Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd - 9. september 2013
Fundargerð
Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd
9. sept. 2013
Fundur var haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd þann 9. september 2013 í Hnyðju. Mættir voru Jón Jónsson formaður sem jafnframt ritaði fundargerð, Árný Huld Haraldsdóttir, Andrea Vigfúsdóttir, Jón Vilhjálmur Sigurðsson og Matthías Lýðsson. Fundur var settur kl. 20:00.
- Viktarmál Hólmavíkurhafnar
Rætt var um kaup á skeifuvog fyrir Hólmavíkurhöfn að tillögu starfsmanna hafnarinnar. Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að slík vog verði keypt. - Fjallskil 2013
Teknar voru fyrir skriflegar athugasemdir við Fjallskilaseðil 2013 frá Haraldi V.A. Jónssyni og Sigríði Jónsdóttur. Samþykkt að breyta seðlinum með þeim hætti að svæði C.1 verði frá Arnkötludalsá að Nautadalsá. Svæði C.2 verði frá Nautadalsá að Ósá og fjallkóngur á því svæði verði Victor Örn Victorsson. Bréfriturum þakkað fyrir ábendingar og sömuleiðis öðrum sem komið hafa athugasemdum og ábendingum á framfæri við nefndarmenn símleiðis eða munnlega.
- Önnur mál
a) Rætt um tillögur starfsmanna Hólmavíkurhafnar um opnunartíma hafnarinnar, en ákvörðun um málið frestað.
b) Rætt um skilaréttir, ástand Kirkjubólsréttar er slæmt og lausn vantar varðandi skilarétt fyrir Kollafjörð og Bitru.
c) Rætt um íbúafund í Sævangi um málefni dreifbýlis í Strandabyggð sem haldin var fyrir nokkrum misserum. Nefndin telur tímabært að þeim fundi verði fylgt eftir með yfirliti um árangur varðandi þær tillögur og verkefni sem þar voru lögð til og öðrum slíkum fundi.
d) Nefndin telur afar áríðandi að ljósleiðari tengdur hringkerfinu sé lagður um sveitarfélagið.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið 21:10.