Sveitarstjórn Strandabyggðar 1280 - 11.september 2018
Fundur nr. 1280 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 11. september 2018 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn:
Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir, Eiríkur Valdimarsson, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Gísli Jónsson. Fundarritari Þorgeir Pálsson.
Fundardagskrá var svo hljóðandi:
- Fjárhagsáætlun 2019-2022 og staða bókhalds 31.8.2018
- Kauptilboð i eign Strandabyggðar að Austurtúni 8, Hólmavík
- Tilboð vegna þjónustuhúss á tjaldsvæði
- Styrkumsóknir
- Fundargerð Fræðslunefndar frá 21.8.2018
- Fundargerð Fræðslunefndar frá 6.9.2018
- Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 29.08.2018
- Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar, 21.8.2018
- Fundargerð Tómstunda-, íþrótta og menningarnefndar frá 6.9.2018
- Fundargerð Ungmennaráðs, 28.8.2018
- Skýrslur forstöðumanna.
Þá var gengið til dagskrár.
Oddviti gerði athugasemd við fundarboð; breyting á dagskrá: liður 5. fundargerð Fræðslunefndar færður út, auk þess breyttist dagsetning á fundargerð í lið 6, úr 8.9 í 6.9.
1.Fjárhagsáætlun 2019-2022 og staða bókhalds 31.8.2018
Salbjörg Engilbertsdóttir mætti á fundinn kl 16.08 og gerði grein fyrir stöðu mála og því ferli sem framundan er varðandi fjárhagsáætlun næsta árs og til næstu þriggja ára. Kom fram að sveitarstjóri, skrifstofustjóri og forstöðumenn rýna í áætlanir forstöðumanna sem síðan eru lagðar fyrir sveitarstjórn. Fjárhagsáætlun næstu fjögurra ára þarf að vera tilbúin í nóvember. Salbjörg útskýrði útlit áætlana og óskaði eftir athugasemdum sveitarstjórnarmanna. Umræða spannst um einstök svið og hugsanlega þróun framkvæmda. Rætt um tekjur sveitarfélagsins og greiðslur jöfnunarsjóðs. Rætt um framkvæmdir 2018. Sveitarstjóra falið að kanna hvort Borgarverk geti komið til Hólmavíkur vegna viðgerða á götum. Salbjörgu þökkuð kynningin, hún vék af fundi kl 17:00.
2.Kauptilboð i eign Strandabyggðar að Austurtúni 8, Hólmavík
Rætt um það tilboð sem fyrir liggur. Sveitarstjórn samþykkti að taka tilboðinu. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi.
3.Tilboð vegna þjónustuhúss á tjaldsvæði
Jón Gísli Jónsson vék af fundi. Sveitarstjórn ræddi þau tilboð sem bárust. Ákveðið var að taka tilboði fá Trésmiðjunni Höfða. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi þar að lútandi.
4.Styrkumsóknir
Jón Gísli Jónsson vék af fundi. Styrkir í smáverkefni hafa hingað til verið settir í pott sem úthlutað var í einni til tveimur úthlutunum. Fyrir liggja nú tvær umsóknir. Sveitarstjórn ákvað að veita sýningunni „Skessur éta karla“ styrk að upphæð kr. 70.000.- og ókeypis uppsetningu í Hnyðju að auki og sýningunni „Rannsókn og uppsetning sögusýningar um Leikfélag Hólmavíkur“ styrk að upphæð kr. 100.000.-
Sveitarstjórn þakkar fyrir umsóknirnar og hvetur um leið alla íbúa Strandabyggðar til að sækja um styrk í þágu góðra hugmynda. Sveitarstjóra falið að tilkynna umsækjendum þessa niðurstöðu.
5.Fundargerð Fræðslunefndar frá 6.9.2018
Jón Gísli Jónsson kom aftur inn á fundinn. Sveitarstjórn ræddi fundargerðina, þar sem farið var yfir starfsáætlun nefndarinnar, sérkennslu og eðli hennar og stefnu til næstu ára. Einkunnarorð þeirrar stefnu eru; virðing, seigla, stolt og gleði. Rætt um skólanámskrá og breytta kennsluhætti. Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.
6.Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 29.08.2018
Formaður ræddi lauslega innihald fundargerðarinnar og útskýrði einstök mál. Sérstaklega var rætt um breytingar á skipulagi við Fiskislóð 1 og þá mikilvægu starfsemi sem þar fer fram. Sveitarstjórn leggur þó áherslu á að umhverfissjónarmið séu ávallt virt. Rætt var um mikilvægi skilvirkrar heimasíðu sveitarfélagsins, t.d. hvað varðar aðgengi að eyðublöðum. Fram kom að misræmis gætir í nöfnum einstaka gatna á Hólmavík. Fram kom hvatning nefndarinnar til sveitarfélagsins að taka þátt í Alheims hreinsunardegi, 15. september 2018. Sveitarstjórn hvetur íbúa til að taka þátt í hreinsunardeginum og taka til í sínu nærumhverfi.
Varðandi lið 1, samþykkir sveitarstjórn „Óverulega breytingu á gildandi Aðalskipulagi Strandabyggðar 2010-2022 varðandi lóðina við Fiskislóð 1“. Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.
7.Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar, 21.8.2018
Formaður sagði frá drögum að starfsáætlun nefndarinnar og verkefnum hvers mánaðar. Þá voru erindisbréf rædd og framlag nefndarinnar til stefnumótunar og starfsáætlunar sveitarstjórnar. Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.
8. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta og menningarnefndar frá 6.9.2018
Formaður sagði frá starfsáætlun nefndarinnar, áherslum og áætlanagerð nefndarinnar. Fram kom að nefndin ákvað að kalla til forsvarsmenn frjálsra félagasamtaka inn á fundi sína í framtíðinni. Nefndin vill gera tómstundadagatal og athuga þörfina fyrir frístundaheimili á dögum þegar engin starfsemi er í grunnskólanum. Rætt var um mætingu nefndarmanna á fundi. Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.
9.Fundargerð Ungmennaráðs, 28.8.2018
Ungmennaráð stingur upp á Ungmennaþingi 20. september nk. kl 12-13. Sveitarstjórn fagnar þessu framtaki og bíður spennt eftir boðsbréfi á þingið. Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.
Sveitarstjóri sagði frá áformum um að einfalda og samræma útlit á skýrslum forstöðumanna og tengja þær við verkefnayfirlit á hverjum tíma. Rætt var um nýtingu á félagsheimili í tengslum við Samfelldan skóladag. Sveitarstjórn er sammála um mikilvægi þessa fyrirkomulags en telur mikilvægt að meta reglulega þróun þess.
Fundargerð lesin yfir, og ekki fleira tekið fyrir. Fundi slitið kl. 19.00.
Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir
Eiríkur Valdimarsson
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Ingibjörg Benediktsdóttir
Jón Gísli Jónsson.