A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1297 í Strandabyggð 12.12.2019

Fundur nr.  1297 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn fimmtudaginn 12. desember 2019 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:02. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn:  Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Jón Gísli Jónsson og Jón Jónsson. Fjarverandi voru Ásta Þórisdóttir sveitarstjórnarmaður og Þorgeir Pálsson sveitastjóri.  Einnig sat Salbjörg Engilbertsdóttir skrifstofustjóri Strandabyggðar fundinn og ritaði fundargerð.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Fjárhagsáætlun 2020 – seinni umræða
  2. Gjaldskrár Strandabyggðar
  3. Lántaka Veitustofnunar
  4. Breytingar á eignarhaldi í Sævangi, fundargerð Hvatar, 20.10.19
  5. Minnisblað sveitarstjóra vegna bílastæðis á Skeiði
  6. Forstöðumannaskýrslur, nóvember
  7. Nefndarfundir
    1. Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd, 9.12.19
    2. Velferðarnefnd, 27.11.2019
  8. Stjórnarfundur Vestfjarðastofu nr. 21 – til kynningar
  9. Þinggerð 4. Haustþings Fjórðungssambands Vestfirðinga, 2019 – til kynningar
  10. Erindi eigenda Ögurs og Ögurferða í Súðavíkurhreppi, til Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, vegna starfsemi á Garðstöðum – til kynningar
  11. Samband íslenskra sveitarfélaga, stjórnarfundur 876 – til kynningar
  12. Hafnarsamband Íslands, fundargerð 417 – til kynningar
  13. Siglingaráð Íslands, fundargerð 19 – til kynningar
  14. Tillaga til þingsályktunar um gerð stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa á Íslandi – til kynningar.
  15. Styrktarsamningur við Lionsklúbb Hólmavíkur
  16. Fjárhagsáætlun 2021-2023, seinni umræða.

 

 

Þá var gengið til dagskrár.  Oddviti setti fundinn kl. 16.03 og bauð fundarmenn velkomna.

 

Oddviti óskaði eftir að tekið yrði fyrir tvö afbrigði:  Fjárhagsáætlun 2021-2023 seinni umræða og Styrktarsamningur við Lions. Sveitarstjórn samþykkir afbrigði við boðaða dagskrá og verður Styrktarsamingur við Lions nr. 15 á dagskrá og Fjárhagsáætlun 2021-2023 seinni umræða nr. 16.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Fjárhagsáætlun 2020 – seinni umræða

Salbjörg Engilbertsdóttir, skrifstofustjóri, fór yfir fjárhagsáætlun 2020.

 

Rekstrarniðurstaða A – hluta sjóðs er áætluð jákvæð um kr. 21.550.000.- Samanlögð rekstrarniðurstaða úr A og B hluta sjóðum sveitarfélagsins er áætluð jákvæð um kr. 27.650.000.- Helstu verkefni eru eftirfarandi: Haldið verður áfram í verkefninu Ísland ljóstengt og unnið að því að ljósleiðaravæða í dreifbýli á Langadalsströnd yfir í Djúpi. Áfram er unnið að undirbúningi vegna hitaveitu á Hólmavík. Sett verður niður nýtt stálþil í höfnina og unnið áfram að gatnaframkvæmdum innanbæjar á Hólmavík. Byggja á nýja fjárrétt og unnið verður áfram að viðhaldi á skólahúsnæðum, endurbótum í íþróttamiðstöð og í félagsheimili auk þess sem fjármunir verða settir í endurbyggingu á lóð leikskóla samkvæmt hönnun frá Verkís. Gert er ráð fyrir viðhaldi á þaki Áhaldahúss Strandabyggðar.

 

Áætlaðar fjárfestingar vegna framkvæmda árið 2020 hljóða upp á 59.950.000.-

Lántaka: Áætlað er að fjármagna þessar framkvæmdir með láni upp á 35.000.000.- vegna Eignasjóðs, 3.350.000.- vegna Þjónustumiðstöðvar, 10.000.000.- vegna Veitustofnunar og 8.000.000.-  vegna Hólmavíkurhafnar.

 

Fjárhagsáætlun er samþykkt samhljóða.

  1. Gjaldskrár Strandabyggðar.

Framlagðar gjaldskrár eru samþykktar og sveitarstjóra falið að birta þær á vef sveitarfélagsins og í Stjórnartíðindum eftir því sem við á.

 

  1. Lántaka Veitustofnunar

Sveitarstjórn samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi 12.12.2019, að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Veitustofnunar Strandabyggðar hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól kr. 8.500.000.-, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034 í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.  Er lánið tekið vegna framkvæmda við Veitustofnun sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.  Jafnframt er Þorgeiri Pálssyni, kt. 100463-5989], veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Strandabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

 

Sveitarstjórn samþykkir lántökuna einróma.

 

  1. Breytingar á eignarhaldi í Sævangi, fundargerð Hvatar, 20.10.19. 

Í fundargerð Ungmennafélagsins Hvatar frá 20. Október 2019 kemur fram að samþykkt er að leggja Ungmennafélagið Hvöt niður og ráðstafa fasteignum til sveitarfélagsins Strandabyggðar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá breytingum á eignarhaldi.

 

  1. Minnisblað sveitarstjóra vegna bílastæðis á Skeiði. 

Sveitarstjórn vísar erindinu til US nefndar til frekari umræðu.

 

  1. Forstöðumannaskýrslur, nóvember. 

Sveitarstjórn felur oddvita að fara með sveitarstjóra yfir forstöðumannaskýrslur og framsetningu þeirra fyrir birtingu.

 

  1. Nefndarfundir
    1. Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd, 9.12.19.

Varðandi lið 1 vill sveitarstjórn fresta ákvörðun til fundar í febrúar. Fundargerð samþykkt að öðru leyti.

    1. Velferðarnefnd, 27.11.2019.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

  1. Stjórnarfundur Vestfjarðastofu nr. 21 – til kynningar. 

Lögð fram til kynningar.

 

  1. Þinggerð 4. Haustþings Fjórðungssambands Vestfirðinga, 2019 – til kynningar.

Lögð fram til kynningar. Jón Jónsson gerir athugasemd um að mótatkvæði séu ekki skráð sérstaklega í fundargerðina.

 

  1. Erindi eigenda Ögurs og Ögurferða í Súðavíkurhreppi, til Heilbrigðiseftirlits  Vestfjarða, vegna starfsemi á Garðstöðum – til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Samband íslenskra sveitarfélaga, stjórnarfundur 876 – til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Hafnarsamband Íslands, fundargerð 417 – til kynningar. 

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Siglingaráð Íslands, fundargerð 19 – til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Tillaga til þingsályktunar um gerð stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa á Íslandi – til kynningar. 

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Styrktarsamningur við Lionsklúbb Hólmavíkur. 

Samningurinn er samþykktur samhljóða.

 

  1. Fjárhagsáætlun 2021-2023, seinni umræða.

Fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða.

 

 

 

Fundargerð lesin yfir, og ekki fleira tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 18.35

 

Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Jón Gísli Jónsson

Jón Jónsson.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón