Sveitarstjórnarfundur 1312 í Strandabyggð, 08.12.20
Sveitarstjórnarfundur 1312 í Strandabyggð
Fundur nr. 1312 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 8. desember 2020 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:04. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Jón Gísli Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Eiríkur Valdimarsson, Guðfinna Lára Hávarðardóttir og Jón Jónsson. Pétur Matthíasson boðaði forföll. Gestur á fundinum: Salbjörg Engilbertsdóttir. Þorgeir Pálsson ritaði fundargerð.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024, seinni umræða
- Gjaldskrár 2021
- Viðmiðunarreglur um snjómokstur
- Starfsmannastefna Strandabyggðar
- Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2020
- Forstöðumannaskýrslur
- Bréf ungmennaráðs til sveitarstjórnar: aldursskipting í ungmennaráði
- Fundargerðir nefnda
- Fræðslunefnd, 03.12.20
- Umhverfis- og skipulagsnefnd, 07.12.20
- Ungmennaráð, 7.12.20
- Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2020/2021
- Fjórðungsþing – þinggerð 65. – til kynningar
- Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fundur 891 frá 20.11.20
- Hafnarsamband Íslands, fundur 428 frá 13.11.20
- Minnisblað Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu – til kynningar
- Umsögn um hafnarlög – til kynningar
- Tillaga að breyttu aðalskipulagi Reykhólahrepps vegna vindorkuvers í landi Garpdals – til kynningar.
Þá var gengið til dagskrár. Oddviti setti fundinn kl. 16.04 og bauð fundarmenn velkomna.
Oddviti tilkynnti um afbrigði vegna endurfjármögnunar á eldri lánum hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sem verður liður nr. 16 í dagskrá.
1. Fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024, seinni umræða
Rekstrarafkoma A hluta er áætluð – 63.445.000.- Samanlögð afkoma A og B hluta -63.525.000.- Stafar þessi neikvæða áætlaða afkoma m.a. af áframhaldandi skerðingu á framlögum Jöfnunarsjóðs, samkvæmt þeim gögnum sem fyrir liggja.
Gert er ráð fyrir eftirfarandi framkvæmdum á árinu 2021:
- Viðhald á lóð leikskóla og kaupum á leiktæki kr. 2.500.000.-
- Viðhald húsnæðis Grunnskóla vegna vatnsleka í bókasafni kr. 2.000.000.-
- Frágangi á aðgengi í Félagsmiðstöðina Ozon í kjallara í Félagsheimili kr. 1.000.000.-
- Viðgerð á koldíoxíðkerfi í Íþróttamiðstöð kr. 600.000.-
- Þróunarsetur, viðhald húsnæðis og breytingar. kr. 700.000.-
- Höfn, framkvæmdir skv. samgönguáætlun kr. 3.500.000.-
- Vatnsveita, kaup á perum í geislatæki kr. 650.000.-
- Veitustofnun, lagning ljósleiðara skv. samningi Ísland ljóstengt kr. 1.500.000.-
Heildarkostnaður vegna framkvæmda er áætlaður kr. 12.450.000.-
Gert er ráð fyrir eftirfarandi lántöku:
- Höfn 4.000.000.-
- Veitustofnun 3.500.000.- (v. framkvæmda 2020-2021)
- Eignasjóður 68.500.000.- þar af tæpar 62.000.000.- vegna tapreksturs
Sveitarstjórn samþykkti að afsala sér launahækkunum frá 1.1.2020 til loka árs 2021. Jafnframt samþykkti sveitarstjórn að þetta gildi ekki um nefndir sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun 2021 og áætlanir fram til 2024.
2. Gjaldskrár 2021
Oddviti og skrifstofustjóri fóru yfir einstaka hækkanir. Helstu hækkanir á gjaldskrám verða: 2.5% almenn hækkun og gjaldskrá vegna sorphirðu hækkar um 8%.
Einnig var sérstaklega farið yfir eftirfarandi fasteignaskattahlutföll:
- Fasteignaskattur A – gjald 0,5% af fasteignamati húss og lóðar
- Fasteignaskattur B – gjald 1,32% af fasteignamati húss og lóðar
- Fasteignaskattur C – gjald 1,51% af fasteignamati húss og lóðar
Sveitarstjórn samþykkti þær gjaldskrár sem fyrir lágu sem og hækkanir tengdar þeim. Einnig samþykkti sveitarstjórn framlögð fasteignaskattshlutföll og er prósentan óbreytt frá fyrra ári.
- Viðmiðunarreglur um snjómokstur
Oddviti lagði til að frekari vinna fari fram við skilgreiningar á snjómokstri í dreifbýli, en að unnið verði eftir þessum viðmiðunarreglum í þéttbýli frá 15. desember.
Sveitarstjórn samþykkti tillögu oddvita. Sveitarstjóra falið að kynna reglurnar fyrir íbúum.
- Starfsmannastefna Strandabyggðar
Sveitarstjóri tilgreindi breytingar á skjalinu frá fyrri drögum.
Sveitarstjórn samþykkir starfsmannastefnu Strandabyggðar.
- Viðauki 4. við fjárhagsáætlun 2020
Skrifstofustjóri fór yfir einstaka breytingar í viðauka 4, sem eru eftirfarandi:
„Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2020:
- Lækkun staðgreiðslutekna úr 253.500.000.- í kr. 235.000.000.-
- Tekjur Jöfnunarsjóðs lækkun. Endurgerð áætlun frá sumri hljóðaði upp á kr. 200.200.000.- Lækkun úthlutunar eru kr. 18.300.000 og greiðslur því í heild 181.900.000 m.kr. sem er niðurskurður frá fyrstu áætlun um 62,3 milljónir.
- Hækkun áætlunar Félagsþjónustu úr 22.200.000 í 32.000.000.-
- Fræðslumál. Hækkun launakostnaðar úr 181.310.000 Í 204.000.000 eða hækkun um 22.690.000.- Hækkun mötuneytiskostnaðar úr kr 13.499.000.- í 16.499.000.- eða um 3 milljónir.
- Lækkun tekna í Félagsheimili vegna frestunar viðburða vegna Covid. Á áætlun voru kr. 1.8 milljónir en líkleg niðurstaða eru kr. 600.000 og lækkun tekna því 1,2 milljónir.
- Vinnuskóli. Gert var ráð fyrir launakostnaði kr. 4,5 milljónir en raunkostnaður er kr. 1,7 milljónir. Lækkun áætlunar um kr. 2,8 milljónir
- Íþróttamiðstöð. Hækkun launakostnaðar úr 31.755.000.- í 33.365.000.- eða 1,6 milljón.
- Refa og minkaeyðing. Hækkun á kostnaði umfram áætlun sem var upp á kr. 2.900.000. Kostnaður er í raun kr. 4.1 milljónir. Breyting á áætlun kr. 1.2 milljónir.
- Tjaldsvæði. Gert var ráð fyrir tekjum kr. 6.5 milljónir en rauntekjur urðu 2.9 milljónum hærri. Launakostnaður var örlítið hærri en áætlað var eða um 1 milljón og tekjur á móti vegna styrks til ráðningar námsmanna voru kr. 645.608.- sem er talinn með í tekjum hér ofar.
- Vaxtakostnaður ársins var áætlaður kr. 2,1 milljón en líkleg niðurstaða eru kr. 4.6 milljónir eða hækkun um 2.5 milljónir.
- Sala Skólabraut 16. Gert var ráð fyrir söluhagnaði kr. 4 milljónir en þar er hækkun um 2.6 milljónir og hlutur Strandabyggðar í sölunni kr. 6.6 milljónir
- Eignasjóður, vaxta og fjármagnskostnaður. Breyting 4.9 milljónir í aukinn kostnað
- Hreinlætisvörur vegna Covid. Reikna má með kostnaði kr. 1.5 milljón umfram áætlun og er kostnaði skipt á nokkrar deildir. Reikna má með að hluti launakostnaðar sé vegna aukinna þrifa og vinnu vegna skipulagsmála vegna Covid.
Samtals er um aukinn kostnað að ræða sem nemur kr. 80.500.000.- á árinu eða eins og taflan sýnir.
Texti |
Áætlun |
Viðauki |
breyting |
Skatttekjur |
-253.500.000 |
-235.000.000 |
-18.500.000 |
Skatttekjur |
-200.200.000 |
-181.900.000 |
-18.300.000 |
Velferðarmál |
22.200.000 |
32.000.000 |
-9.800.000 |
Fræðslumál |
181.310.000 |
204.000.000 |
-22.690.000 |
Fræðslumál |
13.499.000 |
16.499.000 |
-3.000.000 |
Menningarmál |
-1.800.000 |
-600.000 |
-1.200.000 |
Æskulýðsmál |
4.500.000 |
1.700.000 |
2.800.000 |
Æskulýðsmál |
31.755.000 |
33.365.000 |
-1.610.000 |
Atvinnumál |
2.900.000 |
4.100.000 |
-1.200.000 |
Atvinnumál |
-6.500.000 |
-9.400.000 |
2.900.000 |
Atvinnumál |
2.000.000 |
3.000.000 |
-1.000.000 |
Vextir |
2.100.000 |
4.600.000 |
-2.500.000 |
Eignasjóður |
-4.000.000 |
-6.600.000 |
2.600.000 |
Eignasjóður |
33.457.000 |
40.957.000 |
-7.500.000 |
Covid - 19 |
|
1.500.000 |
-1.500.000 |
-80.500.000 |
Breyting á fjárfestingum ársins:
Þessar breytingar auka tap frá rekstri sveitarfélagsins, sem mætt er að mestu leyti með lántökum en einnig auknum niðurskurði í deildum.
Sveitarstjórn samþykkir viðaukana.
Jón Jónsson gerir athugasemd við vinnulag varðandi framsetningu viðauka og leggur fram eftirfarandi bókun: „Ég geri ekki efnislegar athugasemdir við viðaukann, en tel mikilvægt að vinnubrögð við samþykkt viðauka hjá sveitarstjórn Strandabyggðar verði skoðuð. Viðauka á að samþykkja áður en til aukinna útgjalda kemur og lækkun útgjalda vegna frestunar á framkvæmdum á að byggjast á ákvörðunum sveitarstjórnar sem teknar eru með formlegum hætti á sveitarstjórnarfundum“.
Salbjörg Engilbertsdóttir yfirgaf fundinn.
- Forstöðumannaskýrslur
Sveitarstjórn þakkar fyrir skýrslurnar. Ítrekað var að setningar skuli segja vel frá því um hvað málin snúast og séu ekki í of miklu stikkorðaformi. Einnig var kallað eftir formlegri skýrslu um verkefni sveitarstjóra.
- Bréf ungmennaráðs til sveitarstjórnar: aldursskipting í ungmennaráði
Sveitarstjórn þakkar ungmennaráði fyrir bréfið. Oddviti rakti efni bréfsins. Fyrir fundinum liggur fundargerð ungmennaráðs þar sem fram er komin tillaga að nýrri aldursskiptingu. Frekari umræðu frestað til liðar nr. 8.
- Fundargerðir nefnda
- Fræðslunefnd, 03.12.20
Formaður rakti efni fundarins. Sveitarstjórn samþykkti fundargerðina.
- Umhverfis og skipulagsnefnd, 07.12.20
Formaður rakti efni fundarins. Varðandi lið 1. í fundargerð, umsókn um lóð á Skeiði til Ágústs Guðjónssonar; Samþykkir sveitarstjórn tillögu nefndarinnar og felur byggingafulltrúa að gera lóðleigusamning með 3ja mánaða uppsagnarfresti. Varðandi lið 3, umsókn frá Strandagaldri um lýsingu á listaverkinu Klemusi, vék Jón Jónsson af fundi. Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar. Jón Jónsson tekur sæti á fundinum. Varðandi lið 4 umsókn um glugga á Snæfelli, víkur Eiríkur Valdimarsson af fundinum. Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar. Eiríkur Valdimarsson tekur sæti á fundinum að nýju. Varðandi lið 9. önnur mál, umsókn Jóns Gísla Jónssonar fyrir hönd Trésmiðjunar Höfða ehf um lóð á Skeiði víkur Jón Gísli Jónsson af fundi. Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar. Jón Gísli Jónsson tekur sæti á fundinum að nýju. Sveitarstjórn samþykkir að öðru leyti fundargerðina.
- Ungmennaráð, 07.12.20
Formaður rakti efni fundarins. Umræða spannst um aldursskiptingu ungmennaráðs og tillögu ráðsins um að hverfa tilbaka til fyrri aldursskiptingar; 13-25 ára. Sveitarstjórn samþykkti tillögu ungmennaráðs. Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.
- Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2020/2021
Úthlutun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra upp á 140 tonn lögð fram til kynningar. Mismunandi sjónarmið um fyrirkomulag úthlutunarinnar komu fram. Sérreglur Strandabyggðar vegna skiptingar byggðakvóta hafa þegar verið sendar inn.
- Fjórðungsþing – þinggerð 65. – til kynningar
Lagt fram til kynningar.
- Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fundur 891 frá 20.11.20
Lagt fram til kynningar.
- Hafnarsamband Íslands, fundur 428 frá 13.11.20
Lagt fram til kynningar.
- Minnisblað Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu – til kynningar
Lagt fram til kynningar.
- Umsögn um hafnarlög – til kynningar
Lagt fram til kynningar.
- Tillaga að breyttu aðalskipulagi Reykhólahrepps vegna vindorkuvers í landi Garpdals – til kynningar
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við tillöguna.
- Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna endurfjármögnun eldri lána
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Fundargerð lesin yfir og ekki fleira tekið fyrir. Fundi slitið kl. 19.57.
Ásta Þórisdóttir
Eiríkur Valdimarsson
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Jón Gísli Jónsson
Jón Jónsson