Sveitarstjórn Strandabyggðar 1255 - 13. desember 2016
Fundur nr. 1254 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 13. desember 2016 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn Ásta Þórisdóttir (J) , Ingibjörg Emilsdóttir(J), Ingibjörg Benediktsdóttir (E) og Haraldur V. A. Jónsson (F). Andrea K. Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð.
Fundardagskrá er því svohljóðandi:
- Útsvarshlutfall í Strandabyggð árið 2017
- Breytingar á gjaldskrám sveitarfélagsins vegna ársins 2017
- Ósk um framlengingu á aukaframlag til Markaðsstofu Vestfjarða árið 2017
- Afgreiðsla viðauka vegna fjárhagsáætlunar 2016
- Fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir árið 2017 lögð fram til síðari umræðu
- Þriggja ára áætlun Strandabyggðar fyrir árin 2018 – 2020 lögð fram til síðari umræðu
- Frestað frá síðasta fundi sveitarstjórnar 8/11/2016: Samstarfs- og þjónustusamningar Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks lagðir fyrir sveitarstjórn til samþykktar
- Þinggerð Haustþings Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 9. og 10/9/2016
- Greinargerð stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál um framkvæmd Sóknaráætlunar, send 18/11/2016
- Stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu 2016-2020 lögð fram til umsagnar, send 10/11/2016
- Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 23/11/2016
- Skýrsla forstöðumanna og sveitarstjóra fyrir nóvember 2016
- Fundargerð Velferðarnefndar frá 7/12/2016
- Fundargerð Fræðslunefndar frá 12/12/2016
- Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 12/12/2016
Gerð er athugasemd við fundarboð og fundargögn en gögn vantaði við liði 4, 12, 13, 14 og 15.
Þá var gengið til dagskrár.
- Útsvarshlutfall í Strandabyggð árið 2017
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að útsvarshlutfall í Strandabyggð árið 2017 verði 14,52%. - Breytingar á gjaldskrám sveitarfélagsins vegna ársins 2017
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Strandabyggð hækki um 8,0%. Aðrar gjaldskrár í sveitarfélaginu sem ekki eru tengdar vísitölu hækka um 3.5% til að mæta verðlagsþróun.
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir óbreytta fasteignaálagningu. A-gjald í Strandabyggð verður 0,5% af fasteignamati, B-gjald verður 1,32% af fasteignamati og C-gjald verður 1,51% af fasteignamati. Holræsagjald verður 0,25% af fasteignamati og vatnsskattur 0,3% af fasteignamati. Lóðarleiga verður 2,5% af fasteignamati lóðar.
Breytingar á gjaldskrám taka gildi 1. janúar 2017. - Ósk um framlengingu á aukaframlag til Markaðsstofu Vestfjarða árið 2017
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að framlengja aukaframlag til Markaðsstofu Vestfjarða fyrir árið 2017 með þeim fyrirvara að önnur aðildarsveitarfélög geri slíkt hið sama. - Afgreiðsla viðauka vegna fjárhagsáætlunar 2016
- Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 vegna aukinna framlaga frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga upp á 16.500.000.
- Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 vegna aukinna útsvarstekna sveitarfélagsins upp á 7.000.000 (hækkuð staðgreiðsla)
- Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 vegna aukinna tekna í íþróttamiðstöð upp á 1.900.000.
- Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 um minnkuð útgjöld upp á 4.000.000 þar sem ekki var lokið við vinnu vegna útgáfu á Byggðasögu Stranda. Gert er ráð fyrir framlagi vegna þessa á árinu 2017.
- Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 um minnkuð útgjöld upp á 4.000.000 þar sem ekki var farið í ráðningu á fræðslustjóra. Gert er ráð fyrir framlagi vegna þessa á árinu 2017.
- Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 um lækkun framlags til nýbyggingar leikskóla um 21.800.000. Fyrsti áfangi var boðinn út og lýkur honum í lok árs 2016. Gert er ráð fyrir að hefjast handa við annan áfanga árið 2017.
- Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 um aukið framlag til nýbyggingar réttar upp á 2.511.000 og að fjárhæðin sé fengin af eigin fé sveitarfélagsins.
- Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 um aukin framlög til félagsþjónustu upp á 5.500.000 og verði fjárhæðin fengin af eigin fé sveitarfélagsins.
- Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 um aukið framlag til nýlagningar á gangstéttum um 12.791.000 og verður fjárhæðin fengin af framkvæmdaláni frá Lánasjóði sveitarfélaga.
- Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 um aukið framlag til íþróttamiðstöðvar, grunnskóla og leikskóla vegna aukins launakostnaðar upp á 23.500.000 og verður fjárhæðin fengin af eigin fé sveitarfélagsins.
- Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 um að falla frá sölu eigna að fjárhæð 23.700.000 sem gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016. Stefnt er að sölu eignanna á árinu 2017.
- Fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir árið 2017 lögð fram til síðari umræðu
Rekstrarniðurstaða A – hluta sjóðs er áætluð um kr. 15,2 milljónir. Samanlögð rekstrarniðurstaða úr A og B hluta sjóðum sveitarfélagsins er áætluð jákvæð um kr. 15,5 milljónir.
Áætlaðar fjárfestingar vegna framkvæmda árið 2017 hljóða upp á 115 milljónir. Helstu verkefni eru lúkning viðbyggingar við leikskólann, áframhaldandi viðhald á húsnæði grunnskóla, íþróttamiðstöðvar og félagsheimilis, nýsmíði fjárréttar, áframhaldandi gatnaframkvæmdir og bæta aðstöðu við tjaldsvæðið. Ráðgert er að festa kaup á nýjum slökkviliðsbíl og bíl í þjónustumiðstöð. Þá er ráðgert að setja fjármuni í undirbúningsvinnu vegna hitaveituframkvæmda sem og fjármuni vegna verkefnisins Ísland ljóstengt og varðar tengingar ljósleiðara í dreifbýli.
Áætlað er að fjármagna þessar framkvæmdir með láni upp á kr. 115 milljónir. Takist sala eigna kemur það til lækkunar á lántöku.
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Strandabyggðar fyrir árið 2017 er samþykkt samhljóða. - Þriggja ára áætlun Strandabyggðar fyrir árin 2018 – 2020 lögð fram til síðari umræðu
Þriggja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2018 – 2020 er lögð fram, rædd og samþykkt samhljóða. - Frestað frá síðasta fundi sveitarstjórnar 8/11/2016: Samstarfs- og þjónustusamningar Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks lagðir fyrir sveitarstjórn til samþykktar
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir framlagða Samstarfs- og þjónustusamninga Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks. - Þinggerð Haustþings Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 9. og 10/9/2016
Þinggerð lögð fram til kynningar. - Greinargerð stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál um framkvæmd Sóknaráætlunar, send 18/11/2016
Greinargerð lögð fram til kynningar. - Stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu 2016-2020 lögð fram til umsagnar, send 10/11/2016
Stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu 2016 – 2020 lögð fram til umsagnar. Sveitarstjórn fagnar framkominni stefnumótun og gerir ekki athugasemdir við skjalið. - Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 23/11/2016
Fundargerð lögð fram til kynningar. - Skýrsla forstöðumanna og sveitarstjóra fyrir nóvember 2016
Skýrsla lögð fram til kynningar.
- Fundargerð Velferðarnefndar frá 7/12/2016
Fundargerð Velferðarnefndar lögð fram til samþykktar og samþykkt samhljóða. - Fundargerð Fræðslunefndar frá 12/12/2016
Fundargerð Fræðslunefndar lögð fram til samþykktar og samþykkt samhljóða. - Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 12/12/2016
Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar lögð fram til samþykktar.
Varðandi lið 1: Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að deiliskipulagstillaga fyrir frístundabyggð í Skeljavík við Hólmavík, dagsett 12. september 2016, fari í lögbundið auglýsing og kynningaferli samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.
Varðandi lið 6: Sveitarstjórn samþykkir að rafhleðslustöð verði komið fyrir milli félagsheimilis og íþróttamiðstöðvar.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 18:40
Ásta Þórisdóttir
Haraldur V.A. Jónsson
Ingibjörg Benediktsdóttir
Ingibjörg Emilsdóttir
Jón Gísli Jónsson