Sveitarstjórn Strandabyggðar 1239 - 15. september 2015
Fundur nr. 1239 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 15. september 2015 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn Ásta Þórisdóttir (J) og Ingibjörg Emilsdóttir (J). Ingibjörg Benediktsdóttir (E) boðaði forföll en Vignir Örn Pálsson (E) kemur í hennar stað. Haraldur V. A. Jónsson (F) boðaði einnig forföll en Sigríður G. Jónsdóttir (F) kemur í hans stað. Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð.
Fundardagskrá er því svohljóðandi:
- Erindi frá Björgunarsveitinni Dagrenningu, beiðni um styrk vegna bifreiðakaupa, dagsett 03/08/2015
- Tvö erindi varðandi móttöku flóttafólks:
Bréf frá Velferðarráðuneytinu varðandi móttöku flóttafólks og sveitarfélög, dagsett 1/9/2015
Bréf frá Andreu Vigfúsdóttur varðandi mögulega móttöku flóttamanna, dagsett 26/08/2015 - Bréf frá Sif Huld Albertsdóttur varðandi fjárhagsáætlanagerð BsVest, dagsett 8/9/2015
- Drög að verkefnistillögu og kostnaðaráætlun frá Alta vegna samsvæðisskipulags, send 27/8/2015
- Tilkynning um fyrirhugaða tímabundna skerðingu á jafnorku til húshitunar, bréf frá Landsvirkjun til Orkubús Vestfjarða, dagsett 1/9/2015
- Breytingar á nefndarskipan í Strandabyggð
- Fundargerð aðalfundar Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps frá 3/9/2015
- Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 10/9/2015
- Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 14/9/2015
Þá var gengið til dagskrár.
- Erindi frá Björgunarsveitinni Dagrenningu, beiðni um styrk vegna bifreiðakaupa, dagsett 03/08/2015
Sveitarstjórn samþykkir að veita Björgunarsveitinni Dagrenningu styrk fyrir bifreiðakaupum upp á 250.000 kr. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. - Tvö erindi varðandi móttöku flóttafólks:
Bréf frá Velferðarráðuneytinu varðandi móttöku flóttafólks og sveitarfélög, dagsett 1/9/2015
Bréf frá Andreu Vigfúsdóttur varðandi mögulega móttöku flóttamanna, dagsett 26/08/2015
Sveitarstjórn Strandabyggðar lýsir yfir áhuga um að standa að móttöku flóttafólks í sveitarfélaginu. Samþykkt er að veita sveitarstjóra umboð til að hefja viðræður við velferðaráðuneytið varðandi móttöku flóttafólks í Strandabyggð.
Sveitarstjórn þakkar Andreu Vigfúsdóttur fyrir innsent erindi. - Bréf frá Sif Huld Albertsdóttur varðandi fjárhagsáætlanagerð BsVest, dagsett 8/9/2015
Sveitarstjórn Strandabyggðar lýsir yfir verulegum áhyggjum af stöðu málefna fatlaðra á Vestfjörðum. Ljóst er að við yfirfærslu málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga fylgdi á engan hátt nægilegt fjármagn til verkefnisins. Þrátt fyrir að ráðherra og þingmenn hafi sýnt málefninu skilning þá hafa engar úrbætur orðið enn sem komið er. Sveitarstjórn Strandabyggðar skorar á ráðamenn að bregðast hratt og örugglega við og veita nauðsynlega fjármuni í málaflokkinn svo að sveitarfélögin geti sinnt lögbundnum skyldum sínum. - Drög að verkefnistillögu og kostnaðaráætlun frá Alta vegna samsvæðisskipulags, send 27/8/2015
Drög að verkefnistillögu og kostnaðartillögu Alta lögð fram til kynningar. - Tilkynning um fyrirhugaða tímabundna skerðingu á jafnorku til húshitunar, bréf frá Landsvirkjun til Orkubús Vestfjarða, dagsett 1/9/2015
Bréf frá Landsvirkjun til Orkubús Vestfjarða vegna skerðingar á jafnorku til húshitunar var lagt fram til kynningar. - Breytingar á nefndarskipan í Strandabyggð
Ingibjörg Benediktsdóttir tekur við formennsku í Fræðslunefnd
Ingibjörg Emilsdóttir tekur við formennsku í Velferðarnefnd
Ásta Þórisdóttir tekur við formennsku Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar - Fundargerð aðalfundar Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps frá 3/9/2015
Fundargerð samþykkt samhljóða. - Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 10/9/2015
Fundargerð samþykkt samhljóða. - Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 14/9/2015
Fundargerð samþykkt samhljóða.
Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 18:04
Ásta Þórisdóttir
Ingibjörg Emilsdóttir
Jón Gísli Jónsson
Sigríður G. Jónsdóttir
Vignir Örn Pálsson