A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 3. febrúar 2016

Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar  miðvikudaginn 3. febrúar,  kl. 16:00 að Höfðagötu 3.

Fundinn sátu: Ásta Þórisdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir, Júlíana Ágústsdóttir og Jóhanna Rósmundsdóttir. Júlíus Jónsson boðaði forföll. Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð. Heiðrún Helga Hjörleifsdóttir vettvangsnemi sat til áheyrnar.

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

  1. Barnamenningarhátíð Vestfjarða
  2. Innleiðing Barnasáttmálans
  3. Stefnumótun í æskulýðsmálum
  4. Steypa ljósmyndasýning
  5. Gjald fyrir Skólaskjól
  6. Önnur mál

Þá er gengið til dagskrár. 

 

  1. Barnamenningarhátíð Vestfjarða
    a) Skipulag rætt
  2. Innleiðing Barnasáttmálans
    a) Ákveðið að halda kynningarfund um innleiðingarferli Barnasáttmálans fyrir starfsmenn sveitarfélagsins fyrstu vikuna í apríl.

  3. Stefnumótun í æskulýðsmálum
    a) Ákveðið að taka fyrir á næsta fundi.

  4. Steypa ljósmyndasýning
    a) Áhugi er fyrir að Steypa ljósmyndasýningin verði haldin á Hólmavík í sumar ef hentugt húsnæði finnst.

  5. Gjald fyrir Skólaskjól
    a) Lagt er til að greitt verði fyrir heilan dag 620 kr þar sem kaffitími er innifalin í daggjaldi. Veittur verði 25% afsláttur fyrir systkini og 50% afsláttur haldist óbreyttur fyrir einstæða foreldra.

  6. Önnur mál
    a) Ákveðið var að semja reglur í sambandi við útleigu dreifnámshúss til listamanna yfir sumartímann. Reglur verða samdar fyrir næsta TÍM-nefndarfund.

    b) TÍM-nefnd hvetur starfshóp um uppbyggingu íþróttasvæðis í Brandskjólum að funda um málefnið.

 

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 17:50

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón