A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd - 12. júní 2012

Fundur var haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar, þriðjudaginn 12. júní 2012, í Hnyðju. Fundurinn hófst kl. 17:00. Mættir voru Jón Jónsson formaður sem jafnframt ritaði fundargerð, Árný Huld Haraldsdóttir, Matthías Lýðsson og Jón Vilhjálmur Sigurðsson aðalmenn og Rósmundur Númason varamaður. 

 
Þá var gengið til dagskrár.

 

1. Erindisbréf Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar

Erindisbréf nefndarinnar samþykkt samhljóða með lítilsháttar breytingum. Erindisbréfinu vísað til sveitastjórnar til samþykktar.

 

2. Lausaganga hrossa í Strandabyggð

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði bann við lausagöngu hrossa í Strandabyggð og auglýsing þess efnis birt í Stjórnartíðindum.

 

3. Skriflegir samningar um túna- og hlunnindaleigu

Nefndin leggur til að gerðir verði skriflegir samningar um alla túna-, beitarlands- og hlunnindaleigu á landi í eigu Strandabyggðar. Drögum að reglum er vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar.

 

4. Gjaldskrá Hafnarsjóðs Strandabyggðar
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að sú viðbót verði gerð við 12. grein Gjaldskrár Hafnarsjóðs Strandabyggðar að bátar geti sjálfir lagt til rafmagnsmæla, enda séu þeir samþykktir af starfsmönnum hafnarinnar. Viðkomandi bátar þurfi þá ekki að greiða gjald fyrir mælaleigu.

 

5. Önnur mál

a) Tilboð í verkið: Hólmavíkurhöfn, þekja og lagnir við stálþil.
Tvö tilboð bárust í verkið. Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd samþykkir samhljóða að gengið verði til samninga við Stálborg ehf, en liður 2.3. í tilboðsskrá, raforkuvirki, verði undanskilinn.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:05.

 

Jón Jónsson

Árný Huld Haraldsdóttir

Matthías Lýðsson

Jón Vilhjálmur Sigurðsson

Rósmundur Númason

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón