A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1226 - 19. ágúst 2014

Fundur nr.  1226 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 19. ágúst  2014 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Haraldur V. A. Jónsson, Viðar Guðmundsson, Ingibjörg Emilsdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir. Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. 

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Erindi frá Heilbrigðisnefnd Vestfjarða, samykkt um umgengni og þrifnað utanhúss, síðari umræða.
  2. Kynningarbréf frá Officium, aðgerðir og úrlausnir varðandi vinnustaðaeinelti, dagsett 05/06/2014
  3. Bréf frá Rögnu Þóru Karlsdóttur, áskorun til að stemma stigu við offjölgun lúpínu í Borgunum ofan Hólmavíkur, dagsett 06/08/2014
  4. Styrkbeiðni frá Stelpur Rokka, dagsett 07/08/2014
  5. Bréf frá Jafnréttisstofu: Skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum nr. 10/2008, dagsett 14/08/2014
  6. Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfjarðar 15/07/2014
  7. Fundargerð stjórnar Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps, 13/08/2014
  8. Fundarboð vegna árlegs samráðsfundar aðildasveitarfélaga NAVE 2014
  9. Fundargerð 90. fundar NAVE, 17/07/2014
  10. Fundargerð 91. fundar NAVE, 23/07/2014
  11. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar, 18/08/2014

 

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  1. Erindi frá Heilbrigðisnefnd Vestfjarða, samykkt um umgengni og þrifnað utanhúss, síðari umræða.

    Sveitarstjórn samþykkir við síðari umræðu erindi Heilbrigðisnefndar Vestfjarða um samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss.

  2. Kynningarbréf frá Officium, aðgerðir og úrlausnir varðandi vinnustaðaeinelti, dagsett 05/06/2014

    Bréf frá Officium lagt fram til kynningar.

  3. Bréf frá Rögnu Þóru Karlsdóttur, áskorun til að stemma stigu við offjölgun lúpínu í Borgunum ofan Hólmavíkur, dagsett 06/08/2014

    Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til Umhverfis- og skipulagsnefndar til umfjöllunar og óskar eftir tillögum um aðgerðir.

  4. Styrkbeiðni frá Stelpur Rokka, dagsett 07/08/2014

    Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu að veita  40.000 kr. styrk til námskeiðsins Stelpur Rokka að því tilskyldu að námskeiðið verði haldið á Hólmavík fyrir lok ársins 2014. Viðar Guðmundsson greiddi atkvæði á móti.

  5. Bréf frá Jafnréttisstofu: Skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum nr. 10/2008, dagsett 14/08/2014

    Bréf frá Jafnréttisstofu lagt fram til kynningar.

  6. Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfjarðar 15/07/2014

    Fundargerð lögð fram til kynningar.

  7. Fundargerð stjórnar Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps, 13/08/2014

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykktir fundargerð Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.

  8. Fundarboð vegna árlegs samráðsfundar aðildasveitarfélaga NAVE 2014

    Sveitarstjórn samþykkir að senda sveitarstjóra á samráðsfund aðildarfélaga NAVE 2014.

  9. Fundargerð 90. fundar NAVE, 17/07/2014

    Fundargerð lögð fram til kynningar.

  10. Fundargerð 91. fundar NAVE, 23/07/2014

    Fundargerð lög fram til kynningar.

  11. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar, 18/08/2014

    Varðandi lið eitt samþykkir sveitarstjórn að deiliskipulagstillaga verði auglýst og send til lögbundinnar umsagnaraðila.

    Varðandi lið tvö samþykkir sveitarstjórn stofnun lóðanna Háa-Bakka 1 og Lyngbrekku út úr lóðinni Hái-Bakki.

    Varðandi lið þrjú samþykkir sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi vegna sjóvarna og Vegagerðinni heimiluð efnistaka.

    Sveitarstjórn samþykkir fundargerð að öðru leiti í heild sinni.

 

Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 17:47

 

Jón Gísli Jónsson

Haraldur V. A. Jónsson                          

Ingibjörg Benediktsdóttir

Ingibjörg Emilsdóttir

Viðar Guðmundsson                                             

                                                                                                                  

 

19. ágúsí 2014
Andrea Kristín Jónsdóttir
sveitarstjóri Strandabyggðar

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón