Fundargerð Ungmennaráðs - 10. mars 2016
Fundur var haldinn í Ungmennaráði Strandabyggðar fimmtudaginn 10. mars kl. 20:00 í Fjósinu, ungmennahúsi Hólmavíkur, Hafnarbraut 19. Mættir voru: Arnór Jónsson, Bára Örk Melsted, Elísa Mjöll Sigurðardóttir og Máney Dís Baldursdóttir. Gunnur Arndís Halldórsdóttir boðaði forföll. Fundargerð skrifaði Íris Ósk Ingadóttir.
Fundur er settur.
Á fundardagskrá var eftirfarandi:
- Barnamenningarhátíð Vestfjarða
a) Farið yfir skipulag hátíðarinnar og rætt aðkomu ungmennaráðs að hátíðinni. Meðlimir ungmennaráðs ætla aðstoða tómstundafulltrúa við upplýsingasöfnun yfir hátíðina. - Stefnumótun í sveitarfélaginu
a) Upplýsingar bárust fyrir fundinn frá sveitarstjórn um verðandi íbúafund vegna stefnumótunar þar sem sérstaklega er óskað eftir þátttöku ungs fólks á íbúafundinum því þar búa mikilvægar skoðanir og upplýsingar fyrir stefnumótunina. Ungmennaráð er sammála mikilvægi þess að raddir ungs fólks heyrist í svona vinnu og ætlar að leggja sitt að mörkum að vekja athygli á stefnumótuninni hjá ungu fólki. Ungmennaráð hvetur sveitarstjórn að fara í skóla sveitarfélagsins og kynna fyrir ungu fólki hvað stefnumótun sé og hvernig þau geta komið sínum skoðunum til skila. - Sumarstörf í sveitarfélaginu
a) Ungmennaráð telur að það sé mikilvægt að hafa fræðslu um launamál, skatta og stéttafélög hluta af vinnuskólanum.
b) Ungmennaráð hvetur til þess að einstaklingar sem eru í vinnu hjá sveitarfélaginu yfir vetrartímann fái forgang í vinnu yfir sumartímann hjá sveitarfélaginu. - Form ungmennaráðs
a) Fulltrúar ungmennaráðs eru sammála um það að breytinga sé þörf á núverandi fyrirkomulagi ungmennaráðs.
b) Ungmennaráð stefnir á ferð á Seltjarnarnes að kynna sér starf ungmennaráðs þar. - Hitaveita
a) Farið var yfir upplýsingar frá íbúafundin um hitaveitu. - Önnur mál
a) Enginn önnur mál
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið 21:30.