A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-,íþrótta- og menningarnefnd 14. nóvember 2022

Mánudaginn 14.nóvember kl 17 í Hnyðju.
Mættir fundarmenn;
Sigríður Jónsdóttir, Íris Björg Guðbj., Magnea Dröfn Hlynsdóttir, Kristín Anna Oddsdóttir og
Hrafnhildur Skúladóttir.

Fundarefni
1. Starfsáætlun nefndar
Samþykkt með athugasemd;
Athugasemd: Sér fundur verði haldinn um Menningarverðlaun Strandabyggðar á Teams.

2. Hrekkjavökuhátíð kynnt.
Sambærileg dagskrá og undanfarin ár. Draugahús í Ozon og ball í Félagsheimilinu. Gengið í
hús og öll götuljós slökkt frá 19 til 21.
Athugasemdir:
 Dagskrá í Ozon, og þá aðallega ballið endasleppt.
 Spurning hvort slökkva eigi ljósin á meðan gengið er í húsin.
 Beina ætti til foreldra að börn hafi höfuðljós, hjóli ekki og fari eins varlega og
hægt er í myrkrinu á meðan gengið er í hús.

3. Skoðanakönnun um hátíðahald á Hólmavík.
Hamingjudagar
   a. Viljum við hafa Hamingjudaga. Hvernig viljum við hafa Hamingjudaga
      i. Árlega
     ii. Annað hvort ár
     iii. Þriðja hvort ár
1. Ef já – viljum við hafa aðrar hátíðir hin árin, þá hvaða?
    iv. Aldrei.
   b. Ætti að skipa nefnd íbúa til að vinna að Hamingjudögum?
   c. Hvað viljum við sjá á dagskrá Hamingjudaga?

Kristín Anna tekur að sér að senda út könnun í byrjun janúar svo niðurstöður liggi fyrir,
fyrir næsta fund TÍM nefndar sem áætlaður er 23.janúar.

Bókavík
   a) Vill skólinn halda utan um bókahátíð að hausti?

4. Framtíð útivistarsvæða á Hólmavík. M.a. Lilla róló og Braggatún
Lilla Róló – tillögur að nýrri staðsetningu
   a) Á grasbalanum fyrir utan veitingasal Krambúðar
   b) Í horninu fyrir neðan Félagsheimilisbílastæðið ( í jaðri tjaldsvæðis)
Nefndarfólki finnst vanta annað leiksvæði í innri hluta bæjarins
   a) Á opna svæðinu fyrir ofan höfnina og fyrir neðan Galdrasýningarhúsið
   b) Á Braggatúni
Gaman væri að sjá útikennslusvæði á Braggatúni þar sem útieldhús og aðstaða
til uppákoma væri hönnuð og smíðuð úr náttúrulegum efnum, rekavið ofl.
Hlaðið eldstæði, kaðlar og aðstaða m.a. til að grilla og sitja saman. Á Braggatúni
væri stutt að fara frá bæði leikskóla og skóla.
Einnig langar okkur að sjá skólahreystibraut, frisbígolfvöll, útitafl, uppsetningu
útistyrktartækja á gönguleiðum/í bænum og boltapool völl verða að veruleika.

5.
Samantekt á gjöldum og tekjum kynnt og rætt.

6.
Yfirferð félagasamtaka og tómstundastarfs kynnt. Jákvæð umræða.

7. Innra mat og úrbótaáætlun tómstundastarfs.
Athugasemdir: Spurning um Ozon opnun þá daga sem starfsmaður Íþróttamiðstöðvar er
ábyrgur. Hefur gengið vel hingað til en spurning um viðveru.

8.
Reglur um íþróttamanneskju ársins yfirfarnar/auglýsa eftir tilnefningum.
Meðfylgjandi eru reglur um útnefningu.
http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/tilkynningar/skra/482/
Reglur um kjör yfirfarnar og samþykktar.

9. Önnur mál
Nefnd telur brýnt að opna Íþróttamiðstöð fyrr á laugardögum.
   a) Til að koma til móts við börn og foreldra sem vilja helst mæta fyrr á
   laugardögum í leikskólaíþróttir.
   b) Til að koma til móts við þá almennu iðkendur sem vilja mæta fyrr á
   laugardögum.

Fundi slitið 19:11



Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón