Tómstunda, íþrótta- og menningarnefnd, 6. júní 2019
Fundargerð
Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 6. júní 2019, kl. 17:00 að Höfðagötu 3.
Fundinn sátu: Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Matthías Lýðsson, Angantýr Ernir Guðmundsson, Jóhanna G. Rósmundsdóttir og Esther Ösp Valdimarsdóttir í forföllum Ragnheiðar Birnu Guðmundsdóttur. Júlíana Steinunn Sverrisdóttir áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs boðaði forföll. Guðfinna ritar fundargerð.
Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir sat einnig fundinn.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- Vinnuskóli Strandabyggðar 2019
- Sumarnámskeið 2019
- Dagskrá Hamingjudaga 2019
- Menningarverðlaunin 2019. Tilnefningar verða kynntar á fundinum og ákveðið hver fær viðurkenningu.
- Önnur mál
Þá var gengið til dagskrár:
- Aðalbjörg kynnir fyrirkomulag vinnuskólans. Elstu starfsmennirnir munu fylgja starfsmönnum áhaldahúss en yngri starfsmenn vinna undir verkstjórn tómstundafulltrúa. Tveir taka þátt í verkefninu Strandir í verki. Sameiginlegur dagur verður í sumar með vinnuskóla Reykhólahrepps og Dalabyggð. Fyrir Hamingjudagana munu yngstu starfsmennirnir vinna við undirbúning.
- Í heildina bárust 17 umsóknir bárust og þar af 5 frá leikskólanemendum sem skrá sig á sundnámskeið fyrir 3-6 ára hjá Henrike. Hún er einnig með sundnámskeið fyrir 6-12 ára börn. Á sumarnámskeiðin eru skráð 10 börn. Námskeiðin hefjast kl. 8.30 og fyrri vikuna er náttúrutengt námskeið en seinni vikuna hamingjutengt námskeið. Eftir hádegi báðar vikurnar heldur Náttúrubarnaskólinn utan um námskeiðin.
- Dagskráin er mótun og enn að bætast atriði á listann. Fjölmörg atriði eru þegar staðfest s.s. Leikhópurinn Lotta, Hamingjuhlaup, tónleikar, dansleikur, Veltibíllinn, leiktæki, markaður í Hnyðju, Furðuleikar og að sjálfsögðu kökuhlaðborðið árlega. Rætt um kostnað varðandi leigu á leiktækjum og kynningu hátíðarinnar.
- Matthías og Esther Ösp víkja af fundi. Rætt um tilnefningar sem bárust. Í heildina bárust 13 tilnefningar til einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja. Tómstunda- íþrótta og menningarnefnd fagnar hversu margar tilnefningar bárust. Ákveðið hver fær verðlaunin 2019. Matthías og Esther Ösp taka aftur sæti á fundinum.
- Rætt um tómstundastarf næsta vetrar í tengslum við skólastarfið. Tómstundirnar munu verða eftir að kennslu lýkur en ekki brjóta upp kennsluna eins og nú er. Skipulagið er samstarfsverkefni skólastjóra og tómstundafulltrúa.
Fundi slitið kl.18:28