Sveitarstjórn Strandabyggðar 1268 - 12. desember 2017
Fundur nr. 1268 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 12. desember 2017 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn Ásta Þórisdóttir (J) , Ingibjörg Emilsdóttir (J), Haraldur V. A. Jónsson (F) og Ingibjörg Benediktsdóttir (E). Andrea K. Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð.
Ein athugasemd er við fundarboð en fundur Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar var ekki haldinn og því fellur liður 10. niður og aðrir liðir á eftir taka mið af því.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir árið 2018 lögð fram til síðari umræðu
- Þriggja ára áætlun Strandabyggðar fyrir árin 2019 – 2021 lögð fram til síðari umræðu
- Afgreiðsla viðauka vegna fjárhagsáætlunar 2017
- Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017-2018
- Erindi frá stjórn Snorrasjóðs, umsókn um stuðning, dagsett 20/11/2017
- Erindi frá Svani Kristjánssyni, umsókn um tímabundið leyfi frá störfum, dagsett 23/11/2017
- Skýrsla nóvembermánaðar frá sveitarstjóra og forstöðumönnum
- Fundargerð 106. fundar stjórnar NAVE frá 22/11/2017
- Fundargerð Ungmennaráðs frá 7/11/2017
Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 11/12/2017 - Fundargerð Fræðslunefndar frá 6/12/2017
- Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 29/11/2017
Þá var gengið til dagskrár.
- Fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir árið 2018 lögð fram til síðari umræðu
Rekstrarniðurstaða A – hluta sjóðs er áætluð jákvæð um kr. 27,6 milljónir. Samanlögð rekstrarniðurstaða úr A og B hluta sjóðum sveitarfélagsins er áætluð jákvæð um kr. 26,9 milljónir.
Áætlaðar fjárfestingar vegna framkvæmda árið 2018 hljóða upp á 64 milljónir.
Haldið verður áfram í verkefninu Ísland ljóstengt og unnið að því að ljósleiðaravæða í dreifbýli norðan Hólmavíkur og á Langadalsströnd yfir í Djúpi. Áfram er unnið að undirbúningi vegna hitaveitu á Hólmavík. Sett verður niður nýtt stálþil í höfnina og unnið áfram að gatnaframkvæmdum innanbæjar á Hólmavík. Byggja á nýja fjárrétt í Skeljavík, unnið verður áfram að viðhaldi á skólahúsnæði, endurbætur í íþróttamiðstöð og framkvæmdir í félagsheimili auk þess sem fjármunir verða settir í hönnun á götum auk leikvalla og tjaldsvæðis.
Lántaka: Áætlað er að fjármagna þessar framkvæmdir með láni upp á kr. 64 milljónir. Takist sala eigna kemur það til lækkunar á lántöku.
Útsvarshlutfall 2018: Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að útsvarshlutfall í Strandabyggð árið 2018 verði 14,52%.
Gjaldskár 2018: Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Strandabyggð hækki um 8,0%. Aðrar gjaldskrár í sveitarfélaginu sem ekki eru tengdar vísitölu hækka um 3.5%.
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir óbreytta fasteignaálagningu. A-gjald í Strandabyggð verður 0,5% af fasteignamati, B-gjald verður 1,32% af fasteignamati og C-gjald verður 1,51% af fasteignamati. Holræsagjald verður 0,25% af fasteignamati og vatnsskattur 0,3% af fasteignamati. Lóðarleiga verður 2,5% af fasteignamati lóðar.
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Strandabyggðar fyrir árið 2018 er samþykkt samhljóða. - Þriggja ára áætlun Strandabyggðar fyrir árin 2019 – 2021 lögð fram til síðari umræðu
Þriggja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2019 – 2021 er lögð fram, rædd og samþykkt samhljóða. - Afgreiðsla viðauka vegna fjárhagsáætlunar 2017
a) Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 til hækkunar á kostnaði við viðhald grunnskóla úr 2,5 milljónum í 4,8 milljónir. Breyting á ráðstöfun á láni.
b) Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 til hækkunar vegna kaupa á stólum í Félagsheimili úr 0 kr í 1,2 milljónir. Fjármunir fengnir úr sveitarsjóði.
c) Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 til lækkunar vegna kaupa á slökkvibifreið úr kr. 15,0 milljónum í 4,5 milljónir. Breyting á ráðstöfun á láni. - Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017-2018
Ingibjörg Benediktsdóttir lýsir yfir vanhæfi sínu og víkur af fundi.
Sveitarstjórn Strandabyggðar óskar eftir að viðbótarreglur verði settar vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiárið 2017/2018.
Sveitarstjórn Strandabyggðar leggur til eftirfarandi breytingar á 4. grein reglugerðar 604/2017:
- 25% úthlutaðs byggðakvóta verði skipt jafnt á milli fiskiskipa
- 75% úthlutaðs byggðakvóta verði skipt eftir lönduðum afla síðasta fiskveiðiárs, 2016/2017
Sveitarstjórn Strandabyggðar leggur til eftirfarandi breytingar á 6. grein reglugerðar 604/2017:
- Vinnsluskylda samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 604/2017 verði felld niður.
Samþykkt samhljóða.
Ingibjörg tekur sæti sitt á fundinum á ný. - Erindi frá stjórn Snorrasjóðs, umsókn um stuðning, dagsett 20/11/2017
Sveitarstjórn fjallar um erindið og hafnar beiðni um fjárstuðning. - Erindi frá Svani Kristjánssyni, umsókn um tímabundið leyfi frá störfum, dagsett 23/11/2017
Ásta Þórisdóttir víkur af fundi.
Sveitarstjórn fjallar um erindið og samþykkir það.
Ásta kemur aftur til fundar. - Skýrsla nóvembermánaðar frá sveitarstjóra og forstöðumönnum
Skýrsla lögð fram til kynningar. - Fundargerð 106. fundar stjórnar NAVE frá 22/11/2017
Fundargerð lögð fram til kynningar. - Fundargerð Ungmennaráðs frá 7/11/2017
Fundargerð lögð fram til kynningar. - Fundargerð Fræðslunefndar frá 6/12/2017
Fundargerð lögð fram til samþykktar.
Sveitarstjórn tekur vel í lið númer 1 og felur fræðslunefnd að fara yfir reglur og móta stefnu vegna möguleika á inntöku barna allt frá 9 mánaða aldri.
Fundargerð að öðru leyti samþykkt samhljóða. - Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 29/11/2017
Fundargerð lögð fram til samþykktar og samþykkt samhljóða.
Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 17:33
Ásta Þórisdóttir
Haraldur V. A. Jónsson
Ingibjörg Benediktsdóttir
Ingibjörg Emilsdóttir
Jón Gísli Jónsson