Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd, 13. júní 2020
Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd – 13. júlí 2020
Fundur var haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar mánudagur 13. júlí 2020, kl. 17:00, í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík.
Til fundarins voru boðaðir fulltrúar ADH nefndar.
Mættir fundarmenn: Pétur, Viktoría, Jón Gísli, Barbara og Hlíf.
Fundarritari Viktoría.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Fjallskilaseðill Strandabyggðar 2020
Fundargerð:
- 1. Fjallskilaseðill Strandabyggðar 2020
Drög að fjallskilaseðli voru send út og fundur haldinn í flugstöðinni.
Kynning fór fram á aðsendum athugasemdum, sem voru nokkrar. Öllum erindum hefur verið svarað. Tillit hefur verið tekið til flest allra athugasemda og breytingar gerðar samhliða. Einnig var samráð haft við oddvita Reykhólahrepps sem jafnframt situr í fjallskilanefnd þar.
Barbara víkur af fundi.
Tillaga kom fram um að greitt yrði fyrir afnot af fjárhúsum skilarétta og einnig til skilamanna sem sækja fé í önnur sveitarfélög. Lagt var til að greitt yrði kr 35.000.- fyrir skilarétt og kr 25.000.- til skilamanna. Tillaga borin upp til samþykktar, tillagan samþykkt.
Barbara snýr aftur til fundar.
Fundarmenn voru sammála að stefnt sé að því að hefja vinnu fjallskilaseðils fyrr á næsta ári, en því miður komu ófyrirsjáanlegar aðstæður í veg fyrir það tækist í ár.
Formanni falið að ganga frá seðli fyrir sveitarstjórnarfund 14.07.2020.
Fleira ekki rætt. Fundi slitið kl: 18:30.