A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1231 - 10. febrúar 2015

Fundur nr.  1231 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 10. febrúar 2015 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Haraldur V. A. Jónsson(F) og Ingibjörg Emilsdóttir (J). Ingibjörg Benediktsdóttir (E) og Viðar Guðmundsson (J) boðuðu forföll og sátu fundinn Jóhann Björn Arngrímsson (E) og Jóhann L. Jónsson (J) í þeirra stað. Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. 

 

 

Fundardagskrá er þá svohljóðandi:

 

  1. Erindi frá Viðari Guðmundssyni, ósk um ársleyfi frá störfum fyrir sveitarstjórn og fræðslunefnd, dagsett 6/2/2015
  2. Skipan í nefndir
  3. Erindi frá Ljósmál ehf. Vegna heimildarmyndar um sögu vita á Íslandi, dagsett 27/01/2015
  4. Erindi frá leikskólanum Lækjarbrekku; Málörvunar- og læsis stefna leikskóla í Húnavatnssýslum og Strandabyggð, dagsett 26/01/2015
  5. Erindi frá sveitarstjóra, varðar flutning bankaviðskipta, dagsett 5/2/2015
  6. Erindi frá tómstundafulltrúa vegna Turtle Festival, dagsett 6/2/2015
  7. Erindi frá Óbyggðanefnd lagt fram til kynningar, dagsett 26/1/2015
  8. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, Framkvæmdaáætlun umhverfisvottunar 2015 – 2016 lögð fram til samþykktar, dagsett 17/12/2014
  9. Fundargerð 93. Fundar stjórnar NAVE frá 20/01/2015
  10. Fundargerð Ungmennaráðs Strandabyggðar frá 15/02/2015
  11. Fundargerð Velferðarnefndar frá 28/1/2015
  12. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 05/02/2015
  13. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 9/2/2015

 


Ingibjörg gerir athugasemd við dagsetningu í fundardagskrá, lið 10 en dagsetningin á að vera 15/1/2015. Það leiðréttist hér með.

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  1. Erindi frá Viðari Guðmundssyni, ósk um ársleyfi frá störfum fyrir sveitarstjórn og fræðslunefnd, dagsett 6/2/2015

    Sveitarstjórn samþykkir erindi Viðars samhljóða.
    Ásta Þórisdóttir tekur sæti  Viðars í sveitarstjórn í fjarveru hans.
  2. Skipan í nefndir

    Ingibjörg  Emilsdóttir er skipuð formaður fræðslunefndar í stað Viðars Guðmundssonar og Ásta Þórisdóttir er skipuð  formaður Velferðarnefndar í stað Ingibjargar Emilsdóttur.

    Andrea Marta Vigfúsdóttir segir af sér sem varamaður í Fræðslunefnd Strandabyggðar sökum heimilisbreytinga. Í hennar stað er Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir  skipuð sem varamaður í Fræðslunefnd.

    Gunnar Trausti Daðason sig frá nefndarstörfum fyrri Strandabyggð sökum heimilisbreytinga en hann var varamaður í Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd. Í hans stað er Ragnheiður Ingimundardóttur  skipuð sem varamaður í Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd.

    Sverrir Guðmundsson er skipaður aðalmaður í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd í stað Hlyns Þórs Ragnarssonar sem er brottfluttur.
  3. Erindi frá Ljósmál ehf. Vegna heimildarmyndar um sögu vita á Íslandi, dagsett 27/01/2015

    Sveitarstjórn hafnar erindinu.
  4. Erindi frá leikskólanum Lækjarbrekku; Málörvunar- og læsis stefna leikskóla í Húnavatnssýslum og Strandabyggð, dagsett 26/01/2015

    Sveitarstjórn  samþykkir að fresta erindinu þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.
  5. Erindi frá sveitarstjóra, varðar flutning bankaviðskipta, dagsett 5/2/2015

    Sveitarstjórn  samþykkir erindið samhljóða.
  6. Erindi frá tómstundafulltrúa vegna Turtle Festival, dagsett 6/2/2015

    Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að útfæra samninga vegna verkefnisins.
  7. Erindi frá Óbyggðanefnd lagt fram til kynningar, dagsett 26/1/2015

    Erindi lagt fram til kynningar.
  8. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, Framkvæmdaáætlun umhverfisvottunar 2015
    – 2016 lögð fram til samþykktar, dagsett 17/12/2014

    Sveitarstjórn samþykkir framkvæmdaáætlun umhverfisvottunar 2015 - 2016
  9. Fundargerð 93. Fundar stjórnar NAVE frá 20/01/2015

    Fundargerð 93. Fundar stjórnar NAVE lögð fram til kynningar.
  10. Fundargerð Ungmennaráðs Strandabyggðar frá 15/01/2015

    Fundargerð Ungmennaráðs Strandabyggðar  lögð fram til samþykktar.

    Sveitarstjórn gerir athugasemd við lið 8e en ekki hafa verið gerð formleg vinarbæjatengsl milli Strandabyggðar og San Sebastian.

    Fundargerð samþykkt að öðru leiti.
  11. Fundargerð Velferðarnefndar frá 28/1/2015

    Fundargerð Velferðarnefndar lög fram til samþykktar.

    Fundargerð samþykkt samhljóða.
  12. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 05/02/2015

    Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar samþykkt samhljóða.
  13. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 9/2/2015

    Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkt samhljóða.

 

Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 18:08

 

Jón Gísli Jónsson

Haraldur V. A. Jónsson                          

Jóhann Björn Arngrímsson

Ingibjörg Emilsdóttir

Jóhann Lárus Jónsson                           

                                                                                                                  

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón