A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1233 - 14. apríl 2015

 

 

Fundur nr.  1233 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 14. apríl 2015 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn Ásta Þórisdóttir (J), Haraldur V. A. Jónsson (F), Ingibjörg Benediktsdóttir (E) og Ingibjörg Emilsdóttir (J).  Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. 

 

Jón Gísli leitaði afbrigða við fundardagskrá og óskaði eftir því að undir lið 10 yrði tekin fyrir fundargerð fræðslunefndar frá 25/03/2015 og var það samþykkt af fundarmönnum.

 

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Undirbúningur lántöku vegna gatnaframkvæmda á Hólmavík
  2. Erindi frá Geislanum varðandi samnýtingu starfsmanns til íþróttakennslu við grunnskólann og þjálfunar fyrir Geislann, dagsett 20150409
  3. Erindi frá sveitarstjóra varðandi uppfærslu á Hólmavíkurkorti og upplýsingaskilti, dagsett 10/04/2015
  4. Erindi frá tómsundafulltrúa vegna breytinga á tilhögun vinnuskóla, dagsett 10/04/2015
  5. Lokaskýrsla vinnuhóps um samfelldan dag barnsins, dagsett 13/04/2015
  6. Vestfjarðavíkingurinn 2015 – styrkbeiðni, dagsett 20/03/2015
  7. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar frá 08/04/2015
  8. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 30/03/2015
  9. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 13/04/2015
  10. Fundargerð Fræðslunefndar frá 25/03/2015

 


Þá var gengið til dagskrár.

 

  1. Undirbúningur lántöku vegna gatnaframkvæmda á Hólmavík

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi:
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði Sveitarfélaga að fjárhæð allt að 80.000.000 kr. Jafnframt er Andreu Kristínu Jónsdóttur, sveitarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Strandabyggðar að undirrita öll lánaskjöl við Lánasjóð Sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
  2. Erindi frá Geislanum varðandi samnýtingu starfsmanns til íþróttakennslu við grunnskólann og þjálfunar fyrir Geislann, dagsett 20150409

    Sveitarstjórn felur skólastjóra Grunn- og tónskólans á Hólmavík að vinna málið áfram í samráði við Geislann og HSS. 
    Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
  3. Erindi frá sveitarstjóra varðandi uppfærslu á Hólmavíkurkorti og upplýsingaskilti, dagsett 10/04/2015

    Sveitarstjórn samþykkir að veita fjármuni til þess að uppfæra Hólmavíkurkort og upplýsingaskilti.

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2015 til að standa straum af kostnaði við uppfærslu á Hólmavíkurkorti og upplýsingaskilti  að fjárhæð 250.000 kr. og að fjármunir verði teknir af eigin fé sveitarfélagsins.

    Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
  4. Erindi frá tómstundafulltrúa vegna breytinga á tilhögun vinnuskóla, dagsett 10/04/2015

    Sveitarstjórn samþykkir  með öllum greiddum atkvæðum framlagðar tillögur að breytingum á tilhögun vinnuskóla Strandabyggðar miðað við fyrirliggjandi gögn.
  5. Lokaskýrsla vinnuhóps um samfelldan dag barnsins, dagsett 13/04/2015

    Skýrslan lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn vísar nú skýrslunni til áframhaldandi umfjöllunar hjá skólastjóra Grunn- og tónskólans á Hólmavík og fræðslustjóra Strandabyggðar.
  6. Vestfjarðavíkingurinn 2015 – styrkbeiðni, dagsett 20/03/2015

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að veita 70.000 kr. styrk til Vestfjarðarvíkingsins 2015 auk létts hádegisverðar.
  7. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar frá 08/04/2015

    Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar lögð fram til samþykktar. Varðandi lið 2 þá óskar sveitarstjórn eftir því að formaður Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar ásamt hafnarverði upplýsi Samgöngustofu um málið og leiti leiða til úrbóta.
    Fundargerð ADH nefndar samþykkt samhljóða.
  8. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 30/03/2015

    Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar lögð fram til samþykktar.
    Varðandi lið 1b þá samþykkir sveitarstjórn að sett verði á fót nefnd og að Jón Gísli verði fulltrúi sveitarstjórnar og að Geislinn og HSS leggi til hvor sinn fulltrúa. Auk þess verði tómstundafulltrúi í nefndinni.
    Varðandi lið 3 þá leggur sveitarstjórn til að 13. maí verði haldinn kynningarfundur um innleiðingarferli Barnasáttmálans með UNICEF.
    Varðandi lið 4 þá leggur sveitarstjórn til að formaður TÍM nefndar geri drög að reglum um styrktar- og samstarfssamninga.
    Sveitarstjórn samþykkir  fundargerð TÍM nefndar að öðru leyti með öllum greiddum atkvæðum.
  9. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 13/04/2015

    Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
  10. Fundargerð Fræðslunefndar frá 25/03/2015

    Fundargerð fræðslunefndar lögð fram til samþykktar.
    Varðandi lið 3 þá tekur sveitarstjórn jákvætt í erindið en bíður með frekari ákvörðun um styrk þar til liggur fyrir hvort og þá hver styrkur úr Sprotasjóði verður.
    Varðandi lið 8 a, b, og  c þá leggur sveitarstjórn til að leikskólastjóri í samráði við formann fræðslunefndar skoði málið frekar og undirbúi drög að reglum þar um.
    Fundargerð Fræðslunefndar að öðru leyti samþykkt samhljóða.

 

 

Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 18:32

 

Ásta Þórisdóttir

Haraldur V. A. Jónsson

Ingibjörg Benediktsdóttir

Ingibjörg Emilsdóttir

Jón Gísli Jónsson

                                                                                                                  

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón