Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 6.september 2018
Fundargerð
Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 6. september, kl. 17:00 að Höfðagötu 3.
Fundinn sátu: Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir, Jóhanna Rósmundsdóttir og Angantýr Ernir Guðmundsson. Júlíus Jónsson boðaði forföll og Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir mætti í hans stað. Matthías Lýðsson mætti ekki. Díana Jórunn Pálsdóttir mætti ekki sem fulltrúi ungmennaráðs. Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
1. Starfsáætlun TÍM-nefndar
2. Erindisbréf TÍM-nefndar
3. Sýn og stefna TÍM-nefndar
4. Fjárhagsáætlunargerð
5. Frjáls félagasamtök
6. Tómstundadagatal
7. Önnur mál
Þá var gengið til dagskrár.
1. Starfsáætlun TÍM-nefndar
a. Starfsáæltun samþykkt
2. Erindisbréf TÍM-nefndar
a. Erindisbréf samþykkt
3. Sýn og stefna TÍM-nefndar
a. Nefndarmenn halda áfram að setja saman sýn og stefnu sem nefndin mun fara yfir á næsta fundi
4. Fjárhagsáætlunargerð
a. Verklag fjárhagsáætlunargerðar kynnt fyrir nefndarmönnum. Nefndarmenn koma með liði inn á fjárhagsáætlunargerð fyrir næsta TÍM-nefndarfund
5. Frjáls félagasamtök
a. Tómstundafulltrúi býður félagasamtökum í heimsókn á fundi TÍM-nefndar, hvaða félögum og í hvaða röð verður sent á nefndarmenn fyrir næsta fund.
6. Tómstundadagatal
a. Nefndin veltir fyrir sér hvort þörf sé á aukinni opnun í frístundaheimilinu Skólaskjól þegar það eru frí í skólanum eða styttri dagar. Ákveðið er að taka könnun meðal forsjáraðila og leggja niðurstöður könnunarinnar fyrir nefndina í
nóvember.
7. Önnur mál
a. Erindi barst TÍM-nefnd frá forstöðumanni Íþróttamiðstöðvar Strandabyggðar um að gufubaðið er ónýtt. Unnið er að lausnum.
Fundi slitið kl.19:30