Sveitarstjórnarfundur 1303 í Strandabyggð, 12.05.20
Sveitarstjórnarfundur 1303 í Strandabyggð
Fundur nr. 1303 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 12. maí 2020 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:05. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Jón Gísli Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir, Eiríkur Valdimarsson og Pétur Matthíasson. Guðfinna Lára Hávarðardóttir boðaði forföll. Þorgeir Pálsson ritaði fundargerð.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Nefndarfundir
- Umhverfis- og skipulagsnefnd, 07.05.20
- Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, 07.05.20
- Fræðslunefnd, 11.05.20
- Forstöðumannaskýrslur
- Húsnæðis- og mannvirkjastofnun – beiðni um gögn vegna húsnæðisverkefnis
- EarthCheck
- Fjórðungssamband Vestfirðinga, ársreikningur 2019
- Vestfjarðastofa – stjórnarfundur 25 frá 21.04.20
- Vestfjarðastofa – skipan í fulltrúaráð
- Náttúrustofa Vestfjarða – fundargerð 128 frá 08.04.20
- Skipulagsstofnun – beiðni um umsögn vegna strandsvæðaskipulags á Vestfjörðum
- Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga – stjórnarfundur 881 frá 24.04.20
- Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga – stjórnarfundur 882 frá 29.04.20
- Síminn – Fjarskiptalóð í landi Múla.
Þá var gengið til dagskrár. Oddviti setti fundinn kl. 16:05 og bauð fundarmenn velkomna.
- Nefndarfundir
- Umhverfis- og skipulagsnefnd, 07.05.20
Formaður rakti efni fundarins. Varðandi lið 1: Umræður spunnust um framhald vinnu við reglur um skilti. Afgreiðslu á lið 1 er frestað til næsta fundar sveitarstjórnar. Rætt um skipulag svæðisins og tengingu við aðalskipulag hvað liði 2 og 3 varðar. Varðandi lið 5, samþykkir sveitarstjórn tillögu nefndarinnar um staðsetningu ærslabelgs við gafl félagsheimilis út að Jakobínutúni. Varðandi lið 6 samþykkir sveitarstjórn tillögu nefndarinnar um reglur fyrir bílastæði á Skeiði. Varðandi lið 8 samþykkir sveitarstjórn að nýta skilgreint og afmarkað bílastæði við félagsheimili undir húsbíla sumarið 2020, gegn hálfu gjaldi gjaldskrár. Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.
- Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, 07.05.20
Formaður rakti efni fundarins og sagði frá hugmyndum um framkvæmd Hamingjudaga sem yrðu að miklu leyti í rafrænu formi. Einstaka viðburðir yrðu þó áfram haldnir á staðnum líkt og áður, t.d. sýning leikhópsins Lottu. Allt yrði unnið út frá áherslu stjórnvalda um forvarnir gegn smithættu. Fram kom sú skoðun að halda að auki fagnað í samfélaginu í haust, þegar takmörkunum væri aflétt. Rætt um framkvæmd vinnuskóla og sumarnámskeiða. Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.
- Fræðslunefnd, 11.05.20
Oddviti rakti efni fundarins. Varðandi lið 1. um starfslýsingar og skipurit skólans, samþykkir sveitarstjórn tillögur nefndarinnar. Varðandi lið 4 um samning um skólamáltíðir, samþykkir sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Café Riis. Sveitarstjóra er falið að gera samningsdrög og leggja fyrir sveitarstjórn. Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.
- Forstöðumannaskýrslur
Lagt fram til kynningar.
- Húsnæðis- og mannvirkjastofnun – beiðni um gögn vegna húsnæðisverkefnis
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra, formanni US nefndar og byggingarfulltrúa að afla umbeðinna gagna og leggja fyrir næsta sveitarstjórnarfund.
- EarthCheck
Rætt var um verkefnastjórn verkefnisins og næstu skref. Rætt var um beiðni verkefnastjóra til sveitarstjórnar um meðferð áhættumats vegna loftslagsvár. Rætt var um að tengja þá vinnu við aðalskipulagsgerð. Rætt var almennt um mikilvægi þess að koma þessum málaflokki í farveg innan stofnana sveitarfélagsins og skilgreina ábyrgð. Sveitarstjórn samþykkir að halda vinnufund um málið á næstu vikum og tengja þá umræðu við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Sveitarstjóra falið að afla gagna um stöðu mála fyrir þann fund.
- Fjórðungssamband Vestfirðinga, ársreikningur 2019
Lagður fram til kynningar.
- Vestfjarðastofa – stjórnarfundur 25 frá 21.04.20
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Sveitarstjóri vakti athygli á fjárframlagi til Sóknaráætlunar Vestfjarða.
- Vestfjarðastofa – skipan í fulltrúaráð
Samþykkt að Ásta Þórisdóttir verði fulltrúi Strandabyggðar í fulltrúaráði Vestfjarðastofu. Sveitarstjóra falið að tilkynna skipanina til Vestfjarðastofu.
- Náttúrustofa Vestfjarða – fundargerð 128 frá 08.04.20
Lögð fram til kynningar.
- Skipulagsstofnun – beiðni um umsögn vegna strandsvæðaskipulags á Vestfjörðum
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóri sagði frá kynningarfundi um verkefnið sem var haldinn 12.05.
- Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga – stjórnarfundur 881 frá 24.04.20
Lagt fram til kynningar.
- Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga – stjórnarfundur 882 frá 29.04.20
Lagt fram til kynningar.
- Síminn – Fjarskiptalóð í landi Múla.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð lesin yfir og ekki fleira tekið fyrir. Fundi slitið kl. 18.01.
Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir
Ásta Þórisdóttir
Eiríkur Valdimarsson
Jón Gísli Jónsson
Pétur Matthíasson.