Sveitarstjórn Strandabyggðar 1265 - 12.september.2017
Sveitarstjórnarfundur 1265 í Strandabyggð
Fundur nr. 1265 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 12. september 2017 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn Ásta Þórisdóttir (J) , Ingibjörg Emilsdóttir(J), Haraldur V. A. Jónsson (F) og Jóhann Björn Arngrímsson (E). Ingibjörg Emilsdóttir ritaði fundargerð.
Ein athugasemd var gerð við fundarboðið. Ekki var fundað í umhverfis- og skipulagsnefnd og er því liður nr. 13 felldur úr dagskrá.
Jón Gísli lagði til að tekinn yrði fyrir liður 8 fyrstur af öllum. Samþykkt samhljóða.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags
- Erindi frá Félagi eldri borgara í Strandasýslu vegna stofnunar Öldungaráðs, dagsett 5/9/2017
- Frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga; Samgönguáætlun 2018-2029. Endurskoðun stefnu í samgöngumálum, dagsett 31/8/2017
- Erindi frá sveitarstjóra: ósk um heimild til að undirrita afsal og þar með taka við flugstöðvarbyggingunni við flugvöllinn á Hólmavík fyrir hönd sveitarfélagsins, dagsett 6/9/2017
- Erindi frá Þórhildi Hinriksdóttur, ósk um kaup á flugstöð, móttekið 7/9/2017
- Upplýsingar um slökkvibifreið vegna ákvörðunar um kaup, dagsett 6/9/2017
- Erindi vegna betri nýtingar á Dreifnámshúsi, dagsett 4/9/2017
- Rammi fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018
- Skýrsla forstöðumanna og sveitarstjóra
- Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 23/8/2017
- Fundargerð 396. fundar stjórnar Hafnarsambands Ísland frá 25/8/2017
- Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 11/09/2017
- 13. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá xxxxx
Þá var gengið til dagskrár.
- Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina. - Erindi frá Félagi eldri borgara í Strandasýslu vegna stofnunar Öldungaráðs, dagsett 5/9/2017.
Sveitarstjórn fjallar um málið og samþykkir að fela Maríu Játvarðardóttur, félagsmálastjóra að vinna að stofnun öldungaráðs. - Frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga; Samgönguáætlun 2018-2029. Endurskoðun stefnu í samgöngumálum, dagsett 31/8/2017.
Lagt fram til kynningar. - Erindi frá sveitarstjóra: Ósk um heimild til að undirrita afsal og þar með taka við flugstöðvarbyggingunni við flugvöllinn á Hólmavík fyrir hönd sveitarfélagsins, dagsett 6/9/2017.
Sveitarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum að veita Andreu K. Jónsdóttur sveitarstjóra heimild til að undirrita afsal vegna flugstöðvarbyggingar við flugvöllinn á Hólmavík og þar með taka við eigninni fyrir hönd sveitarfélagsins, Jón Gísli sat hjá við afgreiðslu erindisins. - Erindi frá Þórhildi Hinriksdóttur, ósk um kaup á flugstöð, móttekið 7/9/2017
Sveitarstjórn Strandabyggðar hyggst ekki selja flugstöðvarbygginguna við flugvöllinn á Hólmavík. Komi til þess síðar meir að sveitarstjórn hyggist selja flugstöðina verður hún auglýst til sölu og óskað eftir tilboðum í hana. - Upplýsingar um slökkvibifreið vegna ákvörðunar um kaup, dagsett 6/9/2017
Sveitarstjórn fjallar um málið og samþykkir að kaupa slökkvibifreið af gerðinni Man 18-340 403 hestöfl 4x4. Sveitarstjóra er falið að ganga frá kaupsamningi og leggja fram áætlun um fjármögnun fyrir næsta sveitarstjórnarfund. - Erindi vegna betri nýtingar á Dreifnámshúsi, dagsett 4/9/2017
Sveitarstjórn fjallar um málið og vill bjóða dreifnámsstjóra, tómstundafulltrúa og fræðslumiðstöðvarstjóra á fund og fjalla um málið. - Rammi fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018
Samþykkt samhljóða. - Skýrsla forstöðumanna og sveitarstjóra
Lagt fram til kynningar. - Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 23/8/2017
Lagt fram til kynningar. - Fundargerð 396. fundar stjórnar Hafnarsambands Ísland frá 25/8/2017
Lagt fram til kynningar. - Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 11/09/2017
Fundargerð lögð fram til samþykktar og samþykkt samhljóða
Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 17:47
Ásta Þórisdóttir
Haraldur V. A. Jónsson
Ingibjörg Emilsdóttir
Jóhann Björn Arngrímsson
Jón Gísli Jónsson