Sveitarstjórnarfundur 1309 í Strandabyggð, 08.09.20
Sveitarstjórnarfundur 1309 í Strandabyggð
Fundur nr. 1309 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 8. september 2020 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Jón Gísli Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Eiríkur Valdimarsson, Guðfinna Lára Hávarðardóttir og Pétur Matthíasson. Þorgeir Pálsson ritaði fundargerð.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Skerðing á framlögum Jöfnunarsjóðs
- Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins:
- Fundargerð Fræðslunefndar frá 03.09.20
- Erindi frá Jóni Jónssyni – Tillaga um birtingu skjala með fundargerðum
- Fundargerð Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda frá 20.08.20.
- Yfirtaka Strandabyggðar á eignarhlut í Sævangi og íþróttavelli við Sævang
- Stjórna- og nefndarstörf sveitarstjóra og sveitarstjórnarfulltrúa Strandabyggðar, yfirlit
- Drög að samningi við Landmótun vegna aðalskipulagsgerðar
- Drög að samningi við Café Riis vegna skólamáltíða
- Vinnuskóli og umhverfisverkefni 2020 – kynning á starfi sumarsins
- Umsókn um námsvist í öðru sveitarfélagi
- Smástyrkir 2020 – seinni úthlutun
- Samband íslenskra sveitarfélaga, stjórnarfundur nr. 886 28.08.20
- Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, fundur nr. 129 frá 27. ágúst 2020, ársskýrsla 2019
- Skúfnavatnavirkjun, skýrsla Verkís
- Styrkbeiðni frá Aflinu.
Þá var gengið til dagskrár. Oddviti setti fundinn kl. 16.02 og bauð fundarmenn velkomna.
- Skerðing á framlögum Jöfnunarsjóðs
Oddviti bauð velkomna gesti á fundinn; Harald Reynisson, endurskoðanda frá KPMG og Salbjörgu Engilbertsdóttur, skrifstofustjóra Strandabyggðar. Haraldur fór yfir stefnumótun í fjármálum sveitarfélaga og tengdi þá umfjöllun við stöðu Strandabyggðar. Haraldur yfirgaf því næst fundinn. Rætt var um þá kosti sem eru í stöðunni hvað varðar hagræðingu til skemmri og lengri tíma, auk tækifæra til sóknar. Ákveðið var að afla frekari gagna fyrir vinnufund sem haldinn verður innan skamms. Salbjörg yfirgaf því næst fundinn.
- Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins:
- Fundargerð Fræðslunefndar frá 03.09.20
Formaður rakti efni fundarins og sagði frá innra mati og starfsáætlunum. Eins þarf að móta sýn og stefnu sameiginlegs leik-, tón- og grunnskóla. Rætt var um viðhaldsáætlun grunnskólans og endurmat á henni. Varðandi lið 8. leggur nefndin til að skipað verði sameiginlegt skólaráð sameinaðs skóla. Sveitarstjórn samþykkti tillögu nefndarinnar. Sveitarstjórn samþykkir að öðru leyti fundargerðina.
- Erindi frá Jóni Jónssyni – Tillaga um birtingu skjala með fundargerðum
Oddviti rakti efni tillögunnar og lagði til að tillagan yrði samþykkt. Sveitarstjórn samþykkti tillöguna. Sveitarstjóra falið að gera drög að verklagi vegna þessa fyrir næsta fund.
- Fundargerð Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda frá 20.08.20.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
- Yfirtaka Strandabyggðar á eignarhlut í Sævangi og íþróttavelli við Sævang
Ungmennafélagið Hvöt hefur verið lagt niður og samkvæmt samþykktum þess var ákveðið að eignarhlutar í íþróttavelli við Sævang sem og í húsnæðinu sjálfu, rynni til Strandabyggðar. Þessar eignir eru nú þinglýst eign sveitarfélagsins. Við umræðu um ráðstöfun eignanna véku Jón Gísli Jónsson og Pétur Matthíasson af fundi. Ákveðið var að fresta ákvörðun um ráðstöfun á íþróttavelli. Einnig var ákveðið að eignarhlutur sveitarfélagsins í húseigninni Sævangi væri boðinn Sauðfjársetrinu ses til eignar. Sveitarstjóra er falið að fylgja málinu eftir. Jón Gísli Jónsson og Pétur Matthíasson taka sæti á fundinum að nýju.
- Stjórna- og nefndarstörf sveitarstjóra og sveitarstjórnarfulltrúa Strandabyggðar, yfirlit
Rætt var um breytingar og endurmönnun og sveitarstjóra falið að fullgera yfirlitið og leggja fyrir næsta fund.
- Drög að samningi við Landmótun vegna aðalskipulagsgerðar
Ákveðið var að fresta afgreiðslu málsins, en sveitarstjóra falið að ræða við Landmótun um hugsanlegar breytingar á framkvæmd aðalskipulagsgerðarinnar.
- Drög að samningi við Café Riis vegna skólamáltíða
Oddviti lagði til að samningurinn yrði samþykktur. Sveitarstjórn samþykkti tillöguna.
- Vinnuskóli og umhverfisverkefni 2020 – kynning á starfi sumarsins
Skýrslan lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn þakkar fyrir skýrsluna og þá vinnu sem lögð var í verkið.
- Umsókn um námsvist í öðru sveitarfélagi
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu og felur sveitarstjóra að kalla eftir rökstuðningi.
- Smástyrkir 2020 – seinni úthlutun
Jón Gísli Jónsson og Eiríkur Valdimarsson véku af fundi. Sveitarstjórn samþykkti að veita framkomum umsóknum styrki og er sveitarstjóra falið að ganga frá afgreiðslu þeirra og kynna á heimasíðu sveitarfélagsins. Jón Gísli Jónsson og Eiríkur Valdimarsson taka sæti á fundinum að nýju
- Samband íslenskra sveitarfélaga, stjórnarfundur nr. 886 28.08.20
Fundargerð lögð fram til kynningar.
- Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, fundur nr. 129 frá 27. ágúst 2020, ársskýrsla 2019
Fundargögn lögð fram til kynningar.
- Skúfnavatnavirkjun, skýrsla Verkís
Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann átti með faghópi 3 vegna rammaáætlunar nr. 4. Lögð fram til kynningar.
- Styrkbeiðni frá Aflinu.
Oddviti lagði til að styrkbeiðninni yrði hafnað. Sveitarstjórn felldi tillögu oddvita með þremur atkvæðum gegn tveimur. Borin var upp ný tillaga um að styrkja samtökin um kr. 50.000 og samþykkti sveitarstjórn þá tillögu með þremur atkvæðum. Pétur Matthíasson greiddi atkvæði gegn tillögunni. Jón Gísli Jónsson sat hjá. Sveitarstjóra falið að ganga frá afgreiðslu styrksins.
Fundargerð lesin yfir og ekki fleira tekið fyrir. Fundi slitið kl. 20.14.
Ásta Þórisdóttir
Eiríkur Valdimarsson
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Jón Gísli Jónsson
Pétur Matthíasson