Sveitarstjórn Strandabyggðar 1251 - 9. ágúst 2016
Fundur nr. 1251 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 9. ágúst 2016 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn Jóhann Lárus Jónsson (J) , Ingibjörg Emilsdóttir(J), Ingibjörg Benediktsdóttir (E) og Haraldur V. A. Jónsson (F). Andrea K. Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð.
Fundardagskrá er því svohljóðandi:
- Boð á haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga 2. og 3. september 2016
- Drög að fjallskilaseðli fyrir 2016 lagður fram
- Erindi frá Súðavíkurhreppi, umsókn um skólavist
- Auglýsing frá Orkusjóði um styrki til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla, 29/6/2016
- Afrit af bréfi frá Páli Arnóri Pálssyni til Skipulagsstofnunar frá 11/7/2016
- Skýrsla forstöðumanna og sveitarstjóra fyrir júní og júlí 2016
- Fundargerð NAVE frá 14/6/2016
- Fundargerð TÍM frá 27/6/2016
- Fundargerð US frá 8/8/2016
Þá var gengið til dagskrár.
- Boð á haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga 2. og 3. september 2016
Allir fimm sveitarstjórnarmenn Strandabyggðar munu sækja haustþingið ásamt sveitarstjóra. - Drög að fjallskilaseðli fyrir 2016 lagður fram
Formanni Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar og sveitarstjóra er falið að fullvinna fjallskilaseðil og verður hann lagður fyrir Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd til samþykktar. - Erindi frá Súðavíkurhreppi, umsókn um skólavist
Erindi samþykkt samhljóða. - Auglýsing frá Orkusjóði um styrki til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla, 29/6/2016
Auglýsing lögð fram til kynningar. - Afrit af bréfi frá Páli Arnóri Pálssyni til Skipulagsstofnunar frá 11/7/2016
Bréf lagt fram til kynningar. - Skýrsla forstöðumanna og sveitarstjóra fyrir júní og júlí 2016
Skýrsla lögð fram til kynningar. - Fundargerð NAVE frá 14/6/2016
Fundargerð lögð fram til kynningar. - Fundargerð TÍM frá 27/6/2016
Fundargerð lögð fram til samþykktar og samþykkt samhljóða. - Fundargerð US frá 8/8/2016
Fundargerð lögð fram til samþykktar og samþykkt samhljóða.
Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 17:14
Ingibjörg Benediktsdóttir
Ingibjörg Emilsdóttir
Haraldur V. A. Jónsson
Jóhann Lárus Jónsson
Jón Gísli Jónsson