Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd, fundargerð 26. september 2024
Atvinnu- dreifbýlis- og hafnarnefnd
Fundur fimmtudaginn 26. september 2024 kl. 17.36-18.00 að Hafnarbraut 25, kaffistofu.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
1. Yfirfara erindisbréf
2. Gjaldskrá refa- og minkaveiði
3. Umræða um stöðu starfsfólks í heilbrigðisþjónustu Strandabyggðar
4. Önnur mál.
Fundur settur kl. 17:36. Formaður kannaði lögmæti fundarins. Engar athugasemdir við fundarboðun. Eftirtaldir sátu fundinn: Óskar Hafsteinn Halldórsson, Marta Sigvaldadóttir, Henrike Stuehff, Björk Ingvarsdóttir og Ragnheiður Ingimundardóttir. Óskar Hafsteinn Halldórsson ritaði fundargerð.
Umræða:
1. Yfirfara erindisbréf
Formaður tók fram að villa er í núverandi erindisbréfi þar sem vitnað er í Hafnarlög nr 63/2003 en Hafnarlögin eru nr. 61/2003. Vitnunin er í kaflanum Hlutverk nefndarinnar. Þessari grein var breytt, einnig var breytt fjölda funda í 4 á ári eða eftir þörfum
2. Gjaldskrá refa- og minkaveiði
Björk og Marta lýsa sig vanhæfar vegna fjölskyldutengsla og víkja af fundi
Nefndin leggur til hækkunar á tímakaupi úr 1.615 kr. í 1.700 kr.
Nefndin vill einnig koma því á framfæri að æðavarp hafi hlotið mikinn skaða í vor vegna ágangs minka. Nefndin vill endurskoða gjaldið fyrir minkaveiði næsta vor.
3. Umræða um stöðu starfsfólks í heilbrigðisþjónustu Strandabyggðar
Nefndin lýsir miklum áhyggjum af stöðu heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu og brýnni þörf á að efla starfstöðina með auknum mannauði, enda er aðeins einn sjúkraliði starfandi í fullu starfi á heilsugæslunni utan þeirra lækna sem hér starfa og hjúkrunarfræðings í 20% starfi. Mikið álag er á því starfsfólki sem nú er starfandi á heilsugæslunni og sjúkraflutningum. Ferðamannastraumur er mikill í gegnum sveitarfélagið sem eykur álag á heilsugæsluna. Nefndin leggur til að sveitastjórn leggi þunga í að þrýsta á HVE og heilbrigðisráðherra að bæta stöðu starfsfólks í heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisumdæminu enda gríðarlega mikið öryggisatriði og umdæmið stórt. Það má bæta við að nefndin vill þakka það mikla og góða starf sem starfsfólk heilsugæslunnar er að sinna þrátt fyrir skort á starfsfólki.
4. Önnur mál
Nefndin krefst þess að umbætur verði á girðingamálum sveitarfélagsins enda verið mikil vöntun þar á. Nefndin fer fram á að sveitarfélagið, í samráði við Vegagerðina, bæti vegamerkingar um lausagöngu sauðfjár.
Fundargerð yfirfarin og samþykkt. Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 19:05
Óskar Hafsteinn Halldórsson
Marta Sigvaldadóttir
Henrike Stuehff
Björk Ingvarsdóttir
Ragnheiður Ingimundardóttir
Strandabyggð 26.09.2024
Óskar Hafsteinn Halldórsson, formaður ADH nefndar.