Sveitarstjórn Strandabyggðar 1237 - 7. júlí 2015
Fundur nr. 1237 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 7. júlí 2015 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn Ásta Þórisdóttir (J), Haraldur V. A. Jónsson (F), Ingibjörg Benediktsdóttir (E) og Ingibjörg Emilsdóttir (J). Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Frá Félagi Vestfirskra listamanna, kynning og tillaga af listamannaþingi sem haldið var 16/05/2015
- Erindi frá Húnaþingi Vestra vegna uppgjörs varðandi Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, dagsett 24/06/2015
- Svar frá Lögreglustjóranum á Vestfjörðum vegna ályktunar frá sveitarstjórn Strandabyggðar varðandi málefni lögreglu á svæðinu, dagsett 26/06/2015
- Bréf frá Byggðastofnun vegna umsóknar í verkefninu „Brothættar byggðir“, dagsett 26/06/2015
- Minnisblað frá Siglingasviði Vegagerðarinnar varðandi breytingar á framkvæmdum í Hólmavíkurhöfn, dagsett 17/04/2015
- Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 12/06/2015
- Afgreiðsla á liðum 1 og 2 úr fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 13/05/2015 sem frestað var á fundi sveitarstjórnar 19/05/2015
- Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 06/07/2015
- Fundargerð Fræðslunefndar frá 06/07/2015
Þá var gengið til dagskrár.
- Frá Félagi Vestfirskra listamanna, kynning og tillaga af listamannaþingi sem haldið var 16/05/2015
Sveitarstjórn þakkar fyrir bréf og tillögu frá Félagi vestfirskra listamanna. Sveitarstjórn vísar tillögunni til Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar til frekari umfjöllunar. - Erindi frá Húnaþingi Vestra vegna uppgjörs varðandi Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, dagsett 24/06/2015
Sveitarstjórn samþykkir uppgjör við Húnaþing Vestra vegna Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna en hlutur Strandabyggðar er 437.884 kr.
Sveitarstjórn gerir viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna þessa uppgjörs og leggur til að fjárhæðin verði fengin af eigin fé sveitasjóðs. - Svar frá Lögreglustjóranum á Vestfjörðum vegna ályktunar frá sveitarstjórn Strandabyggðar varðandi málefni lögreglu á svæðinu, dagsett 26/06/2015
Sveitarstjórn þakkar Lögreglustjóranum á Vestfjörðum fyrir greinargóð svör en ítrekar óskir um fjölgun lögreglumanna á svæðinu.
Sveitarstjórn tekur undir tillögu lögreglustjórans um að koma á samstarfsnefnd um lögreglumál á svæðinu og felur sveitarstjóra að vera í sambandi við Lögreglustjóra Vestfjarða vegna undirbúnings slíkrar nefndar. - Bréf frá Byggðastofnun vegna umsóknar í verkefninu „Brothættar byggðir“, dagsett 26/06/2015
Í bréfi Byggðastofnunar kemur fram að Strandabyggð komst ekki að í verkefni Byggðastofnunar um Brothættar byggðir, en einungis voru þrjú sveitarfélög tekin inn að þessu sinni. Sveitarstjórn harmar að ekki hafi verið veitt nægjanlegt fé í verkefnið Brothættar byggðir og því ekki hægt að taka fleiri sveitarfélög inn í verkefnið að sinni. - Minnisblað frá Siglingasviði Vegagerðarinnar varðandi breytingar á framkvæmdum í Hólmavíkurhöfn, dagsett 17/04/2015
Sveitarstjórn samþykkir að falla frá því að settur verði fljótandi öldubrjótur út frá Austurgarði í Hólmavíkurhöfn en í þess stað verði farið í framkvæmd við lengingu grjótgarðs. Til að mæta auknum kostnaði við framkvæmdina gerir sveitarstjórn viðauka við fjárhagsáætlun 2015 á þá leið að hætt verði við eftirtaldar framkvæmdir og fé flutt til vegna aukins kostnaðar við verkefnið, en hlutur Strandabyggðar í verkinu er 7,3 milljónir:
- Gangstéttir við Hafnarbraut 19 og Þróunarsetur, alls 2 milljónir
- Ljósritunarvél og prentara á skrifstofu sveitarfélagsins, alls 850 þúsund
- Málun á gluggum í Þróunarsetri, alls 400 þúsund
- Glerveggur á fyrstu hæð Þróunarseturs – Hnyðju, alls 2 milljónir
- Öldubrjótur í höfn, alls 1,5 milljón
- Réttir, nýbygging - framlag lækkað um 550 þúsund - Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 12/06/2015
Fundargerð lögð fram til kynningar. - Afgreiðsla á liðum 1 og 2 úr fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 13/05/2015 sem frestað var á fundi sveitarstjórnar 19/05/2015
Varðandi lið 1 – Aðalskipulag:
Sveitarstjórn samþykkir breytingu á aðalskipulagi, samkvæmt uppdrætti Landmótunar ehf. dagsettum 16. apríl 2015.
Sveitarstjórn telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem notkunarflokkur breytist úr svæði fyrir þjónustustofnanir í svæði fyrir verslunar- og þjónustusvæði, breytingin hefur engin áhrif á núverandi starfsemi á svæði og landsvæðið sem skipulagsbreytingin nær yfir er lítið.
Varðandi lið 2 – Deiliskipulag:
Sveitarstjórn samþykkir nýtt deiliskipulag íþrótta- og þjónustusvæðis við Jakobínutún, dagsett í apríl 2015. Fornminjaskoðun hefur farið fram á skipulagssvæðinu og fundust þar engar fornminjar.
- Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 06/07/2015
Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar lögð fram til samþykktar og er hún samþykkt samhljóða. - Fundargerð Fræðslunefndar frá 06/07/2015
Fundargerð Fræðslunefndar lögð fram til samþykktar og er hún samþykkt samhljóða.
Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 17:44
Ásta Þórisdóttir
Haraldur V. A. Jónsson
Ingibjörg Benediktsdóttir
Ingibjörg Emilsdóttir
Jón Gísli Jónsson