Sveitarstjórn Strandabyggðar 1277 - 26.júní 2018
Sveitarstjórnarfundur 1277 í Strandabyggð
Fundur sveitarstjórnar í Strandabyggðar nr. 1277 var haldinn þriðjudaginn 26. júní 2018 á Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Ingibjörg Benediktsdóttir bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Ingibjargar sátu fundinn Jón Gísli Jónsson, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir en Eiríkur Valdimarsson boðaði forföll. Hafdís Gunnarsdóttir 1. varamaður mætti í stað Eiríks. Ingibjörg Benediktsdóttir ritaði fundargerð.
Í upphafi fundar boðar oddviti afbrigði við dagskrá að undir lið 11. verði erindi frá Lögreglustjóranum á Vestfjörðum varðandi umsókn vegna Hólmavíkurrallýs.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Sumarleyfi sveitarstjórnar og sumarlokun á skrifstofu sveitarfélagsins
- Kosning kjörstjórnar
- Kosning fulltrúa í barnaverndarnefnd
- Kosning fulltrúa í Áfallateymi
- Kosning fulltrúa á Landsþing Sambands sveitarfélaga
- Gjaldskrá Hnyðju
- Hönnun á opnum svæðum, leikvöllum og tjaldsvæði í Strandabyggð
- Fundargerð 404. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
- Fundagerð Tómstunda-íþrótta-og menningarnefndar frá 20. júní 2018
- Ný lög um persónuvernd
- Erindi frá Lögreglustjóranum á Vestfjörðum varðandi umsókn vegna Hólmavíkurrallýs.
Þá er gengið til dagskrár:
1.Sumarleyfi Sveitarstjórnar og sumarlokun á skrifstofu sveitarfélagsins.
Lagt er til að felldur verði niður fundur sveitarstjórnar þann 10. júlí næstkomandi.
Lagt er til að sumarlokun skrifstofu Strandabyggðar verði frá 23. júlí til 6. ágúst eða í 2 vinnuvikur.
Samþykkt samhljóða
2.Kosning kjörstjórnar
Eftirtaldir aðilar eru skipaðir í kjörstjórn Strandabyggðar:
Jóhann Björn Arngrímsson
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir
Unnur Ólafsdóttir
Varamenn í kjörstjórn:
Þorsteinn Sigfússon
Ingibjörg Birna Sigurðardóttir
Guðjón Sigurgeirsson
3.Kosning fulltrúa í barnaverndarnefnd
Sveitarstjórn skipar Bryndísi Sveinsdóttur
4.Kosning fulltrúa í áfallateymi
Eftirtaldir eru skipaðir í áfallateymi Strandabyggðar:
Anna Guðlaugsdóttir
Sigríður María Játvarðardóttir
Sigríður Óladóttir
Varamenn í áfallateymi:
Viðar Guðmundsson
Hlíf Hrólfsdóttir
Ingibjörg Birna Sigurðardóttir
5.Kosning fulltrúa á Landsþing Sambands sveitarfélaga
Lagt er til að oddviti verði aðalfulltrúi og varaoddviti varafulltrúi á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga kjörtímabilið 2018-2022
Samþykkt samhljóða.
6.Gjaldskrá Hnyðju
Lagt er til að bætt verði við leiga vegna markaða á gjaldskrá Hnyðju. Þá verði dagurinn 18.950 kr.
Samþykkt samhljóða
7.Hönnun á opnum svæðum, leikvöllum og tjaldsvæði í Strandabyggð
Samþykkt er að hefja viðræður við Verkís um hönnun.
Oddvita falið að ræða við ráðgjafa Verkís.
8.Fundargerð 404. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Lagt fram til kynningar.
9.Fundargerð Tómstunda- íþrótta- og menningarnefndar frá 20. júní 2018
Varðandi lið 1 um samfelldan dag og mötuneytisþjónustu er tómstundafulltrúa og oddvita falið að kanna möguleika á útboði mötuneytis.
Fundargerð samþykkt samhljóða
10.Ný lög um persónuvernd
Lagt er til að leitast verði eftir samstarfi við nágrannasveitarfélög um persónuverndarfulltrúa. Oddvita falið verkefnið.
11.Erindi frá Lögreglustjóranum á Vestfjörðum varðandi umsókn vegna Hólmavíkurrallýs.
Ekki eru gerðar athugasemdir við umsóknina.
Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl: 17:57
Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Ingibjörg Benediktsdóttir
Jón Gísli Jónsson
Hafdís Gunnarsdóttir