A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ungmennaráð Strandabyggðar 22.október 2023

Fundur var haldinn í Ungmennaráði þriðjudaginn 22. október 2023 kl. 12:30 í Hnyðju
Höfðagötu 3, Hólmavík. Eftirtaldir nefndarmenn sátu fundinn:Unnur Erna, Benedikt
Jónsson, Þorsteinn Óli, Jóhanna Rannveig og Ólöf Katrín. Unnur Erna ritar fundinn.

Fundardagskrá er svohljóðandi:
Næsta ungmennaþing
Næsta ungmennaþing verður haldið laugardaginn 4. nóvember klukkan 17:00 í félagsmiðstöðinni Ozon.
Þar verður kosið í nýtt ungmennaráð

Fundur með ungmennaráðum BVS
Enginn aðili úr ungmennaráði Strandabyggðar gat setið fundinn þar sem allir voru uppteknir.

Fræðslur
Ungmennaráðinu finnst að grunnskóla nemar ættu að fá einhversskonar fræðslu. Við leggjum til
Samtökin 78, Mannflóran, Karlmennskan, Erasmus, Metis-sálfræðiþjónusta. Ungmennaráðið hvetur
Sveitastjórn Strandabyggðar að íhuga það að fjármagna fræðslu fyrir ungmenni á Hólmavík.

Önnur mál

a) Erasmus
Ungmennaráðið vill kanna hvort það sé áhugi hjá ungmennum í Strandabyggð að sækja um styrk frá
Erasmus til að fara í ungmennaskipti.

b) Hamingjudagar
Ungmennaráðið vill fá það í sínar hendur að skipuleggja Hamingjudaga með hjálp Strandabyggðar.
Sumarið 2023 tók Ungmennaráðið það í sínar eigin hendur að halda nokkurs konar hamingjudaga þar
sem sveitastjórnin hafði ekki áhuga á að halda hátíðina þá.

Ekki fleiri málefni voru rædd og fundi slitið klukkan 13:41

Unnur Erna Viðarsdóttir (sign)
Jóhanna Rannveig Jánsdóttir (sign)
Þorsteinn Óli Viðarsson(sign)
Ólöf Katrín Reynisdóttir (sign)
Benedikt Jónsson (sign)

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón