á Brandsholti í Selárdal, dagsett 01/05/2014
  3. Styrkumsókn vegna skógræktar á Víðidalsá, dagsett 02/05/2014
  4. Umsóknir um námsvist utan lögheimilissveitarfélags vegna skólaársins 2014 – 2015
  5. Erindi frá Hlyni Gunnarssyni sem frestað var á fundi 1215 þann 27/11/2013
  6. Fundargerð Velferðarnefndar frá 25/04/2014
  7. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnda frá 28/04/2014

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  1. Ársreikningur Strandabyggðar 2013 – síðari umræða

    Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins, samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta, var jákvæð um 30,9 millj. kr en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 19,8 millj. kr samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2013 nam 305,6 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en þar af nam eigið fé A hluta 392,6 millj. kr.

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir Ársreikning Strandabyggðar 2013.

    Ársreikninginn í heild sinni verður hægt að skoða inn á vef sveitarfélagsins www.strandabyggd.is
  2. Styrkumsókn frá Skíðafélagi Strandamanna vegna byggingar skíðaskála á Brandsholti í Selárdal, dagsett 01/05/2014

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að styrkja Skíðafélag Strandamanna um
    2 milljónir kr. til byggingar skíðaskála í Selárdal.

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2014 vegna viðbótarframlags sveitarfélagsins um styrkveitingu.
    Aukaframlagið er fengið af eigin fé sveitarfélagsins, alls 2.000.000 kr.
  3. Styrkumsókn vegna skógræktar á Víðidalsá, dagsett 02/05/2014

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að veitar styrk til skógræktar  árið 2014 sem tekur mið af fasteignagjöldum ársins. Til viðbótar er sveitarstjóra falið að endurskoða samninginn og gera á honum breytingar þannig að árlegt framlag sveitarfélagsins til styrktar skógrækt á Víðdalsá jafnist á við árlega álögð fasteignagjöld og skuldfærist á móti þeim.
  4. Umsóknir um námsvist utan lögheimilissveitarfélags vegna skólaársins 2014 – 2015

    Bryndís Sveinsdóttir víkur af fundi .

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir fyrirliggjandi umsóknir.

    Bryndís Sveinsdóttir kemur aftur á fund.
  5. Erindi frá Hlyni Gunnarssyni sem frestað var á fundi 1215 þann 27/11/2013

    Sveitarstjórn Strandabyggðar hafnar erindinu með fjórum atkvæðum. Einn situr hjá.
  6. Fundargerð Velferðarnefndar frá 25/04/2014

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir fundargerð Velferðarnefndar.
  7. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 28/04/2014

    Fundargerð Tómstunda-, íþrótta og menningarnefndar lögð fram til samþykktar.  Öðrum lið 6. dagskrárliðs er frestað til næsta fundar. Að öðru leyti er fundargerðin samþykkt.
  8. Endurnýjun á samningi  við Café Riis um skólamáltíðir

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að sveitarstjóra verði falið að framlengja samning við  Café Riis um skólamáltíðir um eitt ár.

 



Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 17:47

 

Jón Gísli Jónsson                                                                     
Jón Jónsson

Ásta Þórisdóttir                                                                      
Bryndís Sveinsdóttir

Viðar Guðmundsson

                                                       

     

 

6. maí 2014
Andrea Kristín Jónsdóttir
sveitarstjóri Strandabyggðar

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón