Atvinnu- dreifbýlis- og hafnarnefnd - 9. nóvember 2017
Fundur var haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 9. nóvember 2017, kl. 18:00, í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík.
Til fundarins voru boðaðir fulltrúar ADH nefndar: Haraldur V. A. Jónsson, Jóhann L. Jónsson, Sverrir Guðmundsson, Bryndís Sveinsdóttir og Guðrún E. Þorvaldsdóttir.
Birna Karen Bjarkadóttir er boðuð sem áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs Strandabyggðar, Angantýr mætti í hennar stað.
Sverrir Guðmundsson boðaði forföll og var Marta Sigvaldadóttir mætt í hans stað.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Fjallskilasjóður
- Fjárleitir á svæðum þar sem ekki er búið
- Réttarbygging
- Svæðisskipulagstillaga DRS
- Refa- og minnkaveiði
- Önnur mál
Þá var gengið til dagskrár.
- Fjallskilasjóður
Atvinnu, dreifbýlis- og hafnarnefnd ætlar að leita leiðbeininga vegna stofnunar fjallskilasjóðs í Strandabyggð og vill stefna að því að slíkum sjóði verði komið á árinu 2018. - Fjárleitir á svæðum þar sem ekki er búið
Vísað er í bókun við lið númer 1. Leita þarf leiða til að sinna fjallskilum á svæðum þar sem ekki er sauðfjárbúskapur. - Réttarbygging
Lögð er áhersla á að fjármagn verði sett í réttarbyggingu í Skeljavík í fjárhagsáætlun 2018. - Svæðisskipulagstillaga DRS
Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar gerir ekki athugasemd við tillöguna. - Refa- og minnkaveiði
Auglýsa þarf eftir refaveiðimönnum á tvö svæði í Strandabyggð. Stefnt er að því að auglýsa upp úr áramótum. - Önnur mál
Bent var á að bera þurfi á Kirkjubólsrétt á komandi sumri.
Engin önnur mál.
Fundi slitið kl. 18:53