Sveitarstjórn Strandabyggðar 1252 - 13. september 2016
Fundur nr. 1252 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 13. september 2016 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu Ásta Þórisdóttir (J) , Ingibjörg Emilsdóttir(J), Ingibjörg Benediktsdóttir (E) og Sigríður Jónsdóttir (F). Salbjörg Engilbertsdóttir skrifstofustjóri ritaði fundargerð.
Jón Gísli Jónsson boðaði afbrigði við fundardagskrá og óskar Jón Gísli eftir því að fundargerð Velferðarnefndar frá 12/08/2016 verði tekin inn á dagskrá fundarins undir lið 13.
Gerð er athugasemd við lið 3 í fundarboðinu: Að fundargerðir 3. og 4. fundar Svæðisskipulagsnefndar DRS verði lagðar fram til samþykktar.
Fundardagskrá er því svohljóðandi:
- Frá Tómstundafulltrúa, drög að erindisbréfi fyrir Ungmennaráð Strandabyggðar lögð fram til samþykktar, dagsett 30/8/2016
- Frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, beiðni um umsögn á skýrslu um stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum, fyrstu skref. Afgreiðslu var frestað á sveitarstjórnarfundi 31/5/2016
- Fundargerð 3. fundar Svæðisskipulagsnefndar DRS frá 1. júní 2016 ásamt fylgigögnum lögð fram til kynningar og fundargerð 4. fundar Svæðisskipulagsnefndar DRS frá 24/8/2016 lögð fram til kynningar
- Niðurstaða útboðs vegna viðbyggingar við Leikskólann Lækjarbrekku á Hólmavík
- Frá Bændasamtökum Íslands, ályktun frá Búnaðarþingi 2016, 9/8/2016
- Fundargerðir BsVest (Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks), 5. fundur stjórnar frá 22/8/2016 og 57. fundur verkefnahóps frá 22/8/2016
- Fundargerðir stjórnar FV (Fjórðungssamband Vestfirðinga) frá 9/8/2016 og 29/8/2016
- Fundargerð 108 fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 2/9/2016
- Mánaðarskýrlsa forstöðumanna og sveitarstjóra frá ágúst 2016
- Fundargerð Fræðslunefndar Strandabyggðar frá 7/9/2016
- Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 29/8/2016
- Rammi um fjárhagsáætlun 2017
- Fundargerð Velferðarnefndar frá 12/8/2016
Þá var gengið til dagskrár.
- Frá Tómstundafulltrúa, drög að erindisbréfi fyrir Ungmennaráð Strandabyggðar lagt fram til samþykktar, dagsett 30/8/2016.
Samþykkt samhljóða - Frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, beiðni um umsögn á skýrslu um stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum, fyrstu skref. Afgreiðslu var frestað á sveitarstjórnarfundi 31/5/2016
Í kjölfar ákvörðunar á Fjórðungsþingi um síðustu helgi mun Fjórðungssambandið taka skýrslu um stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum aftur til sín til frekari vinnslu og verður skýrslan svo send á ný til sveitarstjórna á Vestfjörðum til úrvinnslu.
Erindi frestað. - Fundargerð 3. fundar Svæðisskipulagsnefndar DRS frá 1. júní 2016 ásamt fylgigögnum lögð fram til samþykktar og fundargerð 4. fundar Svæðisskipulagsnefndar DRS frá 24/8/2016 lögð fram til samþykktar.
Fundargerðir lagðar fram til samþykktar. Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.
Jón Gísli víkur nú af fundi og í hans stað mætir Bryndís Sveinsdóttir til fundarins og Ingibjörg Emilsdóttir tekur við stjórn fundarins. - Niðurstaða útboðs vegna viðbyggingar við Leikskólann Lækjarbrekku á Hólmavík
Fyrir liggur tilboð frá Trésmiðjunni Höfða ehf í fyrsta áfanga viðbyggingar við Leikskólann Lækjarbrekku ásamt kostaðaráætlun fyrir verkið.
Kostnaðaráætlun byggingafulltrúa 26.393.815,-
Kostnaðaráætlun hönnuða 22.242.493,-
Trésmiðjan Höfði ehf 27.587.010,-
Í kostnaðaráætlun hönnuða var ekki gert ráð fyrir flutningi aðfanga og efnis.
Eftirfarandi sveitarstjórnarmenn samþykkja tilboðið og óska eftir því að Trésmiðjunni Höfða ehf verði falið að annast byggingu á fyrsta áfanga viðbyggingar við Leikskólann Lækjarbrekku: Ásta Þórisdóttir, Bryndís Sveinsdóttir, Ingibjörg Emilsdóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir en Sigríður Jónsdóttir greiðir atkvæði á móti og óskar eftir að láta bóka eftirfarandi: „Ég samþykki ekki tilboðið þar sem ég hefði óskað eftir opnu útboði.“
Bryndís Sveinsdóttir víkur af fundi og Jón Gísli tekur sæti á ný og tekur við stjórn fundarins. - Frá Bændasamtökum Íslands, ályktun frá Búnaðarþingi 2016, 9/8/2016
Erindi lagt fram. Vísað til Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar til afgreiðslu. - Fundargerðir BsVest (Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks), 5. fundur stjórnar frá 22/8/2016 og 57. fundur verkefnahóps frá 22/8/2016
Fundargerðir lagðar fram til kynningar. - Fundargerðir stjórnar FV (Fjórðungssamband Vestfirðinga) frá 9/8/2016 og 29/8/2016
Fundargerðir lagðar fram til kynningar. - Fundargerð 108 fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 2/9/2016
Fundargerð lögð fram til kynningar. - Mánaðarskýrsla forstöðumanna og sveitarstjóra frá ágúst 2016
Skýrsla lögð fram til kynningar. - Fundargerð Fræðslunefndar Strandabyggðar frá 7/9/2016
Fundargerð lögð fram til samþykktar. Samþykkt samhljóða og reglur um Tónskóla samþykktar sérstaklega. - Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 29/8/2016
Fundargerð lögð fram til samþykktar. Samþykkt samhljóða. - Rammi um fjárhagsáætlun 2017.
Lögð fram tillaga að ramma að fjárhagsáætlun 2017. Samþykkt - Fundargerð Velferðarnefndar frá 12/8/2016
Fundargerð lögð fram til samþykktar. Samþykkt samhljóða
Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 19.28
Ingibjörg Benediktsdóttir
Ingibjörg Emilsdóttir
Jón Gísli Jónsson
Sigríður Jónsdóttir
Ásta Þórisdóttir
Bryndís Sveinsdóttir