Sveitarstjórn Strandabyggðar 1259 - 11. apríl 2017
Fundur nr. 1259 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 11.apríl 2017 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn Ásta Þórisdóttir (J) , Ingibjörg Emilsdóttir(J), Ingibjörg Benediktsdóttir (E) og Haraldur V. A. Jónsson (F). Ingibjörg Emilsdóttir ritaði fundargerð.
Athugasemd er gerð við fundarboðið. Fundur er haldinn þriðjudaginn 11. apríl en ekki miðvikudag.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
Fundur nr. 1259 í sveitarstjórn Strandabyggðar haldinn þriðjudaginn 11. apríl 2017, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Erindi frá unglingadeild Grunnskólans á Hólmavík; Göngustígar, dagsett 17/3/2017
- Erindi frá Ungmennafélaginu Geisla vegna íþróttakennslu, dagsett 3/4/2017
- Skýrsla forstöðumanna og sveitarstjóra - mars
- Fundargerð Ungmennaráðs Strandabyggðar frá 3/4/2017
- Fundargerð Velferðarnefndar frá 29/3/2017
- Fundargerð Fræðslunefndar frá 5/4/2017
- Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 5/4/2017
Þá var gengið til dagskrár.
- Erindi frá unglingadeild Grunnskólans á Hólmavík; Göngustígar, dagsett 17/3/2017
Sveitarstjórn þakkar erindið og upplýsir um leið að áætlað er að setja upp lýsingu við göngustíga yfir kirkjuholt og við Hvolsmýrabraut á árinu 2017. Auk þess munu sjálfboðaliðar frá Seeds koma og lagfæra göngustíga í Kálfanesborgum í sumar.
2. Erindi frá Ungmennafélaginu Geisla vegna íþróttakennslu, dagsett 3/4/2017
Sveitarstjórn samþykkir að funda með Ungmennafélaginu Geislanum vegna málsins.
3. Skýrsla forstöðumanna og sveitarstjóra – mars
Lagt fram til kynningar.
4. Fundargerð Ungmennaráðs Strandabyggðar frá 3/4/2017
Sveitarstjórn samþykkir að Ásta Þórisdóttir verði fulltrúi sveitarstjórnar á næsta ungmennaþingi. Fundargerð samþykkt samhljóða.
5. Fundargerð Velferðarnefndar frá 29/3/2017
Varðandi lið 1, reglur um sérstakan húsnæðisstuðning, samþykkt samhljóða. Varðandi lið 6, hækkun á fjárhagsaðstoð, samþykkt samhljóða.
Fundargerð samþykkt samhljóða.
6. Fundargerð Fræðslunefndar frá 5/4/2017
Varðandi lið 1, sveitarstjórn samþykkir að fara í vinnu við gjaldskrárbreytingar þar sem rukkað er aukagjald ef börn eru sótt eftir kl. 16:00 eða komið með þau fyrir klukkan 08:00.
Fundargerð samþykkt samhljóða.
7. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 5/4/2017
Fundargerð samþykkt samhljóða.
Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 17:30
Ásta Þórisdóttir
Haraldur V.A. Jónsson
Ingibjörg Benediktsdóttir
Ingibjörg Emilsdóttir
Jón Gísli Jónsson