Sveitarstjórn Strandabyggðar 1267 - 14. nóvember 2017
Fundur nr. 1267 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 14. nóvember 2017 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn Ásta Þórisdóttir (J) , Ingibjörg Emilsdóttir (J), Haraldur V. A. Jónsson (F) og Ingibjörg Benediktsdóttir (E). Andrea K. Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð.
Ein athugasemd er við fundarboð varðandi dagskrárlið 13. Fundur Umhverfis- og skipulagsnefndar var ekki haldinn og fellur því liðurinn niður.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir árið 2018 lögð fram til fyrri umræðu
- Þriggja ára áætlun Strandabyggðar fyrir árin 2019 – 2021 lögð fram til fyrri umræðu
- Staðfesting á ákvörðun sveitarstjórnar varðandi kaupsamning vegna Kópness
- Endurskipan í hóp samráðsvettvangs sóknaráætlunar Vestfjarða 2015-2019
- Afgreiðsla styrkumsókna
- Tillaga að svæðisskipulagi Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar 2018-2030, afgreiðsla skv. 24. gr. skipulagslaga og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana.
- Skýrsla forstöðumanna og sveitarstjóra fyrir október
- Fundargerð 397. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 20/09/2017
- Fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 28/9/2017 og 19/10/2017
- Fundargerð 105. fundar stjórnar NAVE frá 25/10/2017
- Fundargerð stjórnar BsVest frá 3/10/2017
- Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar frá 9/11/2017
- 13. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 13/11/2017
Þá var gengið til dagskrár.
- Fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir árið 2018 lögð fram til fyrri umræðu
Fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir árið 2018 vísað til síðari umræðu. - Þriggja ára áætlun Strandabyggðar fyrir árin 2019 – 2021 lögð fram til fyrri umræðu
Þriggja ára áætlun Strandabyggðar fyrir árin 2019 – 2021 vísað til síðari umræðu - Staðfesting á ákvörðun sveitarstjórnar varðandi kaupsamning vegna Kópness
Ásta Þórisdóttir víkur af fundi.
Sveitarstjórn Strandabyggðar staðfestir fyrirliggjandi kaupsamning.
Ásta kemur aftur til fundar. - Endurskipan í hóp samráðsvettvangs Sóknaráætlunar Vestfjarða 2015-2019
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að skipa eftirfarandi einstaklinga í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Vestfjarða 2015 – 2019:
- Jón Jónsson í flokkinn „menntun“
- Pétur Matthíasson í flokkinn „atvinnulíf“ - Afgreiðsla styrkumsókna
Ásta Þórisdóttir víkur af fundi
Sveitarstjórn samþykkir 100 þúsund króna styrk til Ástu Þórisdóttur vegna útlagðs kostnaðar vegna verkefnisins Pokastöðin Strandir. Sveitarstjórn vill koma á framfæri ánægju sinni með þetta verkefni og hrósar sjálfboðaliðum fyrir gott starf.
Ásta tekur sæti sitt á ný - Tillaga að svæðisskipulagi Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar 2018-2030, afgreiðsla skv. 24. gr. skipulagslaga og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana.
Lögð fram fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 7. nóvember 2017 þar sem lagt er til með tilvísan í 23. gr. skipulagslaga og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana, að sveitarstjórnir Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar samþykki tillögu að svæðisskipulagi og umhverfisskýrslu, að gerðum þeim lagfæringum sem lýst er í fundargerðinni. Sveitarstjórn fjallaði áður um tillöguna ásamt umhverfisskýrslu á fundi sínum 10. október sl.
Með vísan í 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga samþykkir sveitarstjórn svæðisskipulagstillöguna og felur svæðisskipulagsnefnd að senda hana ásamt umhverfisskýrslu til Skipulagsstofnunar til athugunar fyrir auglýsingu, sbr. framangreinda lagagrein. Þegar umsögn Skipulagsstofnunar liggur fyrir og unnið hefur verið úr henni verði tillagan og umhverfisskýrslan auglýst skv. 24. gr. skipulagslaga og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana. - Skýrsla forstöðumanna og sveitarstjóra fyrir október
Skýrsla lögð fram til kynningar - Fundargerð 397. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 20/09/2017
Fundargerð lögð fram til kynnngar - Fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 28/9/2017 og 19/10/2017
Fundargerðir lagðar fram til kynningar - Fundargerð 105. fundar stjórnar NAVE frá 25/10/2017
Fundargerð lögð fram til kynningar
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að gera ályktun varðandi skerðingu á fjárframlögum til NAVE og senda á tilheyrandi stjórnvöld. - Fundargerð stjórnar BsVest frá 3/10/2017
Fundargerð lögð fram til kynningar - Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar frá 9/11/2017
Fundargerð lögð fram til samþykktar og samþykkt samhljóða.
Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 17:53
Ásta Þórisdóttir
Haraldur V. A. Jónsson
Ingibjörg Benediktsdóttir
Ingibjörg Emilsdóttir
Jón Gísli Jónsson