Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd - 25. ágúst 2014
Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd
Fundargerð
Fundur var haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar mánudaginn 25. ágúst 2014, kl. 16:00, í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík. Mættir voru Haraldur V. A. Jónsson, Bryndís Sveinsdóttir, Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir og Jóhann Lárus Jónsson. Andrea Jónsdóttir ritaði fundargerð.
Fundardagskrá var svohljóðandi:
- Fjallskilaseðill Strandabyggðar 2014
Fyrir fundinum láu drög að fjallskilaseðli 2014 og opinberar búfjártölur 2013 – 2014 í Strandabyggð frá MAST.
Drög að fjallskilaseðli 2014 samþykkt með gerðum breytingum. Formanni Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar falið að ljúka við gerð fjallskilaseðils 2014 og senda hann til hlutaðeigandi aðila. - Önnur mál
- Rætt var um að efna til fundar með sauðfjárbændum í Strandabyggð til að ræða viðhald og endurbætur á fjárréttum í sveitarfélaginu á fyrsta ársfjórðungi 2015.
- Lagt er til að send verði áskorun á MAST um að fjarlægja þær mæðuveikisgirðingar sem lagðar hafa verið niður og að staðið verði við að viðhalda og bæta sauðfjárveikivarnagirðingar sem eiga að standa.
- Því er beint til sveitarstjórnar að malbika þurfi svæði í kringum hafnarvog og Skjaldbökuslóð vegna aukinna umsvifa og hreinlætis við höfnina.
Fundi var slitið kl. 18:15
Haraldur V. A. Jónsson
Bryndís Sveinsdóttir
Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir
Jóhann Lárus Jónsson