Sveitarstjórnarfundur 1318 í Strandabyggð 11.05.2021
Sveitarstjórnarfundur nr. 1318 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 11. maí 2021 í Hnyðju, Höfðagötu 3. kl. 16:00. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Jón Gísli Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Guðfinna Lára Hávarðardóttir og Jón Jónsson. Pétur Matthíasson og Eiríkur Valdimarsson boðuðu forföll. Salbjörg Engilbertsdóttir ritaði fundargerð.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Ársreikningur 2020 fyrri umræða
- Beiðni um leyfi frá störfum sveitarstjórnar
- Launakjör sveitarstjórnarfulltrúa
- Samningur við Ráðrík
- Forstöðumannaskýrslur
- Nefndarfundi, a.Umhverfis og skipulagsnefnd 06.05.2021
- Sterkar Strandir fundargerð 16.03.2021 og 8. 04.2021
Þá var gengið til dagskrár. Oddviti setti fundinn kl. 16.04 og bauð fundarmenn velkomna. Oddviti lagði til afbrigði við boðaða dagskrá sem verður númer 8 á dagskránni og fjallar um breytingu á nefndum. Sveitarstjórn samþykkir afbrigðið.
- Ársreikningur 2020 fyrri umræða. Kristján Jónasson og Haraldur Reynisson endurskoðendur hjá KPMG mæta á fundinn gegnum fjarfund. Kristján Jónasson fór yfir ársreikning Strandabyggðar og sundurliðun ársreiknings 2020 og helstu kennitölur og Haraldur fór yfir endurskoðunarskýrslu. Oddviti þakkaði Kristjáni og Haraldi fyrir þeirra innlegg. Oddviti leggur til að ársreikningi verði vísað til seinni umræðu og var það samþykkt.
- Beiðni um leyfi frá störfum sveitarstjórnar. Beiðni um leyfi frá sveitarstjórnarstörfum frá Hafdísi Gunnarsdóttur sem óskar eftir leyfi út kjörtímabilið og frá Eiríki Valdimarssyni sem óskar eftir leyfi til 1. október 2021. Sveitarstjórn samþykkir þessar beiðnir samhljóða.
- Launakjör sveitarstjórnarfulltrúa. Ljóst er að næstu mánuði verður nokkur viðbót við störf sveitarstjórnar vegna breytinga á starfsmannahaldi. Laun vegna viðbótarvinnu verða greidd samkvæmt innsendum vinnuskýrslum á grundvelli verkefna. Vegna fjárhagsstöðu sveitarfélagsins ákvað sveitarstjórn haustið 2020 að afsala sér launahækkun sem hefði orðið vegna hækkunar þingfararkaups frá 1. janúar 2020 og út árið 2021.
- Samningur við Ráðrík. Samkvæmt samkomulagi við sveitarstjórnarráðherra frá apríl var lagt upp með aðkomu ráðgjafa um rekstur sveitarfélagsins. Samningur við Ráðrík ehf. um fjárhagslega greiningu og markmiðasetningu í rekstri sveitarfélagsins lagður fram. Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.
- Forstöðumannaskýrslur. Skýrslur forstöðumanna eru lagðar fram til kynningar. Sveitarstjórn þakkar þeim fyrir skýrslurnar.
- Nefndarfundir.
- Umhverfis og skipulagsnefnd 06.05.2021. Sveitarstjórn samþykkir sérstaklega afgreiðslu nefndarinnar á liðum 2, 4, 7 og 8 en samþykkir lið nr. 5 með fyrirvara um að umsóknin samræmist gildandi skipulagi og óskar eftir staðfestingu skipulagsfulltrúa þar um. Sveitarstjórn samþykkir erindi varðandi breytingu á skráningu frístundahúss í íbúðarhús skv. lið nr. 6 í fundargerðinni. Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.
- Sterkar Strandir fundargerð 16.03.2021 og 08.04.2021. Lagðar fram tvær fundargerðir til kynningar. Sveitarstjórn samþykkir að fundargerðir Sterkra Stranda verði birtar á vef sveitarfélagsins. Styrkþegum við úthlutun 2021 er óskað hjartanlega til hamingju með framlögin til áhugaverðra og spennandi verkefna.
- Breytingar á nefndum. Sveitarstjórn samþykkir að Jón Gísli Jónsson taki að sér formennsku í Umhverfis- og skipulagsnefnd og að Guðfinna Lára Hávarðardóttir og Jón Jónsson verði varamenn í Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar.
Fundargerð lesin yfir og ekki fleira tekið fyrir. Fundi slitið kl. 18.40
Ásta Þórisdóttir
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Jón Gísli Jónsson
Jón Jónsson