A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1314 í Strandabyggð, 09.02.21

 

Sveitarstjórnarfundur 1314 í Strandabyggð

Fundur nr.  1314 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 9. febrúar 2021 í Hnyðju, Höfðagötu 3. kl. 16:00.  Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn:  Jón Gísli Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Eiríkur Valdimarsson, Guðfinna Lára Hávarðardóttir og Pétur Matthíasson. Þorgeir Pálsson ritaði fundargerð.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Forstöðumannaskýrslur og verkefni sveitarstjóra
  2. Nefndarfundir
    1. Fræðslunefnd, 04.02.21
    2. Umhverfis- og skipulagsnefnd, 08.02.21
  3. Erindisbréf fræðslunefndar
  4. Nefndarskipan; barnaverndarnefnd
  5. Erindi Grænfánanefndar Grunnskóla
  6. Umsókn um skólavist í öðru sveitarfélagi
  7. Gjaldskrárbreytingar, reglur:
    1. Gjaldskrá fráveitu
    2. Gjaldskrá vatnsveitu
    3. Gjaldskrá byggingarleyfa ofl
    4. Gjaldskrá fyrir gáma- og geymslusvæði
    5. Reglur um gáma- og geymslusvæði
    6. Reglur um snjómokstur í Strandabyggð
  8. Skógrækt í Steinadal
  9. Smástyrkir
  10. Háafell, beiðni um umsögn vegna sjókvíaeldis, auk fylgigagna
  11. Samband íslenskra sveitarfélaga, boðun á XXXVI landsþing
  12. Fjórðungssamband Vestfirðinga, samgöngunefnd, fundargerðir frá 11.11 20 og 16.12.20 – til kynningar
  13. Samband íslenskra sveitarfélaga – fundargerð 893 og 894 frá 16.12.20 og 29.01.21– til kynningar
  14. Hafnarsamband Íslands – fundargerð 431 frá 22.01.21– til kynningar.

 

Þá var gengið til dagskrár.  Oddviti setti fundinn kl. 16.03 og bauð fundarmenn velkomna.

 

Oddviti tilkynnti um afbrigði vegna minnisblaðs tómstundafulltrúa um ungmennaráð  sem verður liður nr. 15 í dagskrá.  Sveitarstjórn samþykkti afbrigðið.

 

  1. Forstöðumannaskýrslur og verkefni sveitarstjóra

Sveitarstjórn fagnar stofnun Öldungaráðs með Reykhólahreppi og Dalabyggð.  Rætt um starfsáætlanir forstöðumanna, Strandakjarnann, húsnæðisverkefni og önnur verkefni sveitarstjóra.

 

  1. Nefndarfundir
    1. Fræðslunefnd, 04.02.21

Formaður rakti efni fundarins.  Rætt um aðkomu ungmennaráðs að framtíðarstaðsetningu dreifnámsins.  Rætt um að endurtaka nafnasamkeppni á grunnskólann.  Einnig var rætt um markmið Sterkra Stranda varðandi fræðslumál, t.d. markmið um iðnnám.  Varðandi lið 6. í fundargerð, samþykkir sveitarstjórn tillögu fræðslunefndar um að hætta gjaldtöku á hafragraut í grunnskóla.  Sveitarstjóra falið að tilkynna hlutaðeigandi um tillögur nefndarinnar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti.

 

    1. Umhverfis- og skipulagsnefnd, 08.02.21

Formaður rakti efni fundarins.  Varðandi lið 1, samþykkir sveitarstjórn tillögu nefndarinnar.     Varðandi lið 4, samþykkir sveitarstjórn tillögu nefndarinnar. Rætt var um mikilvægi þess að meðferð erinda milli funda sé skilvirk, sérstaklega í ljósi fækkunar funda og almenns tímaramma verkefna. 

 

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

 

  1. Erindisbréf fræðslunefndar

Sveitarstjórn samþykkir erindisbréfið. Sveitarstjóra falið að kynna erindisbréfið að heimasíðu sveitarfélagsins.

 

  1. Nefndarskipan; barnaverndarnefnd

Samþykkt var að Jón Gísli Jónsson sé varamaður í barnaverndarnefnd.

 

  1. Erindi Grænfánanefndar Grunnskóla

Í ljósi þess að í gildi er lóðaleigusamningur um Stóru Grund, samþykkir sveitarstjórn að leggja til annað landsvæði sunnanvert við Kálfaneslæk.  Byggingarfulltrúa er falið að gera drög að útlínum svæðisins.

 

  1. Umsókn um skólavist í öðru sveitarfélagi

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins.  Sveitarstjóra falið að kanna forsendur málsins.

 

  1. Gjaldskrárbreytingar, reglur:
    1. Gjaldskrá fráveitu

Sveitarstjórn samþykkir gjaldskránna.

    1. Gjaldskrá vatnsveitu

Sveitarstjórn samþykkir gjaldskránna.

    1. Gjaldskrá byggingarleyfa ofl

Sveitarstjórn samþykkir gjaldskránna.

    1. Gjaldskrá fyrir gáma- og geymslusvæði

Sveitarstjórn samþykkir gjaldskránna.

    1. Reglur um gáma- og geymslusvæði

Sveitarstjórn samþykkir reglurnar

    1. Reglur um snjómokstur í Strandabyggð

Sveitarstjórn samþykkir reglurnar.

 

  1. Skógrækt í Steinadal

Með vísan í afgreiðslu sveitarstjórnar dags. 12. janúar 2021, sem er annmörkum háð, þar sem láðist að uppfylla skilyrði Aðalskipulags Strandabyggðar 2010-2022 um landbúnaðarland og mat á virði þess m.t.t. skógræktar, fellir sveitarstjórn úr gildi afgreiðslu máls er varðar skógrækt í Steinadal, samkvæmt 25. gr. stjórnsýslulaga.

 

Umsóknin verður hér með tekin til afgreiðslu að nýju:

 

Sveitarstjórn hefur tekið ákvörðun um að umsókn um skógræktaráform í Steinadal skuli ekki

háð mati á umhverfisáhrifum, samkvæmt lögum nr. 106/2000.

 

Sveitarstjórn telur að skógræktaráformin séu ekki háð framkvæmdaleyfi þar sem

skógræktarsvæðið er innan við 200 ha og þá samræmast þau skilmálum aðalskipulags

Strandabyggðar um landbúnaðarsvæði og falla undir skilgreindan landbúnaðarflokk tvö.

 

Sveitarstjórn samþykkir erindi um skógrækt á svæðum 1, 2 og 3 en frestar afgreiðslu á svæði 4.  Landeigandi skal tryggja að tekið verði tillit til fornminja og ekki plantað nær þekktum fornminjum en 20 m.

 

Sveitarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum.  Guðfinna Lára Hávarðardóttir sat hjá.  Sveitarstjóra falið að tilkynna hlutaðeigandi niðurstöðu sveitarstjórnar.

 

  1. Smástyrkir

Jón Gísli Jónsson víkur af fundi.  Varaoddviti, Guðfinna Lára Hávarðadóttir tekur við stjórn fundarins.  Margar umsóknir bárust.  Sveitarstjórn samþykkir að veita Skógræktarfélagi Strandasýslu styrk til viðhalds á Hermannslundi, kr. 50.000.-  Sveitarstjóra falið að tilkynna styrkhafa. Jón Gísli Jónsson tekur sæti á fundinum að nýju.

 

  1. Háafell, beiðni um umsögn vegna sjókvíaeldis, auk fylgigagna

Oddviti leggur til að ekki verði gerð umsögn vegna erindisins.  Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.  Sveitarstjóra falið að tilkynna hlutaðeigandi.

 

  1. Samband íslenskra sveitarfélaga, boðun á XXXVI landsþing

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Fjórðungssamband Vestfirðinga, samgöngunefnd, fundargerðir frá 11.11 20 og 16.12.20 – til kynningar

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Samband íslenskra sveitarfélaga – fundargerð 893 og 894 frá 16.12.20 og 29.01.21– til kynningar

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Hafnarsamband Íslands – fundargerð 431 frá 22.01.21– til kynningar

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Minnisblað tómstundafulltrúa; ungmennaráð – til kynningar.

Sveitarstjórn fagnar nýju ungmennaráði og hvetur það til dáða.

 

 

Fundargerð lesin yfir og ekki fleira tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 18.14.

 

Ásta Þórisdóttir

Eiríkur Valdimarsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Jón Gísli Jónsson

Pétur Matthíasson

 

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón