A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1224 - 24. júní 2014

Fundur nr.  1224 og jafnframt fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórar í Strandabyggð var haldinn þriðjudaginn 24. júní  2014 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Haraldur V. A. Jónsson bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Gísli Jónsson, Viðar Guðmundsson, Ingibjörg Emilsdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir. Auk þess komu Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir og Guðrún E. Þorvaldsdóttir sem varamenn undir vegna umfjöllunar um ráðningu nýs skólastjóra. Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. 

 

Haraldur leitar afbrigða við dagskrá og óskar eftir að færa lið 7 fram í dagskránni þannig að liður 3 fjalli um ráðningu skólastjóra. Aðrir liðir færast niður um eitt sæti skv. því.  Auk þess óskar hann eftir að taka eftirfarandi mál á dagskrá:

  • Undir lið 8 – Ályktun vegna tillagna í umræðuskjali frá Innanríkisráðherra um staðsetningar aðalskrifstofu sýslumanns annarsvegar og hinsvegar lögreglustjóra á Vestjörðum.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Kosning oddvita
  2. Kosning varaoddvita
  3. Ráðning skólastjóra
  4. Kosning í nefndir og ráð
  5. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um kjör fulltrúa á landsþing sambandsins
  6. Fjárframlög sveitarfélagsins til stjórnmálasamtaka
  7. Ráðning sveitarstjóra
  8. Ályktun vegna tillagna í umræðuskjali frá Innanríkisráðherra um staðsetningar aðalskrifstofu sýslumanns annarsvegar og hinsvegar lögreglustjóra á Vestjörðum

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  1. Kosning oddvita

    Viðar Guðmundsson leggur fram tillögu um að Jón Gísli Jónsson verði kosinn oddviti nýrrar sveitarstjórnar og er það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

    Jón Gísli tekur nú við fundarstjórn af Haraldi.
     
  2. Kosning varaoddvita

    Jón Gísli leggur til að Ingibjörg Emilsdóttir verði varaoddviti nýrrar sveitarstjórnar og er það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

    Jón Gísli kom því sjónarmiði sínu á framfæri að ný sveitarstjórn myndi vinna saman að málefnum sveitarfélagsins og að ekki yrði um eiginlega meirihluta/minnihluta að ræða heldur að sveitarstjórn leggi áherslu á gott og farsælt samstarf á kjörtímabilinu. Sveitarstjórnarmenn tóku allir undir með Jóni Gísla.
  3. Ráðning skólastjóra

    Jón Gísli og Haraldur lýsa yfir vanhæfi og víkja af fundi. Ingibjörg Emilsdóttir tekur við stjórn fundarins og inn koma varamennirnir Guðrún Elínborg Þorvaldsóttir og Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir.

    Vinnuhópur vegna ráðningar skólastjóra leggur fram tillögu um það að Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir verði ráðin nýr skólastjóri Grunn- og tónskólans  á Hólmavík.  Tillagan er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. 

    Sveitarstjóra er falið að ganga frá ráðningu nýs skólastjóra.

    Guðrún og Sigríður víkja af fundi og Jón Gísli og Haraldur taka sæti sín á ný.  Jón Gísli tekur við fundarstjórn.
  4. Kosning í nefndir og ráð

    Jón Gísli leggur til að sama fyrirkomulag verði haft á formennsku nefnda og áður hefur verið. Hann leggur til að Haraldur stýri Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd, Ingibjörg Emilsdóttir stýri Velferðarnefnd, Jón Gísli stýri Umhverfis- og skipulagsnefnd, Viðar stýri Fræðslunefnd og Ingibjörg Benediktsdóttir stýri Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd.

    Ingibjörg Benediktsdóttir leggur fram ósk um að fá að stýra annaðhvort Atvinnu,-dreifbýlis- og hafnarnefnd eða fræðslunefnd vegna sérstaks áhuga á þeim málefnum.

    Tillaga Jóns Gísla er borin undir atkvæði. Tillaga er samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu.

    Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd eru eftirtaldir skipaðir:
    Jóhann Lárus Jónsson – aðalmaður J
    Bryndís Sveinsdóttir – aðalmaður J
    Guðrún E. Þorvaldsdóttir – aðalmaður J
    Haraldur V. A. Jónsson - aðalmaður F
    Hlynur Þór Ragnarsson - aðalmaður E
    Matthías Lýðsson – varamaður J
    Barbara Ósk Guðbjartsdóttir - varamaður J
    Þorsteinn Paul Newton - varamaður J
    Jón Stefánsson - varamaður F
    Marta Sigvaldadóttir - varamaður E

    Velferðarnefnd:
    Ingibjörg Emilsdóttir – aðalmaður J
    Unnsteinn Árnason – aðalmaður J
    Hlíf Hrólfsdóttir – varamaður F
    Þröstur Áskelsson – varamaður E
    Umhverfis- og skipulagsnefnd:
    Jón Gísli Jónsson – aðalmaður J
    Hafdís Sturlaugsdóttir – aðalmaður J

    Ingimundur Jóhannsson – aðalmaður J
    Már Ólafsson – aðalmaður F
    Jóhann Björn Arngrímsson – aðalmaður E
    Valgeir Örn Kristjánsson – varamaður J
    Hrafnhildur Þorsteinsdóttir – varmaður J

    Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir – varamaður J
    Hlíf Hrólfsdóttir – varamaður F
    Eiríkur Valdimarsson – varamaður E

    Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd:
    Ásta Þórisdóttir – aðalmaður J
    Salbjörg Engilbertsdóttir – aðalmaður J
    Júlíus Jónsson – aðalmaður J
    Júlíana Ágústsdóttir – aðalmaður F
    Ingibjörg Benediktsdóttir – aðalmaður E
    Jóhanna Hreinsdóttir – varamaður J
    Lýður Jónsson – varamaður J
    Jón E. Alfreðsson – varamaður J
    Gunnar Daðason – varamaður F
    Jóhanna Rósmundsdóttir – varamaður E

    Fræðslunefnd:
    Viðar Guðmundsson – aðalmaður J
    Ingibjörg Sigurðardóttir  - aðalmaður J
    Sólrún Jónsdóttir – aðalmaður J
    Sigríður Jónsdóttir – aðalmaður F
    Vignir Örn Pálsson – aðalmaður E
    Sigurður Marínó Þorvaldsson – varamaður J
    Ester Sigfúsdóttir – varamaður J
    Guðjón Sigurgeirsson – varamaður J
    Karl V. Jónsson – varamaður F
    Andrea Vigfúsdóttir – varmaður E

    Kjörstjórn:
    Oddviti leggur fram tillögu um nýja kjörstjórn.

    Guðmundur Björgvin Magnússon - aðalmaður
    Bryndís Sigurðardóttir - aðalmaður
    Viktoría Rán Ólafsdóttir – aðalmaður

    Þorsteinn Sigfússon – varamaður
    Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir - varamaður
    Birna Richardsdóttir – varamaður

    Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
  5. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um kjör fulltrúa á landsþing sambandsins

    Lagt er til að Jón Gisli Jónsson verði aðalmaður og Ingibjörg Emilsdóttir verði varamaður og er það samþykkt samhljóða.
  6. Fjárframlög sveitarfélagsins til stjórnmálasamtaka

    Lagt er til að fjárframlög sveitarfélagsins til stjórnmálasamtaka verði á árinu 2014 250 þúsund krónur og er það samþykkt samhljóða.

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2014 vegna fjárframlaga sveitarfélagsins til stjórnmálasamtaka.  Aukaframlagið, 250 þúsund krónur, verður fengið af eigin fé sveitarfélagsins.

    Sveitarstjóra er falið að koma með tillögu að reglum um skiptingu fjárframlaga fyrir næsta sveitarstjórnarfund.
  7. Ráðning sveitarstjóra

    Ingibjörg Emilsdóttir tekur við ritun fundargerðar.
    Andrea víkur af fundi.

    Jón Gísli leggur til að gengið verði til samninga við Andreu K. Jónsdóttur. Tillagan er samþykkt samhljóða. Jóni Gísla er falið að ganga frá samningi við Andreu.

    Andrea kemur aftur inná fundinn og tekur við ritun fundargerðar.

Ályktun vegna tillagna í umræðuskjali frá Innanríkisráðherra um staðsetningar aðalskrifstofu sýslumanns annarsvegar og hinsvegar lögreglustjóra á Vestjörðum.

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir eftirfarandi ályktun:

Í umræðuskjölum Innanríkisráðuneytis eru eftirfarandi sjónarmið sett fram:
-        Að ný umdæmamörk taki mið af samstarfi sveitarfélaga í landshlutasamtökum.
-        Að sem minnst röskun verði á skipulagi og starfsemi nýrra sýslumannsembætta.
-        Að tryggð verði áframhaldandi öflug þjónusta í hverju umdæmi um sig, allt eftir aðstæðum. Það verði gert með því að tryggja að starfsemi verði áfram þar sem hún er fyrir í dag, þó að breytingar kunni að eiga sér stað á henni.
-        Að aðalskrifstofa sýslumannsembættis verði í öðru bæjarfélagi en aðalstöð lögregluembættis. Þannig meigi komast hjá röskun í byggðalegu tilliti.

Sveitarstjórn Strandabyggðar tekur mið af þessum sjónarmiðum í umfjöllun sinni vegna tillagna sem komnar eru fram um staðsetningar aðalstöðva sýslumanns og lögreglustjóra á Vestfjörðum. Í umræðuskjölum sem Innanríkisráðherra hefur lagt fram er gert ráð fyrir því að aðalskrifstofa sýslumanns sé í Bolungarvík en lögreglustjóri verði áfram á Ísafirði. Eftirfarandi sjónarmið lýsa afstöðu sveitarstjórnarmanna í Strandabyggð:
Öll sveitarfélögin á Vestfjörðum eru aðilar að Fjórðungssambandi Vestfjarða. Svæðið er stórt og vegalengdir miklar og því mikilvægt að huga að því að íbúar þess sem víðast að hafi gott og sanngjarnt aðgengi að þjónustunni. Óheppilegt væri stór hluti íbúanna þyrfti að fara tæplega 500 km leið (um 6 klst. akstur) til að sækja viðeigandi þjónustu stóran hluta úr ári. Sveitarstjórn Strandabyggðar vill benda á þann augljósa og góða valkost sem Hólmavík er með tilliti til staðsetningar og greiðra samgangna. Innan við þriggja klukkustunda akstur er til helstu svæða á Vestfjörðum frá Hólmavík og eru flestar leiðir færar jafnt sumar sem vetur. Samgöngur við höfuðborgarsvæðið eru jafnframt ávallt greiðar.

  • Á Hólmavík er starfandi sýslumaður og húsnæði til staðar. Með brotthvarfi sýslumanns verður óhjákvæmilega einhver röskun á starfssemi, hver sem staðsetningin er. Svæðið hér er fámennara og teljum við aukna hættu á að innan einhverra ára myndi þjónustustöð sýslumanns verða aflögð hér hverfi embætti sýslumanns á brott, er þá horft til þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað víða um land utan þéttbýlustu svæðanna.
  • Að mati sveitarstjórnar Strandabyggðar er mun heppilegra og líklegra til stöðugleika að sýslumaður hafi aðsetur á Hólmavík en ekki í Bolungarvík. Svæðið fyrir norðan er mun fjölmennara og tækifæri fleiri en hér. Líkurnar á því að þar muni ávallt vera starfrækt góð og öflug þjónustustöð eru mun meiri en hér.
  • Þótt vissulega séu Ísafjarðarbær og Bolungarvíkurkaupstaður hvort sitt sveitarfélagið þá liggja þau saman og einungis um 13 kílómetrar á milli embættanna og má líta svo á að þetta sé sama svæðið. Að því leitinu telur sveitarstjórn Strandabyggðar það óeðlilegt að bæði lögreglustjóri og aðalstöðvar sýslumanns veljist á þessa tvo staði. 

Þegar hugað er að eflingu svæðisins í heild, Vestfjarða, þá er mikilvægt að hlúa að fleiri svæðum en því þéttbýlasta sem er í kringum Ísafjarðarbæ og Bolungarvík. Hlúa þarf sérstaklega að minni byggðarkjörnum sem og byggðakjörnum sem hafa um langan veg að fara til að sækja alla helstu þjónustu.

 

Það er ekki alltaf stærðin og fjöldinn sem skiptir máli, aðrir þættir eins og byggðasjónarmið, færð, vegalengdir og samgöngur þegar kemur að vali á staðsetningu opinberrar þjónustu. Þor til að taka afstöðu með minni og fámennari sveitarfélögum sem þó hafa sýnt að þar býr kraftur og elja skiptir oft sköpum um það hvort byggð vaxi og dafni eða lognast útaf og deyr.

 

Um leið og við þökkum fyrir það tækifæri að fá að koma sjónarmiðum okkar að þá er það von okkar sveitarstjórnarmanna í  Strandabyggð að þær breytingar sem nú er farið í verði farsælar og  landinu öllu til góða.

 

Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 17:55

Haraldur V. A. Jónsson                          
Jón Gísli Jónsson                                                           

Viðar Guðmundsson                                             
Ingibjörg Benediktsdóttir

Ingibjörg Emilsdóttir

                                                                                                                  

 

24. júní 2014
Andrea Kristín Jónsdóttir
sveitarstjóri Strandabyggðar

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón