A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 13. janúar 2012

Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar föstudaginn 13. janúar kl. 17:00 á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Mætt voru Katla Kjartansdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir, Steinar Ingi Gunnarsson, Þorsteinn Newton í stað Kolbeins Skagfjörðs Jósteinssonar sem boðaði forföll og Aðalbjörg Guðbrandsdóttir í stað Kristjönu Eysteinsdóttur sem boðaði forföll.

 

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

1. Kosning varaformanns og ritara

2. Erindisbréf Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar

3. Erindi frá FÍÆT, kynning á samtökunum

4. Erindi frá ÍSÍ, kynning á Lífshlaupinu

5. Erindi frá UMFÍ, gisting íþróttahópa

6. Erindi frá Seeds-samtökunum vegna verkefna árið 2012

7. Greinargerð frá tómstundafulltrúa vegna hljóðkerfismála í Strandabyggð

8. Tillaga frá tómstundafulltrúa vegna umsýslu hljóðkerfa í Strandabyggð

9. Tillaga um reglugerð vegna vals á Íþróttamanni ársins í Strandabyggð

10. Ársskýrsla tómstundafulltrúa

11. Önnur mál 

 

Katla Kjartansdóttir formaður nefndarinnar bauð fulltrúa velkomna. Þá var gengið til dagskrár.

 

1.  Kosning varaformanns og ritara


Katla lagði til að Arnar S. Jónsson, tómstundafulltrúi og starfsmaður nefndarinnar, yrði ritari hennar. Samþykkt samhljóða.

 

Katla lagði einnig fram tillögu um að Salbjörg Engilbertsdóttir yrði varaformaður nefndarinnar. Samþykkt með lófataki.

 

 

2.  Erindisbréf Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar

 

Formaður lagði fram drög að erindisbréfi nefndarinnar. Farið var yfir erindisbréfið lið fyrir lið og einstakir þættir þess ræddir. Erindisbréfið borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða að leggja það fyrir sveitarstjórn, með fyrirvara um skoðun og uppfærslu á laganúmerum. Formanni og tómstundafulltrúa falið að uppfæra bréfið áður en það er lagt fyrir sveitarstjórn.

 

 

3.  Erindi frá FÍÆT, kynning á samtökunum

 

Lagt fram til kynningar.

 

 

4.  Erindi frá ÍSÍ, kynning á Lífshlaupinu

 

Lagt fram til kynningar. Nefndin hvetur íbúa Strandabyggðar, vinnustaði og skóla til þátttöku í Lífshlaupinu. Skráning hefst 18. janúar á www.lifshlaupid.is.

 

 

5.  Erindi frá UMFÍ, gisting íþróttahópa

 

Nefndin leggur til að sveitarstjórn taki ákvörðun um gjald fyrir gistingu íþróttahópa í Félagsheimilinu á Hólmavík eða öðrum húsum í eigu sveitarfélagsins. Tómstundafulltrúa falið að leita upplýsinga um svipað gjald í öðrum sveitarfélögum af svipaðri stærðargráðu og koma þeim upplýsingum áleiðis til sveitarstjórnar.

 

 

6.  Erindi frá Seeds-samtökunum vegna verkefna árið 2012

 

Erindi hefur borist frá Seeds-samtökunum þar sem boðið er upp á að flokkur frá þeim vinni verkefni í sveitarfélaginu í sumar. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd sér ekki fram á að verkefni á starfssviði nefndarinnar kalli á vinnu slíks hóps.

 

 

7.  Greinargerð frá tómstundafulltrúa vegna hljóðkerfismála í Strandabyggð

 

Lagt fram til kynningar.

 

 

8.  Tillaga frá tómstundafulltrúa vegna umsýslu hljóðkerfa í Strandabyggð

 

Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til sveitarstjórnar.

 

 

9.  Tillaga um reglugerð vegna vals á Íþróttamanni ársins í Strandabyggð

 

Tómstundafulltrúi  hefur unnið að reglugerð um val á íþróttamanni ársins í Strandabyggð. Íþróttafélag lögreglunnar á Hólmavík hefur hingað til tilnefnt íþróttamann ársins í sveitarfélaginu en lýsti yfir vilja á síðasta ári til að koma valinu í farveg innan sveitarfélagsins.

 

Reglugerðin er ekki tilbúin en lögð fram til kynningar. Nefndarmenn ræddu reglugerðina og gerðu við hana athugasemdir.Tómstundafulltrúa falið að fullklára hana samkvæmt athugasemdum og leggja fyrir nefndina á næsta fundi.

 

 

 

10.  Ársskýrsla tómstundafulltrúa árið 2011

 

Lagt fram til kynningar. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með störf tómstundafulltrúa á liðnu ári.

 

 

11.  Önnur mál

 

a) Rætt var um að Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd fái forstöðumenn Íþrótta­miðstöðvar og Félagsheimilis á fund nefndarinnar með reglulegu millibili til að ræða málefni stofnananna. Samþykkt að bjóða þessum aðilum að mæta á næsta fund nefndarinnar.

 

b) Þorsteinn lagði fram spurningu varðandi lítið félagsmiðstöðvarstarf fyrir 1.-4. bekk í Félagsmiðstöðinni Ozon. Arnar skýrði frá því að starf fyrir þennan aldurshóp væri ekki hluti af starfsemi miðstöðvarinnar. Til stæði að halda Félagsmiðstöð unga fólksins sem er ætlað þessum hópi, tvisvar sinnum fram að starfslokum miðstöðvarinnar í vor. Arnar tekur málið til skoðunar.

 

c) Þorsteinn velti upp þeirri spurningu hver staðan væri á uppsetningu á listaverki Einars Hákonarsonar. Nefndin hvetur sveitarstjórn eindregið til að ljúka uppsetningu á verkinu fyrir komandi Hamingjudaga árið 2012.

 

 

Fundi slitið kl. 19:07.

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

 

Aðalbjörg Guðbrandsdóttir

Katla Kjartansdóttir

Salbjörg Engilbertsdóttir

Steinar Ingi Gunnarsson

Þorsteinn Paul Newton

Arnar Snæberg Jónsson

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón