Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 10.janúar 2019
Fundargerð
Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 10 janúar 2019, kl. 17:00 að Höfðagötu 3.
Fundinn sátu: Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir, Matthías Lýðsson, Angantýr Ernir Guðmundsson, Jóhanna G. Rósmundsdóttir og Júlíus F. Jónsson.
Birna Karen Bjarkadóttir forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar sat einnig fundinn.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
1. Val á íþróttamanni ársins 2018
2. Starf tómstundarfulltrúa
3. Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar
4. Fjárhagsáætlun
5. Önnur mál
Þá var gengið til dagskrár:
1. Val á íþróttamanni ársins, farið var yfir tilnefningar og umræða um þær. Ákvörðun var tekin og verður afhending verðlauna á íþróttahátíð Grunnskólans þann 17.janúar 2019.
2. Umræða um starfslýsingu tómstundarfulltrúa og er lagt til að þetta verði 100% starf til að meiri hvatning verði til umsókna.
3. Gjaldskrá yfirfarin og vel tekið í þessa breytingu. Almenn ánægja með vísi að heilsueflandi sveitarfélagi.
4. Farið yfir fjárhagsáætlun sviðs TÍM nefndar og var óánægja með að ekki væri tölur fyrir íþróttarhúsið fyrir árið 2019. Óskað er eftir tölum er varða Íþróttamiðstöðina. Margar ábendingar komu fram og er formanni falið að koma þeim áleiðis til sveitarstjórnar.
5. Miklar áhyggjur eru af starfi/störfum innan tómstundarsviðs og stöðu faglega starfsins innan félagsmiðstöðvarinnar og er óskað eftir upplýsingum og úrbótum. Teljum við að vanti mikið uppá upplýsingaflæði á milli stjórnenda og starfsmanna tómstundarsviðs óskum við úrbóta í þeim efnum.
Fundi slitið kl.19:15
Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir
Matthías Lýðsson
Angantýr Ernir Guðmundsson
Jóhanna G. Rósmundsdóttir
Júlíus F. Jónsson