A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Atvinnu- dreifbýlis- og hafnarnefnd - 12. ágúst 2015

Fundur var haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar þriðjudaginn 12. ágúst 2015, kl. 17:00, í Hnyðju að Höfðagötu 3, Hólmavík.

Mættir: Haraldur V. A. Jónsson, Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir, Bryndís Sveinsdóttir og Jóhann L. Jónsson. Sverrir Guðmundsson mætti ekki til fundar. Andrea K. Jónsdóttir ritaði fundargerð.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Fjallskilaseðill 2015
    Farið var yfir drög að fjallskilaseðli 2015. Samþykkt að leggja seðilinn fyrir sveitarstjórnarfund 18. ágúst.
  2. Fjárréttir – ástand og aðgerðir
    Ástand réttanna við Kirkjubjól og í Skeljavík er frekar lélegt en Staðarréttin í nokkuð betra standi. Farið verðu í lagfæringar á réttunum fyrir komandi réttir.
  3. Sjóvarnargarður í Hólmavíkurhöfn – staðan
    Þriðjudaginn 28. júlí 2015 voru opnuð tilboð sem bárust í gerð grjótvarnargarðs í Hólmavíkurhöfn. Lægsta tilboðið kom frá Norðurtaki ehf sem hljóðaði upp á 108,2% af kostnaðaráætlun. Samkvæmt Vegagerðinni er áætlaður fundur með bjóðanda í byrjun september.
  4. Önnur mál
    Engin önnur mál.

 

Fundi slitið kl. 18:12

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón