A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps, fundargerð 05.Júní 2024.

Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps, 05.Júní 2024.

 53. fundur í Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps. Haldinn miðvikudaginn 5. Júní 2024, á skrifstofu Strandabyggðar. Fundurinn hófst kl. 16, og var haldinn sem fjarfundur og staðfundur.

 Á fundinn mættu: Matthías Lýðsson(Strandabyggð), Ingibjörg Sigurðardóttir (Strandabyggð) forfallast og varamaður hennar kemst ekki, Jenný Jensdóttir (Kaldrananeshreppi) á TEAMS, Hrefna Jónsdóttir (Reykhólahreppi) á TEAMS. Oddný Þórðardóttir(Árneshreppi) á TEAMS. Að auki sátu fundinn Soffía Guðrún Guðmundsdóttir  félagsmálastjóri og Hlíf Hrólfsdóttir starfsmaður félagsþjónustu sem jafnframt ritar fundargerð.

Matthías Lýðsson formaður nefndarinnar stýrði fundi.

 

  1. Dagskrá fundarins: Afgreiðsla félagsmálastjóra frá síðasta fundi.
  2. Drög að nýjum reglum um stuðningsþjónustu
  3. Heimasíða félagsþjónustunnar
  4. Starfslok félagsmálastjóra
  5. One system
  6. Önnur mál.

 

Þá var gengið til dagskrár

Afgreiðsla félagsmálastjóra frá síðasta fundi.

Fært í trúnaðarbók

 

Drög að nýjum reglum um stuðningsþjónustu

Soffía sendi drög að reglunum með breytingum með fundarboðinu. Nefndarfólk gerir ekki athugasemdir við breytingarnar, en smávægilegar orðalagsbreytingar þarf að gera.  Þessar reglur koma í staðin fyrir reglur um heimaþjónustu og liðveislu 18 ára og eldri.  Nefndin leggur til að þessar reglur verði samþykktar af sveitastjórnum sem koma að félagsþjónustu Stranda og Reykhóla. Starfsmenn félagsþjónustunnar munu klára uppsetningu reglanna og senda þær ásamt, fundargerðinni til sveitarstjórna.

 

Heimasíða félagsþjónustunnar.

Félagsþjónustan fékk athugasemdir að það vantaði upplýsingar inn á heimasíðuna og að reglur hafi ekki verið uppfærðar. Það hafa líka komið athugasemdir um að það þurfi að vera hægt að skrá sig inn í þjónustugátt, þannig að hægt sé að sækja um beint inni á heimasíðunni. Unnið verði að því að lagfæra þetta og jafnframt að kynna sér hvernig hægt er að setja upp svona rafræna gátt fyrir umsóknir. Starfsfólk félagsþjónustu er ábyrgt fyrir þeirri framkvæmd í samvinnu við sveitarfélögin.

 

Starfslok félagsmálastjóra

Soffía Guðrún Guðmundsdóttir hefur sagt starfi sínu sem félagsmálastjór lausu og mun hætta störfum 31.ágúst næstkomandi. Starf félagsmálastjóra verður auglýst bráðlega og er formaður stjórnar félagsþjónustunnar ábyrgur fyrir því.

Hjördís Inga Hjörleifsdóttir hefur einnig sagt starfi sínu lausu.  Hlíf Hrólfsdóttir hefur verið að leysa hana af  og mun halda áfram í því starfi fyrst um sinn.

Velferðarnefnd þakkar Hjördísi fyrir störf hennar í þágu félagsþjónustunnar og óskar henni velfarnaðar.

 

 

 

 

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón