Sveitarstjórn Strandabyggðar 1242 - 24. nóvember 2015
Fundur nr. 1242 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 24. nóvember 2015 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn Ásta Þórisdóttir (J) og Ingibjörg Emilsdóttir (J), Ingibjörg Benediktsdóttir (E) og Haraldur V. A. Jónsson (F). Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð.
Jón Gísli leitar afbrigða við boðaða dagskrá og óskar efir því að undir lið 12 verði fjallað um drög að gjaldskrá vegna skipulagsbreytinga í Strandabyggð. Í útsendum gögnum var þetta blað merkt nr. 4. Var það samþykkt samhljóða.
Fundardagskrá er því svohljóðandi:
- Fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir árið 2016, síðari umræða
- Þriggja ára áætlun Strandabyggðar fyrir árin 2017 – 2019, síðari umræða
- Útsvarshlutfall í Strandabyggð árið 2016
- Breytingar á gjaldskrám sveitarfélagsins vegna ársins 2016
- Reglur um styrki hjá Strandabyggð
- Reglur um styrki til félagasamtaka vegna fasteignagjalda
- Reglur um námsleyfi starfsmanna
- Afgreiðsla viðauka vegna fjárhagsáætlunar 2015
- Rekstraráætlun Sorpsamlags Strandasýslu fyrir 2016
- Fundargerð NAVE frá 4/11/2015
- Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 12/11/2015
- Drög að gjaldskrá vegna skipulagsbreytinga í Strandabyggð
Þá var gengið til dagskrár.
- Fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir árið 2016, síðari umræða
Rekstrarniðurstaða A – hluta sjóðs er áætluð um kr. 15,5 milljónir.
Samalögð rekstrarniðurstaða úr A og B hluta sjóðum sveitarfélagsins er áætluð jákvæð um kr. 28 milljónir.
Áætlaðar fjárfestingar vegna framkvæmda árið 2016 hljóða upp á 94 milljónir. Helstu verkefni eru lúkning gatnaframkvæmda við Borgabraut, viðbygging leikskóla og viðhald á húsnæði grunnskóla, íþróttamiðstöðvar og félagsheimilis, nýsmíði fjárréttar auk annars. Áætlað er að fjármagna þessar framkvæmdir með láni upp á kr. 90 milljónir auk sölu eigna.
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Strandabyggðar fyrir árið 2016 er samþykkt samhljóða. - Þriggja ára áætlun Strandabyggðar fyrir árin 2017 – 2019, síðari umræða
Þriggja ára áætlun Strandabyggðar fyrir árið 2017 – 2019 lögð fram, rædd og samþykkt samhljóða. - Útsvarshlutfall í Strandabyggð árið 2016
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að útsvarsprósenta Strandabyggðar verði 14,52% árið 2016 - Breytingar á gjaldskrám sveitarfélagsins vegna ársins 2016
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að jafnaði 4,0% hækkun á öllum gjaldskrám sveitarfélagsins sem ekki eru tengdar vísitölu, til að mæta verðlagsþróun.
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir óbreytta fasteignaálagningu. A-gjald í Strandabyggð verður 0,5% af fasteignamati, B-gjald verður 1,32% af fasteignamati og C-gjald verður 1,51% af fasteignamati. Holræsagjald verður 0,25% af fasteignamati og vatnsskattur 0,3% af fasteignamati. Lóðarleiga verður 2,5% af fasteignamati lóðar.
Breytingar á gjaldskrám taka gildi 1. janúar 2016. - Reglur um styrki hjá Strandabyggð
Drög að reglum um styrkveitingar utan styrktarsamninga eru lagðar fyrir fundinn, ræddar og gerð smávægileg breyting undir lið 4. Þar sem áréttað er að viðmiðunarfjárhæð sé 100.000 kr. og undir í þeim lið.
Reglur samþykktar samhljóða. - Reglur um styrki til félagasamtaka vegna fasteignagjalda
Drög að reglum um styrkveitingu til félaga- og félagasamtaka eru lagðar fyrir fundinn. Ákveðið var að taka reglurnar til frekari skoðunar og frestað til næsta fundar. - Reglur um námsleyfi starfsmanna
Sveitarstjóri hefur endurskoðað reglur um launað námsleyfi starfsmanna Strandabyggðar og leggur til að reglurnar standi óbreyttar að undanskildri einni setningu í grein 4) en þar stendur: Sækja þarf um með 3 mánaða fyrirvara. Lagt er til að þessi setning verði felld niður og ekkert komi í hennar stað.
Samþykkt samhljóða - Afgreiðsla viðauka vegna fjárhagsáætlunar 2015
a) - Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 um að falla frá sölu eigna að fjárhæð 8.000.000 sem gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Stefnt er að sölu eignanna á árinu 2016.
b) - Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 þar sem innheimta b-gatnagerðagjalda lækkar úr 15.000.000 í 3.000.000 á árinu 2015. (fasteignaeigendum er boðið að dreifa gjöldunum á 5 ár, þ.e. 20% greiðist við álagningu en rest dreifist á 4 ár þar á eftir)
c) - Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 um að falla frá framlagi upp á 2.950.000 til nýbyggingar réttar. Gert hafði verið ráð fyrir 3.500.000 í réttarbyggingu, áður var búið að lækka fjárhæðina um 550.000 og er nú framlagið tekið út í heild sinni. Gert er ráð fyrir nýbyggingu réttar í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.
d) - Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 um lækkun framlags til nýbyggingar leikskóla um 20.000.000. Ekki verður hafist handa við nýbyggingu leikskóla á árinu 2015 en vinnu við hönnun og teikningar er að ljúka og er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu 2016. - Rekstraráætlun Sorpsamlags Strandasýslu fyrir 2016
Rekstraráætlun Sorpsamlags Strandasýslu lögð fram til kynningar. - Fundargerð NAVE frá 4/11/2015
Fundargerð NAVE lög fram til kynningar. - Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 12/11/2015
Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar lögð fram til samþykktar og samþykkt samhljóða. - Drög að gjaldskrá vegna skipulagsbreytinga í Strandabyggð.
Drögum að gjaldskrá vegna skipulagsbreytinga í Strandabyggð er vísað til síðari umræðu.
Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 17:40
Ásta Þórisdóttir
Ingibjörg Benediktsdóttir
Ingibjörg Emilsdóttir
Haraldur V. A. Jónsson
Jón Gísli Jónsson