Afmælisstúlka

Leikskólinn Lækjarbrekka | 05. janúar 2016
Hún Sandra Ösp varð tveggja ára þann 3.jan.  Í dag fékk hún fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn.
Innilega til hamingju með tveggja ára afmælið elsku Sandra Ösp okkar

Gleðileg jól

Leikskólinn Lækjarbrekka | 21. desember 2015
Gleðileg jól
og farsælt komandi ár.
Þökkum allar liðnar samverustundir 

Jólakveðja frá 
börnum og starfsfólki Lækjarbrekku

Jólaljósaferð 5ára barna

Leikskólinn Lækjarbrekka | 17. desember 2015
Í gær fóru fimm ára börn leikskólans í jólaljósaferð og völdu jólahúsið 2015.  Þetta árið völdu þau húsið hjá Kalla og Heiðu og afhenntu þar viðurkenningarskjal.

Lokun aflýst

Leikskólinn Lækjarbrekka | 08. desember 2015
Vegna mjög slæmrar veðurspár fyrir daginn í dag var leikskólinn auglýstur lokaður í dag. 
Veðrið er mun betra en það leit út fyrir að vera og því mun leikskólinn Lækjarbrekka opna aftur kl. 8:30.
HLökkum til að sjá ykkur :)

Frábærar móttökur.

Leikskólinn Lækjarbrekka | 02. desember 2015
Í dag þegar við komum á leikskólann mættu okkur þessir yndislegu karlar.  Við vitum ekkert hvaðan þeir koma, en þeir vöktu svo sannarlega kátínu þeirra sem gengu hér um.   Bestu þakkir til þess eða þeirra sem gáfu okkur svona flotta snjókarla og bestu kveðjur frá öllum á leikskólanum.

afmælisdrengur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 02. desember 2015
Hann Magnús Vakaris varð 5ára þann 18.nóv síðastliðin.  Við sungum fyrir hann afmælissönginn og hann fékk fína kórónu.
Innilega til hamingju með 5ára afmælið elsku Magnús Vakaris okkar.

Leikskólinn lokaður

Leikskólinn Lækjarbrekka | 25. nóvember 2015
Dagana 26. og 27. nóvember verður leikskólinn lokaður vegna námskeiða starfsmanna. 

Afmælisstelpa.

Leikskólinn Lækjarbrekka | 16. nóvember 2015
Hún Guðrún Ösp á tveggja ára afmæli í dag.  Hún fékk fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn.
Innilega til hamingju með tveggja ára afmælið elsku Guðrún Ösp okkar.

Dagur íslenskrar tungu.

Leikskólinn Lækjarbrekka | 16. nóvember 2015
« 1 af 2 »
Í dag er dagur íslenskrar tungu.  Við höfum undanfarinn ár fengið einhvern í heimsókn til okkar að lesa og þetta árið var engin undantekning.  Við fengum nemendur 10. bekkjar grunnskólans í heimsókn og leiklásu þau söguna um litlu gulu hænuna og síðan lásu þau ljóðið um bannorðin 15.  Takk kærlega krakkar fyrir heimsóknina og lesturinn.

Bangsadagur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 27. október 2015
Í dag er alþjóðlegur bangsadagur. Í tilefni dagsins mættu börnin með bangsana sína í leikskólann. Þau skemmtu sér vel og skoðuðu bangsana hjá hvert öðru og léku sér af miklum krafti. :) Einnig voru lesnar bangsasögur og bangsatáknið æft. 

Takk fyrir daginn!!
Eldri færslur
Vefumsjón