A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1255 - 13. desember 2016

Fundur nr.  1254 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 13. desember 2016 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn  Ásta Þórisdóttir (J) , Ingibjörg Emilsdóttir(J),  Ingibjörg Benediktsdóttir (E) og Haraldur V. A. Jónsson (F). Andrea K. Jónsdóttir sveitarstjóri  ritaði fundargerð. 

 

Fundardagskrá er því svohljóðandi:  

  1. Útsvarshlutfall í Strandabyggð árið 2017
  2. Breytingar á gjaldskrám sveitarfélagsins vegna ársins 2017
  3. Ósk um framlengingu á aukaframlag til Markaðsstofu Vestfjarða árið 2017
  4. Afgreiðsla viðauka vegna fjárhagsáætlunar 2016
  5. Fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir árið 2017 lögð fram til síðari umræðu
  6. Þriggja ára áætlun Strandabyggðar fyrir árin 2018 – 2020 lögð fram til síðari umræðu
  7. Frestað frá síðasta fundi sveitarstjórnar 8/11/2016: Samstarfs- og þjónustusamningar Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks lagðir fyrir sveitarstjórn til samþykktar
  8. Þinggerð Haustþings Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 9. og 10/9/2016
  9. Greinargerð stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál um framkvæmd Sóknaráætlunar, send 18/11/2016
  10. Stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu 2016-2020 lögð fram til umsagnar, send 10/11/2016
  11. Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 23/11/2016
  12. Skýrsla forstöðumanna og sveitarstjóra fyrir nóvember 2016           
  13. Fundargerð Velferðarnefndar frá 7/12/2016
  14. Fundargerð Fræðslunefndar frá 12/12/2016
  15. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 12/12/2016

 

Gerð er athugasemd við fundarboð og fundargögn en gögn vantaði við liði 4, 12, 13, 14 og 15.

Þá var gengið til dagskrár.

 

  1. Útsvarshlutfall í Strandabyggð árið 2017

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að útsvarshlutfall í Strandabyggð árið 2017 verði 14,52%.

  2. Breytingar á gjaldskrám sveitarfélagsins vegna ársins 2017

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Strandabyggð hækki um 8,0%. Aðrar gjaldskrár í sveitarfélaginu sem ekki eru tengdar vísitölu hækka um 3.5% til að mæta verðlagsþróun.

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir óbreytta fasteignaálagningu. A-gjald í Strandabyggð verður 0,5% af fasteignamati, B-gjald verður 1,32% af fasteignamati og C-gjald verður 1,51% af fasteignamati. Holræsagjald verður 0,25% af fasteignamati og vatnsskattur 0,3% af fasteignamati. Lóðarleiga verður 2,5% af fasteignamati lóðar.

    Breytingar á gjaldskrám taka gildi 1. janúar 2017.

  3. Ósk um framlengingu á aukaframlag til Markaðsstofu Vestfjarða árið 2017

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að framlengja aukaframlag til Markaðsstofu Vestfjarða fyrir árið 2017 með þeim fyrirvara að önnur aðildarsveitarfélög geri slíkt hið sama.

  4. Afgreiðsla viðauka vegna fjárhagsáætlunar 2016

    1. Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 vegna aukinna framlaga frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga upp á 16.500.000.
    2. Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 vegna aukinna útsvarstekna sveitarfélagsins upp á 7.000.000 (hækkuð staðgreiðsla)
    3. Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 vegna aukinna tekna í íþróttamiðstöð upp á 1.900.000.
    4. Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 um minnkuð útgjöld upp á 4.000.000 þar sem ekki var lokið við vinnu vegna útgáfu á Byggðasögu Stranda. Gert er ráð fyrir framlagi vegna þessa á árinu 2017.
    5. Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 um minnkuð útgjöld upp á 4.000.000 þar sem ekki var farið í ráðningu á fræðslustjóra. Gert er ráð fyrir framlagi vegna þessa á árinu 2017.
    6. Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 um lækkun framlags til nýbyggingar leikskóla um 21.800.000. Fyrsti áfangi var boðinn út og lýkur honum í lok árs 2016. Gert er ráð fyrir að hefjast handa við annan áfanga árið 2017.
    7. Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 um aukið framlag til nýbyggingar réttar upp á 2.511.000 og að fjárhæðin sé fengin af eigin fé sveitarfélagsins.
    8. Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 um aukin framlög til félagsþjónustu upp á 5.500.000 og verði fjárhæðin fengin af eigin fé sveitarfélagsins.
    9. Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 um aukið framlag til nýlagningar á gangstéttum um 12.791.000 og verður fjárhæðin fengin af framkvæmdaláni frá Lánasjóði sveitarfélaga.
    10. Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 um aukið framlag til íþróttamiðstöðvar, grunnskóla og leikskóla vegna aukins launakostnaðar upp á 23.500.000 og verður fjárhæðin fengin af eigin fé sveitarfélagsins.
    11. Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 um að falla frá sölu eigna að fjárhæð 23.700.000 sem gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016. Stefnt er að sölu eignanna á árinu 2017.

  5. Fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir árið 2017 lögð fram til síðari umræðu

    Rekstrarniðurstaða A – hluta sjóðs er áætluð um kr. 15,2 milljónir. Samanlögð rekstrarniðurstaða úr A og B hluta sjóðum sveitarfélagsins er áætluð jákvæð um kr. 15,5 milljónir.

    Áætlaðar fjárfestingar vegna framkvæmda árið 2017 hljóða upp á 115 milljónir. Helstu verkefni eru lúkning viðbyggingar við leikskólann, áframhaldandi viðhald á húsnæði grunnskóla, íþróttamiðstöðvar og félagsheimilis, nýsmíði fjárréttar, áframhaldandi gatnaframkvæmdir og bæta aðstöðu við tjaldsvæðið. Ráðgert er að festa kaup á nýjum slökkviliðsbíl og bíl í þjónustumiðstöð. Þá er ráðgert að setja fjármuni í undirbúningsvinnu vegna hitaveituframkvæmda sem og fjármuni vegna verkefnisins Ísland ljóstengt og varðar tengingar ljósleiðara í dreifbýli.

    Áætlað er að fjármagna þessar framkvæmdir með láni upp á kr. 115 milljónir. Takist sala eigna kemur það til lækkunar á lántöku.
     
    Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Strandabyggðar fyrir árið 2017 er samþykkt samhljóða.

  6. Þriggja ára áætlun Strandabyggðar fyrir árin 2018 – 2020 lögð fram til síðari umræðu

    Þriggja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2018 – 2020 er lögð fram, rædd og samþykkt samhljóða.

  7. Frestað frá síðasta fundi sveitarstjórnar 8/11/2016: Samstarfs- og þjónustusamningar Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks lagðir fyrir sveitarstjórn til samþykktar

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir framlagða Samstarfs- og þjónustusamninga Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks.

  8. Þinggerð Haustþings Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 9. og 10/9/2016

    Þinggerð lögð fram til kynningar.

  9. Greinargerð stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál um framkvæmd Sóknaráætlunar, send 18/11/2016

    Greinargerð lögð fram til kynningar.

  10. Stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu 2016-2020 lögð fram til umsagnar, send 10/11/2016

    Stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu 2016 – 2020 lögð fram til umsagnar. Sveitarstjórn fagnar framkominni stefnumótun og gerir ekki athugasemdir við skjalið.

  11. Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 23/11/2016

    Fundargerð lögð fram til kynningar.

  12. Skýrsla forstöðumanna og sveitarstjóra fyrir nóvember 2016

    Skýrsla lögð fram til kynningar.
           
  13. Fundargerð Velferðarnefndar frá 7/12/2016

    Fundargerð Velferðarnefndar lögð fram til samþykktar og samþykkt samhljóða.

  14. Fundargerð Fræðslunefndar frá 12/12/2016

    Fundargerð Fræðslunefndar lögð fram til samþykktar og samþykkt samhljóða.

  15. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 12/12/2016

    Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar lögð fram til samþykktar.

    Varðandi lið 1: Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að deiliskipulagstillaga fyrir frístundabyggð í Skeljavík við Hólmavík, dagsett 12. september 2016, fari í lögbundið auglýsing og kynningaferli samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.

    Varðandi lið 6: Sveitarstjórn samþykkir að rafhleðslustöð verði komið fyrir milli félagsheimilis og íþróttamiðstöðvar.

    Fundargerðin samþykkt samhljóða.


Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 18:40

 

Ásta Þórisdóttir

Haraldur V.A. Jónsson

Ingibjörg Benediktsdóttir

Ingibjörg Emilsdóttir

Jón Gísli Jónsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón