Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd - 10. desember 2012
Fundur var haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar, mánudaginn 10. desember 2012, í Hnyðju. Hófst fundurinn kl. 16:15. Mættir voru Jón Jónsson formaður sem jafnframt ritaði fundargerð, Matthías Lýðsson og Jón Vilhjálmur Sigurðsson aðalmenn í nefndinni. Þá var gengið til dagskrár.
1. Staða hafnarframkvæmda
Frá síðasta fundi hefur verið unnið að umbótum á olíuafgreiðslu í smábátahöfn og settur fingur fremst á eina flotbryggjuna. Ætlunin er að færa olíudælu fyrir bátana þangað á næstu dögum. Matthías Lýðsson bendir á að þörf sé á að dýptin í höfninni verði mæld og skoðað verði hvort þörf er á dýpkun í næstu framtíð.
2. Erindi frá Hlyn Gunnarssyni varðandi gjaldskrá Hólmavíkurhafnar dags. 4. des. 2012
Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að eigendur strandveiðibáta geti hver fyrir sig sótt sérstaklega um lækkun gjalda til jafns við skemmtibáta hluta ársins, svo framarlega að þeir hafi ekki fengið byggðakvóta og stundi ekki aðrar veiðar en strandveiðar. Breytingin taki gildi frá áramótum.
3. Sóknaráætlun Vestfjarða - umræður.
Rætt um sóknaráætlun Vestfjarða, undirbúningsfund sem haldinn var á Hólmavík og annan sem fyrirhugaður er á Ísafirði 17. desember sem er fyrsti fundur samráðsvettvangs. Farið yfir ýmis mál sem til framfara væru, s.s. lagningu hitaveitu til Hólmavíkur, hringtengingu ljósleiðara um Vestfirði, eflingu fjarskipta, lækkun rafmagnsverðs og fleira.
4. Önnur mál.
a) Rætt vítt og breytt um atvinnumál á Ströndum. Nefndin beinir því til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða að mikilvægt sé að ljúka sem fyrst vinnu við atvinnustefnu fyrir sveitarfélög á Ströndum og í Reykhólahreppi sem félagið hefur tekið að sér að vinna.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:00.
Jón Jónsson
Jón Vilhjálmur Sigurðsson
Matthías Lýðsson