A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Atvinnu- dreifbýlis- og hafnarnefnd - 26. maí 2015

Fundur var haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar þriðjudaginn 26. maí 2015, kl. 15:00, á skrifstofu sveitarstjóra, annarri hæð að Höfðagötu 3, Hólmavík.

Mættir: Haraldur V. A. Jónsson, Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir og Jóhann L. Jónsson. Bryndís Sveinsdóttir boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann í hennar stað. Sverrir Guðmundsson mætti ekki til fundar. Andrea K. Jónsdóttir ritaði fundargerð.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Ráðlagðar breytingar vegna öldubrjóts í Hólmavíkurhöfn, erindi frá Vegagerðinni frá 17/04/2015

    Sigurður Marínó Þorvaldsson var boðaður til fundarins til upplýsingagjafar varðandi fyrirætlaðar framkvæmdir við höfnina.

    Tekið var fyrir minnisblað frá siglingasviði Vegagerðarinnar sem þeir Rob Kamsma, Sigurður Sigurðarson og Sigurður Áss Grétarsson tóku saman i kjölfar fundar sem Jón Gísli Jónsson oddviti og Andrea K. Jónsdóttir sveitarstjóri áttu með þeim í kjölfar ábendingar um að fyrirhugaður öldubrjótur sem koma átti fyrir í Hólmavíkurhöfn myndi ekki skila þeim vörnum sem vonir voru bundnar við.

    Vegagerðin legur til að að í stað öldubrjóts þá verði Austurgarður lengdur með um 20 – 30 metra löngum grjótgarði. Heildar kostnaðaráætlun er um 28 milj. kr með vsk og 20% ófyrirséð. Gera má ráð fyrir að hlutur sveitarfsélagsins í því sé 25% eða mögulega rúmlega 7 milj. með vsk.


Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd leggur til að farið verði að ráðum Vegagerðarinnar skv. fyrirliggjandi minnisblaði og að hætt verði við fljótandi öldubrjót en þess í stað verði leitað leiða til að fjármagna grjótgarð eins og lagt er til.

  1. Önnur mál

    Rætt um fjárréttarmál. Lagt er til að kostnaður við nýbyggingu rétta verði skoðaður.

 

 

Fundi slitið kl. 15:50

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón