Sveitarstjórn Strandabyggðar 1243 - 15. desember 2015
Fundur nr. 1243 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 15. desember 2015 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn Ásta Þórisdóttir (J) og Ingibjörg Emilsdóttir (J), Ingibjörg Benediktsdóttir (E) og Haraldur V. A. Jónsson (F). Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð.
Fundardagskrá er því svohljóðandi:
- Drög að gjaldskrá vegna skipulagsbreytinga í Strandabyggð – síðari umræða
- Reglur um styrkveitingar til félagasamtaka vegna fasteignagjalda
- Erindi frá sveitarstjóra Dalabyggðar varðandi sameiginlegt embætti skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 18/11/2015
- Styrkbeiðni frá Skíðafélagi Strandamanna frá 19/11/2015
- Styrkbeiðni frá Héraðssambandi Strandamanna frá 4/12/2015
- Þinggerð aukaþings Fjórðungsþings Vestfjarða frá 4/11/2015
- Fundargerð stjórnar BsVest frá 17/11/2015
- Fundargerð stjórnar FV frá 12/11/2015
- Fundargerð vinnuhóps vegna svæðisskipulags frá 8/12/2015
- Fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 16/11/2015
Þá var gengið til dagskrár.
- Drög að gjaldskrá vegna skipulagsbreytinga í Strandabyggð – síðari umræða
Drög að gjaldskrá vegna skipulagsbreytinga í Strandabyggð lögð fram til samþykktar. Gerðar voru smávægilegar breytingar og gjaldskrá svo samþykkt samhljóða. - Reglur um styrkveitingar til félagasamtaka vegna fasteignagjalda
Drög að reglum um styrkveitingar til félagasamtaka vegna fasteignagjalda lögð fram til samþykktar. Gerðar voru smávægilegar breytingar og gjaldskrá svo samþykkt samhljóða. - Erindi frá sveitarstjóra Dalabyggðar varðandi sameiginlegt embætti skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 18/11/2015
Erindi frestað þar sem þörf er á frekari upplýsingum áður en ákvörðun er tekin. - Styrkbeiðni frá Skíðafélagi Strandamanna frá 19/11/2015
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir fundi með Skíðafélagi Strandamanna til að fá frekari upplýsingar svo hægt sé að taka ákvörðun. - Styrkbeiðni frá Héraðssambandi Strandamanna frá 4/12/2015
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir fundi með Héraðssambandi Strandamanna til að fá frekari upplýsingar svo hægt sé að taka ákvörðun. - Þinggerð aukaþings Fjórðungsþings Vestfjarða frá 4/11/2015
Þinggerð aukaþings Fjórðungsþings Vestfjarða lögð fram til kynningar. - Fundargerð stjórnar BsVest frá 17/11/2015
Fundargerð stjórnar BsVest lögð fram til kynningar. - Fundargerð stjórnar FV frá 12/11/2015
Fundargerð stjórnar FV lögð fram til kynningar. - Fundargerð vinnuhóps vegna svæðisskipulags frá 8/12/2015
Fundargerð vinnuhóps vegna svæðisskipulags lögð fram til kynningar
Skipaðir fulltrúar í svæðisskipulagsnefnd verða:
Haraldur V. A. Jónsson – aðalmaður
Ingibjörg Emilsdóttir – aðalmaður
Ingibjörg Benediktsdóttir – varamaður
Jón Gísli Jónsson - varamaður
- Fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 16/11/2015
Fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands lögð fram til kynningar.
Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 17:21
Ásta Þórisdóttir
Ingibjörg Benediktsdóttir
Ingibjörg Emilsdóttir
Haraldur V. A. Jónsson
Jón Gísli Jónsson