A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1293 í Strandabyggð, 10.09.2019

Sveitarstjórnarfundur 1293 í Strandabyggð

Fundur nr.  1293 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 10. september 2019 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn:  Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir, Ásta Þórisdóttir, Jón Gísli Jónsson og Jón Jónsson. Guðfinna Lára Hávarðardóttir boðaði forföll.  Salbjörg Engilbertsdóttir, skrifstofustjóri, sat fundinn að hluta.  Fundarritari Þorgeir Pálsson.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Fjárhagsáætlun 2019 – samanburður áætlunar og raunkostnaðar
  2. Fjárhagsáætlanagerð 2020-2023 – drög að verklagi
  3. Tónskólinn, gjaldskrá fyrir fullorðna
  4. Umsóknir um smástyrki Strandabyggðar, 2019
  5. Fundargerðir nefnda
    1. Umhverfis- og skipulagsnefnd, 9.9.
  6. Samningur um skólamáltíðir við Café Riis
  7. Forstöðumannaskýrslur
  8. Staðfesting á skipan vinnuhóps um sameiningu leik- og grunnskóla
  9. Skipan í nefndir.

 

Þá var gengið til dagskrár.  Oddviti setti fundinn kl 16.03  og bauð fundarmenn velkomna.

 

1. Fjárhagsáætlun 2019 – samanburður áætlunar og raunkostnaðar

Salbjörg Engilbertsdóttir og sveitarstjóri fóru yfir stöðu sveitarfélagsins. Ljóst er að rekstur sveitarfélagsins er oft erfiður og mikilvægt að finna leiðir til að auka tekjur og lækka kostnað.  Rætt var um að forstöðumenn skoði sín svið og komi með tillögur að sparnaði og hagræðingu.

 

Sveitarstjórn vill endurskoða fjárfestingar í ljósi stöðunnar, fresta þeim framkvæmdum sem hægt er og færa önnur mál til fjárhagsáætlanagerðar 2020.

 

Sveitarstjóra er falið að afla þeirra gagna sem þarf til að heildarmynd náist og boða til aukafundar um afgreiðslu mála. 

 

2. Fjárhagsáætlanagerð 2020-2023 – drög að verklagi

Sveitarstjóri fór yfir drög að verklagi.  Sveitarstjórn fagnar því að ferlið sé skilgreint og gert aðgengilegra.  Sveitarstjórn vill vinna frekar með þessar tillögur og ákveða endanlegt verklag á næsta fundi.

 

Sveitarstjórn þakkar Salbjörgu Engilbertsdóttur greinargóð svör og hún víkur af fundi.

 

3. Tónskólinn, gjaldskrá fyrir fullorðna

Sveitarstjórn samþykkir tillögu að gjaldskrá.  Sveitarstjóra falið að birta gjaldskrána þar sem við á.

 

 4. Umsóknir um smástyrki Strandabyggðar, 2019

Jón Jónsson leggur til stofnun úthlutunarnefndar vegna styrkja, haustið 2019, sem tæki ákvörðun um úthlutanir.  Lagt er til að í úthlutunarnefnd taki sæti: Guðfinna Lára Hávarðardóttir, fulltrúi sveitarstjórnar, Skúli Gautason, menningarfulltrúi Vestfjarða og Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri.

 

Guðfinnu Láru Hávarðardóttur er falið að boða til fundar um afgreiðslu umsókna.

 

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

 

5. Fundargerðir nefnda

  1. Umhverfis- og skipulagsnefnd, 9.9.19

Formaður rakti efni fundarins.

 

Varðandi lið 1 um styttingu grendarkynningar vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Lækjartúni 9 í tvær vikur, samþykkir sveitarstjórn tillögu nefndarinnar.

 

Varðandi lið 2, samþykkir sveitarstjórn niðurstöðu nefndarinnar.

 

Varðandi lið 4, frestar sveitarstjórn afgreiðslu til næsta fundar.

 

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

 

6. Samningur um skólamáltíðir við Café Riis

Sveitarstjórn gerir eina orðalagsbreytingu í samningnum, en samþykkir hann að öðru leyti og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við Café Riis.

 

7. Forstöðumannaskýrslur

Sveitarstjórn fagnar skýrslunum og aðgangi að þeim upplýsingum sem þar koma fram.

 

8. Staðfesting á skipan vinnuhóps um sameiningu leik- og grunnskóla

Oddviti gerði grein fyrir efni fundar með verkefnastjóra og verkefnahópi.  Sveitarstjórn staðfestir skipan vinnuhópsins og staðfestir erindisbréf hópsins.

 
9. Skipan í nefndir.

Sveitarstjórn ræddi hugmyndir en frestar afgreiðslu til næsta fundar.

 

Fundargerð lesin yfir, og ekki fleira tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 18.55.

 

Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir

Ásta Þórisdóttir

Jón Gísli Jónsson

Jón Jónsson.

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón