Atvinnu-,dreifbýlis- og hafnarnefnd 9.12.2019
Fundur var haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar mánudaginn 9.desember 2019, kl. 15:00, í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík.
Til fundarins voru boðaðir fulltrúar ADH nefndar.
Eftirtaldir nefndarmenn er mættir: Jón Gísli Jónsson og Viktoría Rán Ólafsdóttir. Hlíf Hrólfsdóttir og Barbara Ósk Guðbjartsdóttir boðuðu forföll og Marta Sigvaldadóttir varamaður situr fundinn. Valgeir Örn Kristjánsson mætti ekki. Salbjörg Engilbertsdóttir skrifaði fundargerð.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
1. Minnisblað sveitarstjóra vegna Staðarrétta
2. Yfirferða á reglum um refaveiðar
3. Önnur mál.
Fundargerð:
- Minnisblað frá sveitarstjóra vegna Staðarréttar. Nefndin er sammála um nýja staðsetningu Staðarréttar þ.e. sunnan Staðarár og leggur til að ný rétt verði byggð á svæði sem tilgreint hefur verið af nefndinni samkvæmt minnisblaði sveitarstjóra. Nefndin leggur til að næsta rétt sem byggð verði í sveitarfélaginu verði Staðarrétt. Nefndin leggur einnig áherslu að í framhaldinu verði gerð áætlun um réttir í sunnanverðu sveitarfélaginu og þrýst verði á viðeigandi stjórnvöld um viðhald á sauðfjárveikigirðingu.
- Yfirferð á reglum um refaveiðar. Nefndin leggur til að í grein 1.4 verði miðað við greiðslur skv.hámarksgjaldskrá Umhverfisstofnunar hverju sinni, sjá: https://ust.is/veidi/refir-og-minkar/vidmidunartaxtar/. Gera þarf breytingu á grein 2. varðandi tímasetningar á skiladögum á skottum, einnig á grein 2.1 um útburð á æti sem mun breytast vegna nýrra reglna frá MAST og mun formaður leggja fram tillögur um breytingar á reglum um refaveiðar á næsta fundi. Leitast verður eftir því að fá betri upplýsingar og tillögur frá veiðimönnum og öðrum hlutaðeigandi aðilum.
- Önnur mál.
- Viktoría leggur til að á næsta fundi nefndarinnar verði farið yfir greiningarskjal ADH nefndar frá vori 2019.
Fleira ekki fyrirtekið og fundi slitið kl. 16.17
Jón Gísli Jónsson
Viktoría Rán Ólafsdóttir
Marta Sigvaldadóttir