Tómstunda-,íþrótta-og menningarnefnd, 23.mars 2021
Fundargerð
Fundur var haldinn í tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar mánudaginn 23. mars kl. 16:30 í Hnyðju.
Eftirtaldir nefndarmenn voru mættir: Jón Gísli Jónsson formaður, Jóhanna Rósmundsdóttir, Matthías Lýðsson, Lýður Jónsson, Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir. Angantýr Ernir Guðmundsson boðaði forföll. Þórsteinn Óli Viðarsson sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs auk Esther Ösp Valdimarsdóttur, tómstundafulltrúa, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá
1. Fundaráætlun TÍM nefndar
Farið yfir fundaráætlun nefndarinnar og hún samþykkt. Samþykkt að áætlunin geti tekið breytingum.
https://docs.google.com/document/d/12e_nkOn-kJwnRyXbSVTIFiI5s1X4bS7l8vhN80_nH9o/edit?usp=sharing
2. Starfsáætlanir
a. Tómstundafulltrúi
Lagt fram til kynningar
https://docs.google.com/document/d/1xJIVuYcBypyvejpLTv4SxcLHnIYHRWCgwm2pH4gliq0/edit?usp=sharing
b. Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar
Lagt fram til kynningar
file:///C:/Users/Esther%20%C3%96sp/Downloads/Starfs%C3%A1%C3%A6tlun%20%C3%AD%C3%BEr%C3%B3ttami%C3%B0st%C3%B6%C3%B0var%202021%20(1).pdf
3. Sumarstarf
a. Vinnuskólinn
Komið hefur fram að vinnuskólinn verði ekki á ábyrgð tómstundafulltrúa en nefndin telur mikilvægt að tómstundafulltrúi verði til ráðgjafar og aðstoðar.
b. Sumarnámskeið
Nefndin óskar eftir því að tómstundafulltrúi leiti til íþróttafélaga og Náttúrubarnaskóla um samstarf við skipulag og framkvæmd. Lögð er áhersla á að aldrei sé eingöngu einn starfsmaður með börnunum.
c. Sjálfboðaliðahópar
Nefndin hefur áhuga á að tómstundafulltrúi kanni stöðu samstarfs sveitarfélaga og sjálfboðaliðasamtaka.
d. Menningardvöl
Sveitarfélagið hefur ekki lengur aðgang að húsnæðinu sem notað hefur verið fyrir menningardvöl. Tómstundafulltrúa er falið að kanna hvort hentugt húsnæði fáist til verkefnisins eða þróa aðra útfærslu í samstarfi við stofnanir sveitarfélagsins.
e. Hamingjudagar
Lágmarksfjármagn var sett í hátíðarhöld. Ráðgert er að halda heimilislega hátíð þar sem flest heimafólk leggur sitt af mörkum auk þess sem fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök haldi utan um sem flesta viðburði.
4. Sterkar Strandir – markmið sem TÍM nefnd vill vinna að
Nefndin hyggst styðja við vinnu að eftirfarandi starfsmarkmiðum:
1.2. Tryggja skipulagða móttöku nýbúa
1.3. Verkefni sem búa í haginn fyrir ungt fólk kortlögð og stofnuð
1.8 Kanna og kortleggja þarfir á menningar- og tómstundaframboði
1.11 Koma á fót tveimur nýjum tómstundamöguleikum
2.1 Strandir verði miðstöð þjóðtrúar á Íslandi
2.5 Hefja félags- og atvinnustarfsemi tengda sjósporti
3.1. Þrjú útivistarfélög séu virk og sjálfbær hið minnsta
3.2. Einn nýr ferðamannastaður/gönguleið gerð frá grunni hið minnsta
3.3. Gönguleiðir í Strandabyggð kortlagðar, merktar og hannaðar
3.5 . Gerð og miðlun kynningarefnis um útivistarmöguleika í Strandabyggð (á sjó, á skíðum, o.fl.)
3.10. Áhersla lögð á stuðning við rannsóknir, miðlun og hagnýtingu á menningararfi svæðisins þannig að þessum störfum fjölgi um fjórðung
3.11. Stutt við að minnsta kosti tvö verkefni á ári sem stuðla að jákvæðri kynningu og aukinni fréttamiðlun
3.15. Stofnun héraðsskjalasafns fyrir Strandir
3.17. Sérstök kortlagning á þörfum og möguleikum íbúa dreifbýlis Strandabyggðar
Nefndin setur sér sem markmið að ræða 3-4 markmið á hverjum fundi.
https://www.vestfirdir.is/static/files/Sterkar_Strandir/sterkarstrandirlokajan21.pdf
5. Reglur um útnefningar yfirfarnar
a. Menningarverðlaun Strandabyggðar
Nefndin leggur til að gerðar verði smávægilegar orðalagsbreytingar en óhætt er að auglýsa eftir þessum reglum.
http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/tilkynningar/skra/607/
b. Íþróttamaður ársins
Nefndin felur tómstundafulltrúa að útbúa tillögu að reglum um Íþróttaviðurkenningu ársins og leggja hana fyrir á næsta fundi.
http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/tilkynningar/skra/482/
6. Þjónustukönnun í tengslum við félagsstarf eldri borgara
Nefndin er ánægð með að gera eigi þjónustukönnun og hvetur til að haldið sé áfram að leita lausna varðandi rými fyrir félagsstarfið.
https://docs.google.com/document/d/1y5XG9KFCEXXCQ1MS_5GySVOfH-aRpHJ-Ltdlvt_KTC0/edit?usp=sharing
7. Styrkumsóknir
a. Samfélagsstyrkur Kjörbúðarinnar
b. Fjárframlag til að auka félagsstarf fullorðinna 2021 vegna COVID-19
c. Fjárframlag til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu 2021 vegna COVID-19
d. Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Nefndin fagnar því að styrkir séu í boði og að unnið sé að umsóknum.
8. Önnur mál
Engin önnur mál
Fundi slitið kl. 19:25