A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-,íþrótta-og menningarnefnd - 12.janúar 2015

Fundargerð

 

Fundur var haldinn í Tómstunda-íþrótta- og menningarnefndar Strandabyggðar  mánudaginn 12. janúar  2015,  kl. 20:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundinn sátu:  Ingibjörg Benediktsdóttir formaður, Ásta Þórisdóttir varaformaður, Júlíana Ágústsdóttir og Salbjörg Engilbertsdóttir sem ritaði fundargerð.  Esther Ösp Valdimarsdóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn.

 

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

  1. Formaður Kvenfélagsins Glæður boðaður á fundinn.  Ragnheiður Ingimundardóttir formaður mætti á fundinn kl. 20.15 til að kynna starfsemi félagsins sem er góðgerðarfélag sem einbeitir sér að því að styrkja stoðir samfélagsins.  Kvenfélagið á félagshús sem er til útleigu f. minni fundi og fl.  Reksturinn er erfiður á húsi félagsins. Kvenfélagið heldur fundi fyrsta mánudag í hverjum mánuði og eru allar konur velkomnar, félagsgjaldið er kr. 2000 á ári.  Kvenfélagið  selur Lionsklúbbnum súpu einu sinni í mánuði til fjáröflunar á þeirra fundum og einnig hefur kvenfélagið tekið að sér að sjá um erfidrykkjur.  Í félaginu eru um 15 konur en ekki eru allar virkir félagar.  Erfitt hefur verið að fá nýliða.  Áætlað er að hafa námskeið í handavinnu eftir áramótin og fá jólasveina í heimsókn aftur fyrir næstu jól. Kvenfélagið hefur hug á frekari fjáröflun á árinu.   Nú mætti Júlíus Jónsson til fundar.
  2. Málefni Ozon.  Kaldrananeshreppur er formlega orðinn aðili að Ozon og bjóðum við ungmenni þaðan hjartanlega velkomin.
  3. Hugmyndavinna fyrir Hörmungardaga.  Hörmungardagar verða haldnir dagana 20.-22.febrúar og er dagskrá í mótun.  Nú vék Júlíus af fundi.
  4. Turtle festival.  Alþjóðleg kvikmyndahátíð verður haldin 10.-16. ágúst 2015 sem hefur fengið nafnið Turtle festival.  Nemendur úr listaháskóla í Dusseldorf munu dvelja hér í sumar við undirbúning þessarar hátíðar.  Vefsíðan www.turtle.com hefur verið opnuð.  Hópurinn hefur falast eftir húsnæði á vegum sveitarfélagsins til að dvelja í á meðan undirbúningi stendur og undir sýningarnar.  Tómstundanefnd hvetur sveitarstjórn til að taka jákvætt í að styðja við þetta frábæra framtak.
  5. Íþróttamaður ársins.  Ingibjörg Benediktsdóttir vék af fundi.  Nokkrar tilnefningar hafa borist og var nefndin sammála um niðurstöðurnar. 
  6. Önnur mál. Ingibjörg Benediktsdóttir kom aftur inn á fundinn. 
    1. Taekwondodeildinni er hér með óskað til hamingju með nýtt keppnisgólf sem keypt var í húsið nýlega.
    2. Íþróttamiðstöðin á Hólmavík á 10 ára afmæli þann 15. Janúar n.k. og vill Tómstundanefnd hvetja sveitarstjórn í tilefni dagsins  að halda afmælispartý á Íþróttahátíð grunnskólans 14. Janúar n.k.
    3. Tómstundanefnd hvetur forstöðumann íþróttamiðstöðvar til að auglýsa breytta þjónustu og lokun sundlaugar enda mikilvægt að upplýsa þjónustuþega um stöðu mála.
    4. Ákveðið er að bjóða Björgunarsveitinni í næstu heimsókn.

 

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 22.30

Ingibjörg Benediktsdóttir
Ásta Þórisdóttir
Salbjörg Engilbertsdóttir
Júlíana Ágústsdóttir

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón