A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd nr 83, 02.09.2024

Tómstunda, íþrótta- og menningarnefnd
Nefndarfundur nr 83


Mánudaginn 2. september 2024 var 83. nefndarfundur TÍM nefndar haldinn í Ráðhúsi Strandabyggðar á Hólmavík. Hófst fundurinn kl. 17:00.

Eftirtaldir nefndarmenn sátu fundinn: Sigríður Jónsdóttir formaður, Jóhanna Rósmundsdóttir, Jóhann Björn Arngrímsson, Magnea Dröfn Hlynsdóttir og Magnús Steingrímsson, en Þórdís Karlsdóttir boðaði forföll og áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs einnig.

Jóhanna Rósmundsdóttir ritar fundargerð.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Samantekt á sumarstarfi
2. Starfsáætlun Íþrótta- og tómstundafulltrúa og tengdra stofnanna
3. Starfsáætlun nefndar
4. Útivistarsvæði
5. Nýtt samstarf milli ozon og frístundar
6. Veturinn frammundan
7. Menningarviðburðir í sumar
8. Íþróttaviðburðir í sumar
9. Frispýgolf
10. Fjárhagsáætlun undirbúningur og áherslur nefndar
11. Frístundastyrkur minna á að sækja um

1. Samantekt á sumarstarfi
Hallbera kom og var í viku og var mæting nokkuð góð, og síðan var Þórey Hekla með námskeið í tvær vikur og þar var einnig góð mæting.

Unglingavinnan fór fram með öðru sniði þetta sumarið þar sem ekki fékkst starfsmaður fyrr en í júlí, en krakkarnir voru að vinna ýmis verkefni í júní eins og aðstoða á sumarnámskeiðunum, í leikskólanum og áhaldahúsi.


2. Starfsáætlun Íþrótta- og tómstundafulltrúa og tengdra stofnann
Starfssemi í íþróttahúsi er komið í vetraropnun og verður opið eins og fyrri ár frá 9-21mán-fimm og 9-16 föst og síðan verður opið á laugardögum frá kl: 11-15 og á sunnudögum frá kl:14-18. Starfsmenn íþróttamiðstöðvar hafa einnig nefnt að hafa opið eins og laug og sunn eða jafnvel hafa bara opið á laugardögum frá 11-18 og lokað á sunnudögum. Nefndin leggur til að opnunartímar um helgar verði áfram 11-15 á laugardögum og 14-18 á sunnudögum.

Félagsmiðstöð fer að fara í gang þegar búið er að ráða inn starfsmenn en verður opin á milli kl: 13:30 – 16 mán-mið, 13:30 – 19 annan hvern fimmtudag og til kl 21 þegar er samstarf, 13:30 – 14:30 á föstudögum.

Erfiðlega hefur gengið að ráða þjálfara hjá Geislanum og rætt var að prófa að auglýsa eftir þjálfara á milli kl 16:00-17:00 vegna barnastarfs.

Rædd var sú hugmynd að frístund taki að sér íþróttaskóla eftir að skóla lýkur fyrir 1.-4. bekk. Einnig kom upp sú hugmynd að íþróttakennari hafi inni í töflu hjá sér íþróttaskóla eftir að kennslu lýkur.

3. Starfsáætlun nefndar
Ný starfsáætlun lögð fram og samþykkt.

4. Útivistarsvæði
Þar sem Lillaróló er fluttur upp að félagsheimili að Ærslabelgnum hvetur nefndin sveitarstjórn til að setja þar upp rólur eða einhver önnur leiktæki sem gaman væri að leika sér að, t.d eitthvað úr rekavið sem gaman er að labba eftir. Einnig hafa í huga að setja einhver leiktæki niður við Galdrasafn. Það er komin tími á endurnýjun leiktækja á skólalóðinni.

5. Nýtt samstarf milli Ozon og frístundar
Formaður kynnir fyrir nefndinni hvernig samstarfið fer fram og útskýrir breytingarnar eins og til dæmis opnunartímin eins og segir hér að framan. Einnig á að efla samstarf á milli félagsmiðstöðvanna eins og síðasta vetur.

6. Veturinn framundan
Formaður kynnir fyrir nefndinni drög að samningum við íþróttafélögin varðandi úthlutun tíma í íþróttahúsinu á komandi vetri. Nefndin leggur til að drög að samingum verði send til HSS og aðildarfélaga til skoðunar.
Nefndin leggur til að sveitarfélagið sé opið fyrir því að Geislinn fái tíma í íþróttahúsinu á milli kl 16:00-18:00 ef betur gengur að fá þjálfara á þeim tíma.

Nefndin vonast til að viðburðir eins og t.d. Hrekkjavakan, Sviðaveisla, Kótilettukvöld og ýmsir aðrir viðburðir sem hafa fest sig í sessi verðir áfram á dagskrá á komandi vetri.

7. Menningarviðburðir á liðnu sumri
Haldnir voru nokkrir viðburðir á liðnu sumri og má þar t.d nefna:

Björgunarsveitin Dagrenning stóð fyrir hátíðarhöldum á Sjómannadaginn og gekk það vel. Þar var dorgveiðikeppni, sveitin sýndi og leyfði gestum að koma með í bátsferð og kaffiveitingar í félagsheimilinu.

Leikhópurinn Lotta kom og sýndi Bangsímon í íþróttahúsinu.

17. júní var haldin hátíðlegur með andlitsmálningu, blöðrum og skrúðgöngu sem endaði á Galdratúninu, þar voru veitt Menningarverðlaun Strandabyggðar og þar voru hoppukastalar fyrir börn og hið árlega kaffihlaðborð á Sauðfjársetrinu.

Náttúrubarnahátið var haldin í júlí á Sauðfjársetrinu og tókst mjög vel til þrátt fyrir frekar slæma veðurspá, en fjöldi fólks mætti á staðinn enda margt um að vera eins og t.d. gönguferðir, veðurgaldur, pöbbkviss, skoðuð Teistuhreiðurs, kæjakferðir, Strandahestar mættu og teimt var undir börnum, Gunni og Felix mættu og skemmtu öllum, draugasögur svo fátt eitt sé nefnt.

Bæjarhátíðin Sameinumst á Ströndum var haldin í ágúst og tókst bara vel, þar var t.d: kjötsúpurölt, skíðaskotfimimót, golfmót, Strandahestar, skemmtun á Galdratúni, brekkusöngur og brenna, polla- og pæjumót og messa í Tröllatungu.


8. Íþróttaviðburðir í sumar
Eins og fram hefur komið hér að framan hafa ýmis íþróttaviðburðir verið haldnir í sumar eins og t.d. skíðaskotfimimót, golfmót og polla- og pæjumót. Einnig voru haldi:

Sumarmót HSS (Héraðsmót HSS) var haldið með breyttu sniði þar sem fullorðnir keppa annan daginn og krakkarnir hinn, mæting var með góðu móti og allir fengu viðurkenningu fyrir.

Trékyllisheiðin var haldin og var met þáttaka eða 99 skráðir keppendur, fjórar vegalengdir voru í boði. Nánari upplýsingar á heimasíðu Skíðafélagsins. Mótið fór vel fram og allt gekk vel.

Meistaramót Strandamanna í golfi var haldið í lok ágúst og mætti fjöldi manns.

Barnamót HSS var svo haldið á Hólmavíkurgrundum og var mæting góð.

 

9. Frispýgolf
Nefndin fagnar þeim áfanga að upp sé komin Frispýgolf völlur á Hólmavík og hvetur alla til að prófa völlinn, einnig vill nefndin þakka Hafdísi Gunnarsdóttir fyrir hennar frábæra framlag og þrautsegju.

10. Fjárhagsáætlun undirbúningur og áherslur nefndar
Malbika planið við íþróttamiðstöðina.
Endurbætur á tjaldsvæði, t.d. að merkja stæði á tjaldsvæði.
Almennt viðhald á íþróttahúsinu, leki á þaki sem fer í gegnum loftið í íþróttasal, loftræstikerfi, neyðarútgangar í íþróttasal, uppfæra búnað í Flosabóli, stækkun Flosabóls.
Sveitarfélagið sjái sér hag í að styrkja hátíð í sveitarfélaginu.
Hefja uppbyggingu á leiksvæðum í sveitarfélaginu.

11. Frístundastyrkur minna á að sækja um
Nefndin hvetur foreldra til að sækja um styrkinn en fresturinn rennur út 15. sept. Það þarf að setja áminningu á heimasíðuna.

12. Önnur mál
• Nefndin lagði til á fundi í júní að sveitarstjórn myndi taka starfslýsingu íþrótta- og tómstundafulltrúa til endurskoðunar og hafa þær Sigríður og Hlíf verið að vinna að því verkefni fyrir hönd hennar og er hún enn til skoðunar. Nefndin skoðar auglýsingu.
• Nefndin minnir á að búið var að samþykkja að börn væru á gjaldi barna til 18 ára aldurs í íþróttamiðstöðinni en ekki er enn búið að breyta því í gjaldskránni, því þarf að breyta eins fljótt og hægt er.
• 23. – 30. September er íþróttavika Evrópu. Nefndin leggur til að sveitarfélagið taki fullan þátt, til dæmis að hafa frítt í sund og húsið þessa viku og hvetja þannig íbúa Strandabyggðar til hreyfingar.

 

Fundi slitið kl: 19:45

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón