Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, 24. júní 2020
Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, 24. júní 2020
Fundur var haldinn í Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 24. júní 2020 og hófst kl 17:00. Fundurinn var haldinn í Hnyðju í Þróunarsetrinu á Hólmavík. Hann sátu Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir, Angantýr Ernir Guðmundsson, Jóhanna Rósmundsdóttir, Matthías Lýðsson og Eiríkur Valdimarsson formaður sem stýrði fundi og ritaði fundargerð.
cr
Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá:
- Hamingjudagar
- Menningarverðlaun Strandabyggðar 2020
- Annað
Var þá gengið til dagskrár:
- 1. Hamingjudagar
Nefndarfólk fór yfir dagskrá Hamingjudaga og var prýðilega sátt við útfærslu hátíðarinnar miðað við aðstæður í samfélaginu.
- 2. Menningarverðlaun Strandabyggðar 2020
Nefndarfólk fór yfir þær tillögur sem bárust, sem voru fjölmargar að þessu sinni og er það einkar ánægjulegt. Nefndin komst að samhljóða niðurstöðu sem verður kynnt á setningu Hamingjudaga föstudaginn 26. júní.
- 3. Annað
Rætt var um stöðu tómstundafulltrúa. Nefndin hefur áhyggjur af því að starfshlutfallið sem auglýst var, 75%, hafi verið fráhrindandi fyrir umsækjendur.
Nefndin vill koma á framfæri óánægju með ónógan fjölda leiðbeinenda á sumarnámskeiðum á vegum sveitarfélagsins.
Fleira var ekki rætt á fundinum og honum slitið klukkan 18:24.