Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd, fundargerð 6. júní 2024
Atvinnu- dreifbýlis- og hafnarnefnd
Fundur fimmtudaginn 6.6.2024 kl 16-17, að Hafnarbraut 25, kaffistofu.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Drög að fjallskilaseðli, 2024
- Mannabreytingar
- Önnur mál.
Mætt voru: Jón Sigmundsson, Óskar Hafsteinn Halldórsson, Marta Sigvaldadóttir í fjarveru Henrike Stuheff, Björk Ingvarsdóttir og Gunnar Númi Hjartarson í fjarveru Þórðar Halldórssonar. Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri, sat einnig fundinn. Fundur settur kl. 16:00. Formaður kannaði lögmæti fundarins. Engar athugasemdir við fundarboðun. Nokkuð var um forföll og eru því tveir varamenn á fundinum.
Umræða.
- Drög að fjallskilaseðli, 2024
Formaður gaf Þorgeiri orðið og bað hann jafnframt að rita fundargerð. Þorgeir fór yfir gögn frá Matvælaráðuneytinu sem bárust 29.5. sl. Í þeim gögnum virðist vanta tölur um fjáreign á Laugaholti, Skjaldfönn og Broddanesi 3. Fundarmenn tilgreindu fé á Skjaldfönn þannig að þarna er hugsanlega um villu að ræða í gögnum ráðuneytisins. Var Þorgeiri falið að kanna þetta og skoða frumheimildir. Að öðru leyti fóru fundarmenn yfir fjallskila-seðilinn og gerðu breytingar á dagsetningum. Verður fjallskilaseðillinn síðan sendur bændum til umsagnar
- Mannabreytingar
Formaður tilkynnti að hann væri að láta af störfum í sveitarfélaginu og að við nefndinni tæki Óskar Hafsteinn Halldórsson. Nefndarmenn þakka fráfarandi formanni fyrir gott samstarf og óska honum velfarnaðar í framtíðinni.
- Önnur mál.
Rætt um uppbyggingu á Nauteyri. Formaður bað Þorgeir að fara yfir stöðu einstakra mála. Þorgeir sagði frá stöðunni varðandi hótelbyggingu, vinnu Strandanefndar ofl. Nefndin fagnar uppbyggingu fiskvinnslu á Hólmavík. Fram kom gagnrýni á það að nefndin hefur ekki fundað lengi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 17:00, fundargerð send til rafrænnar undirskriftar.
Strandabyggð 6.6.2024, Þorgeir Pálsson ritari / Jón Sigmundsson, formaður ADH nefndar.